Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 16
Fóstureyðingar hafa færst frá þeim eldri til hinna yngri. Áriö 1982
var um helmingur kvennanna sem fékk fóstureyóingu það ár undir 25 ára
aldri, samanborió við 38 af hundraði árió 1976. Þetta kemur og fram er
tiðni fóstureyðinga eftir aldri er skoðuð. Hefur hún hækkað i öllum
aldursflokkum nema hjá 35 ára og eldri þar sem hún hefur dregist
saman. Arió 1982 var tiðni fóstureyðinga hæst meðal 15-24 ára kvenna
en þá fengu um 14 af 1000 konum á þeim aldri fóstureyðingu. Lægst var
tiðnin hjá 40-49 ára konum 3,3 af 1000.
Sú breyting hefur átt sér staö á hjúskaparstöðu kvenna sem fá
fostureyóingu að hlutur ógiftra kvenna hefur farið vaxandi en giftra
og áður giftra minnkandi. Árið 1982 var meirihluti þeirra sem fengu
fóstureyóingu ógiftar konur eða 54%, þriðjungur voru giftar eða 33% og
9% áóur giftar. Sé hins vegar litið á fjölda fóstureyðinga miðaó við
skiptingu 15-49 ára kvenna i þjóófélaginu eftir hjúskaparstöðu er
tióni fóstureyðinga hæst meóal áður giftra en 20,3 af hverjum 1000
þeirra fengu fóstureyðingu árið 1982 samanborið við 13,8 af 1000
ógiftum konum og 6,5 af 1000 giftum konum.
Á timabilinu 1976-1981 voru um helmingur kvennanna i launuðum störfum
en hinn helmingurinn skiptist á húsmæður og nema. Hefur nemum fjölgað
um leiö og húsmæðrum í hópnum hefur fækkað.
Það verður æ algengara að þær konur sem fá fóstureyðingu séu
barnlausar konur, og árið 1982 voru þær um 41% hópsins. Á sama tima
hefur hins vegar konum meö fjórar fæöingar eða fleiri farið
hlutfallslega fækkandi eða úr 23% heildar árið 1976 i 9% árið 1982.
Athugunin leiðir og i ljós að um 11% kvenna sem fengu fóstureyðingu
timabilið 1976-1981 höfðu áöur fengið fóstureyðingu eða 312 konur og
áriö 1982 er hlutfallið óbreytt. Af þessum 312 konum höfóu 17 þeirra
fengið fóstureyðingu fyrr á sama árinu en það svarar til 0,6%
heildarhópsins áðurnefnt timabil. (I Danmörku hefur sambærilegt
hlutfall verið 4-5% á undanförnum árum).
Hvort fóstureyðing sé notuð sem "getnaðarvörn" skal ósagt látið en
samkvæmt fyrirliggjandi gögnum voru hefðbundnar getnaðarvarnir notaðar
i um 30% tilvika er þungun varð hjá þeim konum sem fengu fóstureyðingu
árin 1976-1981 en engar getnaðarvarnir hjá hinum.
14