Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 23
4. TÖLFRÆÐILEGT YFIRLIT 1935-1983
Eins og fram hefur komið er aðalefni þessa rits nióurstöður athugunar
á fósturevðingum sem framkvasmdar hafa verið á grundvelli laga nr.
25/1975. Til að hægt sé að skoða þróun undanfarinna ára i viðara
samhengi er i þessum kafla birt yfirlit um fjölda fóstureyðinga
hér á landi frá þvi er skráning þeirra hófst árið 1935. Ennfremur
er fjallað um tiðni fóstureyðinga, frjósemi islenskra kvenna, hlut-
fall fóstureyóinga af fæðinguni og þungunum, en slikar mælistikur
auóvelda samanburð á fóstureyóingum frá einu timaskeiði til annars
og milli landa.
4.1. Fjöldi skráðra fóstureyðinga. (16)
Um og eftir 1930 er farió aö geta um fóstureyóingar i Heilbrigðis-
skýrslum og birt voru yfirlit um fjölda Kcurettage"-aðgerða (útskaf),
sem þá fóru mjög i vöxt. Fjölgaói þeim úr 255 árið 1930 i 336 árió
1933. Hve stór hluti þeirra voru fóstureyðingar er ekki alveg ljóst,
þar sem hegningarlögin lögóu blátt bann við slikum aðgerðum. Þó voru
fóstureyðingar tilgreindar 52 árið 1930, 92 árið 1931, 91 árið 1932,
80 árið 1933 og 54 áriö 1934.
Greinilega var orðið brýnt að settar yrðu reglur eða lög um framkvæmd
fóstureyðinga og var svo gert með lögum nr. 38/1935 og nr. 16/1938.
Pyrst eftir aó lögin tóku gildi fækkaði skráðum fóstureyðingum frá
þvi sem verið hafði. Siðan ýmist fjölgaði eða fækkaði fóstureyðingum
þar til liða tók á sjöunda áratuginn. Timabilið 1935-1960 voru fram-
kvæmdar 50 fóstureyðingar á ári að meðaltali skv. áðurnefndum lögum.
Aratuginn 1961-1970 fjölgaði fóstureyðingum smám saman og að meðal-
tali voru geróar 82 fóstureyðingar á ári það timabil. Áttundi ára-
tugurinn einkennist hins vegar af mjög örri fjölgun fóstureyðinga og
1971-1975 voru framkvæmdar 158 fóstureyðingar aó meóaltali á ári og
472 timabilið 1976-1980.
Nánast annað hvert ár átti sér staö umtalsverð fjölgun fóstureyðinga
sða á bilinu 15-48% en þess á milli varð breytingin minni eða
fjöldinn stóð i stað frá fyrra ári, sbr. töflu 3. Árið 1980 fækkaði
fóstureyðingum um 23 frá fyrra ári, en árið 1979 var rauðhundaár og
fóstureyðingar þá því tiltölulega fleiri af þeim sökum. írið 1981
voru framkvæmdar 597 fóstureyðingar, 613 árið 1982 og 687 árið 1983.
21