Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 19
3. LÖGGJÖF UM FÓSTUREYÐINGAR
Hinn 22. mai 1975 gengu í gildi lög nr. 25/1975 "um ráðgjöf og fræðslu
varðandi kynlif og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemis-
^ðgeróir". Meðal nýmæla i lögum þessum voru rýmri heimildarákvæði
til fóstureyóinga.
Við gildistöku laganna féllu úr gildi lög nr. 38/1935, um leiðbein-
ingar fyrir konur um varnir gegn þvi að verða barnshafandi og um
fóstureyðingar, og lög nr. 16/1938, um að heimila i viðeigandi til-
fellum aðgerðir á fólki, er koma i veg fyrir að þaö auki kyn sitt.
Akvæði laga nr. 16/1938 um afkynjanir halda þó enn gildi sinu.
3-1, Eldri lög. (5,16)
Fyrir gildistöku laga nr. 38/1935 voru engin ákvæði til i lögum, er
heimiluðu fóstureyðingar, jafnvel þótt lif þungaðrar konu lægi við.
1 194. gr. almennra hegningarlaga frá 1869, var hins vegar kveðið
svo á að "óléttur kvenmaður, sem af ásettu ráði eyddi burði sinum
eða deyddi hann i móóurkviði, skuli sæta hegningarvinnu allt að 8
árum". Giltu sömu ákvæöi um hlutdeildarmenn. Með skirskotun til
neyðarréttar var almennt litið svo á, aó læknum væri rétt og jafn-
vel skylt að fórna lifi fósturs eða barns i fæðingu, ef ekki voru
önnur úrræði til bjargar lifi móður eða ef koma mætti i veg fyrir
alvarlegt og varanlegt heilsutjón hennar, sem þó var talið orka
tvimælis.
Öm 1930 fjölgaói fóstureyðingum verulega frá þvi sem verið hafði,
eftir þvi sem fram kemur i Heilbrigðisskýrslum, þrátt fyrir afdráttar-
laust bann hegningarlaga og þótti ýmsum ákvæðin um neyðarrétt vera
alllangt teygó þótt ekki væri að öðru leyti deilt um réttmæti fram-
kvæmdanna.
Tilgangur laganna frá 1935 var þvi að heimila læknum fóstureyðingar
og kveða skýrt á um hvað þeim væri rétt og skylt i þessum efnum og
hvað óheimilt. Samkvæmt lögum þessum var meðgöngutimi kvenna miðaður
við 40 vikur og það talið fæðing, ef kona fæddi af sér burð eftir
fullra 28 vikna meðgöngu, en fósturlát, ef hún fæddi eftir styttri
Weðgöngutima. Fóstureyðing var þvi talin hver sú aðgerð, sem miðaði
17