Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 58
5.4.4. Lögheimili. (13)
Þegar litió er á timabilið 1976-1981 i heild á tæplega helmingur
kvennanna (48%) lögheimili í Reykjavík og um fimmtungur (20%) á
Reykjanesi. Frá Norðurlandi eystra eru 9%, 5% frá Austfjörðum og
önnur 5% frá Suðurlandi en 4% eiga lögheimili á Vesturlandi, 4% á
Vestfjörðum og 4% á Norðurlandi vestra.
I töflu27 hefur lögheimili kvennanna verið skipt á annan máta þ.e.
eftir þvi hvort það er i Reykjavík, öðrum kaupstöóum eða sýslum.
Er þetta meðal annars gert til að sjá hvort tíðni fóstureyðinga
sé breytileg eftir þéttbýlisstigi. Tæplega helmingur kvennanna
á lögheimili i Reykjavik, eins og áður getur, um þriðjungur er i
kaupstöðum og 19% i sýslum, sé miðað við timabilið i heild. Til
samanburðar skal þess getiö að á sama tima bjuggu um 39% islenskra
kvenna i Reykjavik, 38% i kaupstöðum og 24% i sýslum.
Sé fjöldi kvenna sem fékk fóstureyðingu á árunum 1976-1981 veginn
með fjölda kvenna i Reykjavik, kaupstöðum og sýslum kemur i ljós
að tiðni fóstureyðinga er hæst meðal kvenna i Reykjavik og á það
við öll árin, þvi næst i kaupstöðum, en i sýslum er tiðnin lægst.
1 c.lið töflu 27 má sjá tölur um þessa tiðni fyrir einstök ár, en
nokkurra sveiflna gætir milli ára.
Frá 1976 til 1981 hækkaði tiðnin mest hjá konum i Reykjavik, þá i
kaupstöðum og loks i sýslum.
Timabilið 1976-1981 voru framkvæmdar 5,4 fóstureyðingar á hverjar
1000 konur i Reykjavik, 3,8 á 1000 konur i kaupstöðum og 3,5 á
1000 konur i sýslum. Það er ljóst, að þéttbýlisstigið hefur sitt
að segja hvað fóstureyðingar snertir.
Rannsóknir m.a. i Sviþjóð og Finnlandi hafa sýnt fram á að fólk i
dreifbýli notar læknisþjónustu almennt minna en fólk i þéttbýli og
eiga lengri vegalengdir, erfiðari samgöngur, og erfiðari aðgangur
að læknisþjónustunni liklega sinn þátt i þessu. Það er þvi ekki
óeðlilegt að fóstureyðingar séu tiðari meðal kvenna i þéttbýli en
dreifbýli. (21)