Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Side 77
5.5.3. Lengd sjúkrahúsvistar.
Hér á landi fara allar fóstureyðingar, sem heimilaðar eru samkvæmt
lögum, fram á sjúkrahúsum. Konurnar, sem hlut eiga að máli eru
lagðar inn i einn dag eóa fleiri. Lengd sjúkrahússdvalar fer eftir
þvi hve konan er langt gengin með, þegar fóstureyðing fer fram,
sem aftur hefur áhrif á þá tegund aðferðar vió aðgeró sem valin er.
Ennfremur getur legudögum fjölgað ef um eftirköst vegna aðgerðar
er að ræóa, eóa ef kona gengst jafnframt undir ófrjósemisaógerð.
Arin 1976-1980 var algengasti legutimi kvenna vegna fóstureyóinga
2-4 dagar. Arið 1976 átti það við um 66% kvennanna en 84% árið
1980. A þessu timabili voru aðeins örfáar konur sem lágu á sjúkra-
húsi i einn dag. Arið 1981 varó veruleg breyting þar á. I desember
1980 var opnuð sérstök dagdeild við kvennadeild Landspitalans þar
sem m.a. eru framkvæmdar fóstureyðingar. Með tilkomu hennar fækkaöi
mjög legudögum vegna fóstureyðinga á þvi sjúkrahúsi. Arið 1981 voru
392 konur með 1 legudag (þar af nokkrar utan Reykjavikur) eða 66%
heildar.
Athyglisvert er hve sá hópur kvenna sem dvelur á sjúkrahúsi i 5
daga eða lengur hefur minnkað mikið með árunum. Arið 1976 töldust
til hans 112 konur, eða rúm 30% heildarhópsins en árið 1981 aóeins
25 konur, eða 4%.
Meðalfjöldi legudaga fyrir þær 2955 konur sem fengu fóstureyðingu
árin 1976-1981 er 3,2 dagar.
Frávik eru frá þessu meðaltali ef litið er á nokkra þætti sem hér
eru til umfjöllunar. T.d. er fjöldi legudaga minni en meðaltalió
hjá þeim konum sem:
eru i yngri aldurshópunum
eru barnlausar eóa barnfáar
eru með meógöngu undir 9 vikum
aðferðin sogskaf (evac. vac.) er viðhöfð
ástæður fóstureyðingar eru félagslegar.
Hvað aðgerðarstaðina snertir er meðaltal legudaga lægst á Neskaup-
stað 2,7 þá Reykjavik 3,0, Akranesi 3,3 og Akureyri 3,4 en það er
einmitt á þessum stöðum sem tæplega 95% aðgeróa eru framkvæmdar.
75