Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 94
6. PÖSTUREYÐINGAR ÁRIÐ 1982
Sarakvæmt umsóknarblöðum sem landlæknisembættinu hafa borist voru
framkvæmdar samtals 613 fóstureyðingar hér á iandi árið 1982 á
grundvelli laga nr. 25/1975, en það eru 16 fóstureyðingum fleiri
en árið 1981. Pessi breyting á fjölda fóstureyðinga á milli ára
fellur inn i það mynstur sem komið hefur fram undanfarinn áratug
og felst i þvi að nokkurn veginn annað hvert ár fjölgar fóstur-
eyðingum mikið en hitt árið stendur fjöldinn i stað eða þvi sem
næst. Skýring á þessu liggur ekki fyrir.
Tiðni fóstureyóinga.
Þær 613 fóstureyðingar sem gerðar voru 1982 samsvara þvi að 10,6
af hverjum 1000 konum 15-49 ára hafi fengið fóstureyðingu það ár
og er það sama tiðni og árið 1981.
Hlutfall fóstureyðinga af fæðingum breyttist hins vegar úr 13,7 af
100 fæóingum árió 1981 i 14,1 árið 1982. Hlutfall fóstureyðinga af
þungunum hækkaði einnig, eða úr 12,0 fóstureyðingum á 100 þunganir
árið 1981 i 12,3 árið 1982. (Með þungunum er átt vió fjölda fæddra
ásamt fóstureyðingum, en fósturlátum sleppt vegna ófullnægjandi
upplýsinga).
Forsendur fóstureyðinga.
Skipting fóstureyðinga árið 1982 eftir forsendum umsókna sýnir að
543 fóstureyðingar voru framkvaamdar af félagslegum ástæðum eingöngu
eða um 89% aðgerða (88% árið 1981), 35 fóstureyðingar voru af læknis-
fræðilegum ástæðum eða 6% aógerða (7,5% árið 1981) og 31 fóstureyóing
var heimiluð af bæði félags- og læknisfræðilegum ástæðum eða 5%
(4% árió 1981). Æ fleiri fóstureyðingar eru heimilaðar á grundvelli
d) liðar félagslegra ástæðna eingöngu eða ásamt fleiri ástæóum, en
hann kom vió sögu i 75% tilvika árið 1982 samanborið við 73% árið
1981.
92