Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Side 64
5.4.6. Fyrri fóstureyðinqar.
Að jafnaói höfðu 10-12% þeirra kvenna sem fengu fóstureyðingu á
timabilinu 1976-1981, fengið fóstureyðingu áður, eða samtals 312.
276 konur höfðu áður fengið 1 fóstureyðingu
34 .... "2 f óstureyóingar
2 " " " 3 fóstureyðingar
Hversu langt er liðið frá siðustu fóstureyðingu ?
Af þessum 312 konum höfðu 17 konur (5,4%) gengið undir fóstureyðingu
fyrr á sama ári, 63 (20,2%) árinu áður, 48 (15,4%) tveimur árum áður,
40 (12,8%) þremur árum áður, 35 (11,3%) fjórum árum áður, 21 (6,7%)
fimm árum áður, 64 (20,5%) sex árum áður eða meira, en upplýsingar
skortir um 24 (7,7%).
Konurnar með eina eða fleiri fóstureyðingarað baki eru tiltölulega
eldri en þær sem voru að fá fóstureyðingu i fyrsta sinn þannig eru
þrír fjórðu þeirra yfir 25 ára aldri samanborið við helming hinna.
Skipting þessarra rúmlega þrjúhundruð kvenna eftir hjúskaparstöðu
er einnig frábrugðin hinum hópnum að þvi leyti, að hlutfallslega
fleiri þeirra hafa verið giftar áður og færri eru ógiftar,en hlutur
giftra er nánast jafnstór hjá báðum hópunum.
Tafla 30. Fóstureyðingar eftir hjúskaparstöðu kvenna 1976-1981.
Konur sem höfðu Konur sem voru aó fá
áður fengið fóstur- fóstureyðingu í fyrsta
eyðingu. sinn.
Hjúskaparstaða Samtals 312. Samtals 2643.
Giftar 38% 37%
Ógiftar 39% 52%
Áður giftar 22% 9%
Ótilgreint 1% 2%
Alls 100% 100%
62