Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Side 33
5. FÖSTUREYÐINGAR 1976-1981
Hér á eftir veröur gerö grein fyrir niðurstöðum athugunar á fóstur-
eyöingum, sem framkvæmdar voru hér á landi árin 1976-1981. Tilgangur-
lnn með þessari athugun er einkum að sjá hvernig til hafi tekist með
ftamkvæmd laga nr. 25/1975 um fóstureyðingar o.fl. og hver þróunin
hefur orðið fyrstu sex ár gildistíma laganna. Ennfremur eru skoðuð
nokkur auðkenni þeirra kvenna, sem fengu fóstureyðingu ef vera kynni
að greina mætti vissa áhættuhópa, sem hægt væri siðan að ná til
sérstaklega meó fyrirbyggjandi aðgerðum.
1 kaflanum verður fyrst vikið að frumgögnum og vinnslu efnis og siðan
sagt frá fjölda og tiðni fóstureyðinga á timabilinu. Þá verður fjallað
UJfi forsendur fóstureyðinganna, læknisfræðilegar og/eða félagslegar.
hví næst verða gerð skil á nokkrum atriðum sem snerta konurnar sem
hlut eiga að máli þ.e. aldri þeirra, hjúskaparstöðu, starfi, lög-
heimili, barneign, fyrri fóstureyðingum, lengd meðgöngu og notkun
getnaðarvarna. 1 framhaldi af því verður vikið að aðferð við aðgerð,
aðgerðarstað og lengd sjúkrahúsvistar.
Fóstureyðingar unglingsstúlkna fá sérstaka umfjöllun en þaó er sá
sldurshópur sem hvað oftast er nefndur i umræðunni um fóstureyðingar.
há er einnig gerð sérstök grein fyrir fóstureyðingum einstæðra mæðra,
þar sem tiðni fóstureyðinga virðist vera allmiklu hærri meðal þeirra
en kvenna almennt.
Frumgögn og vinnsla efnis.
hthugun landlæknisembættisins á fóstureyðingum áranna 1976-1981 er
hyggð á upplýsingum sem fram koma á umsóknum og greinargeróum um
ftamkvæmdar fóstureyðingar, sem embættinu berast afrit af, lögum
samkvæmt1^. Eftirfarandi tólf atriói af umsóknum hvers árs hafa
Verið tölvutekin og fóstureyóingar flokkaðar með tilliti til þeirra:
forsendur umsóknar
- aldur kvenna
hjúskaparstaða
starf
lögheimili
- barneign (fyrri fæðingar)
fyrri fóstureyðingar
lengd meógöngu
notkun getnaðarvarna
tegund aðferðar við aðgerö
- aðgerðarstaður
- lengd sjúkrahúsvistar.
31