Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 22
janúar 1975 var frumvarpið lagt fyrir i nokkuð breyttri mynd. Var
það samþykkt án verulegra breytinga og varð að lögurn nr. 25, 22. mai
1975.
3.3. Lög nr. 25/1975.
Með lögum nr. 25/1975 er heimild til fóstureyðinga rýmkuð og hún
heimiluð á félagslegum forsendum eingöngu jafnt sem læknisfræði-
legum. Sem fyrr er fóstureyðing heimil, ef konu hefur verið nauð-
gaó. Með þessum lögum eru fóstureyóingar ekki gerðar alveg frjálsar
eða leyföar að ósk konunnar eingöngu eins og tiðkast viða. Ýmiss
skilyrði verða aó vera uppfyllt áður en aðgerð má fara fram, svo
sem:
að konan hafi verið frædd um áhættu samfara aðgerðinni
og hvaða félagslega aðstoð henni standi til boöa i þjóð-
félaginu.
- að fyrir liggi rökstudd greinargeró tveggja lækna eða
læknis og félagsráðgjafa, sé eingöngu um féiagslegar
ástæður að ræða.
ennfremur er kveðið á um, að aðgerð skuli framkvæmd fyrir
lok 12. viku meðgöngutimans og eftir 16. viku er aðgerð
eingöngu heimil af læknisfræðilegum ástæðum og ef likur
eru á vansköpun, erfðagöllum eða fósturskaða.
Sé konu synjaó um aógerð eða ef ágreiningur veróur um hvcrt fram-
kvæma skuli fóstureyðingu skal málinu tafarlaust visaó til land-
læknis, sem ber að leggja það undir úrskurð nefndar, skv. 28. gr.
laganna. Er nefndin skipuó lækni, lögfræðingi og félagsráðgjafa og
er hlutverk hennar að hafa eftirlit meó framkvæmd laganna.
Önnur nýmæli i lögunum eru ákvæði um ráðgjöf og fræðslu varðandi
kynlif og barneignir fyrir fólk almennt en fræðsluyfirvöldum er
jafnframt gert skylt i samráði við skólayfirlækni að veita fræðslu
um kynlif og siðfræði kynlifsins á skyldunámsstigi i skólum lands-
ins. Einnig skal veita þessa fræðslu á öðrum námsstigum.
Þá eru i lögunum ákvæði um ófrjósemisaðgeróir. Er slik aðgerð
heimil aó ósk viðkomandi sé hann/hún fullra 25 ára og engar
læknisfræðilegar ástæður mæla gegn aðgerð. Sé viökomandi undir
25 ára aldri má framkvæma ófrjósemisaðgerð af sérstökum ástæðum,
sem lögin kveða nánar á um, sbr. 18. gr. III.
20