Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 96
Allmikill aldursmunur kemur fram hjá konum eftir þvi hvort um félags-
legar forsendur eða læknisfræðilegar er að ræða. Þannig voru 69%
þeirra sem fengu fóstureyðingu af læknisfræðilegum ástæðum eingöngu,
yfir þrítugu en á þeim aldri voru 26% þeirra sem fengu fóstureyðingu
af félagslegum ástæðum eingöngu. Alls voru tæp 30% heildarhópsins
yfir þritugu.
Aldur.
Sú yngsta sem fékk fóstureyðingu árið 1982 var 13 ára og sú elsta
47 ára. Aldursskipting kvenna var annars á þann veg að um það bil
jafnstórir og fjölmennastir voru hópar 19 ára og yngri og 20-24 ára
kvenna og voru um 25% heildar i hvorum. Siðan lækkar hlutfallið með
hækkandi aldri og voru 21% á aldrinum 25-29 ára, 12% á aldrinum
30-34 ára, 11% 35-39 ára og 6% 40 ára eóa eldri. Eru hlutföllin
litið eitt breytt frá fyrra ári. Það sem helst vekur athygli er að
hlutdeild unglingsstúlkna jókst úr 22% x 25% milli ára og hefur
hlutfallið aðeins einu sinni áður verið svo hátt', árið 1979, en
þá var það 27%.
Þó tiðni fóstureyðinga kvenna 15-49 ára standi í stað milli áranna
1981 og 1982 urðu breytingar hjá einstaka aldurshópi. Arið 1982 var
tiðni fóstureyðinga hæst hjá 20-24 ára eða 14,2 af 1000 og hafði
hún lækkað úr 16,1 árið 1981. Tíðni fóstureyðinga lækkaði jafnframt
hjá 30-34 ára úr 11,9 af 1000 árið 1981 i 9,0 árið 1982. Hins vegar
hækkaði tiðnin frá 1981 til 1982 hjá 19 ára og yngri úr 11,9 i 13,8,
hjá 25-29 ára úr 11,6 i 13,4 og hjá 35-39 ára úr 8,9 i 9,8 og loks
hjá 40 ára og eldri úr 2,9 i 3,3.
Hjúskaparstaða.
Árið 1982 voru tæp 54% kvenna sem fengu fóstureyðingu ógiftar, 33%
voru giftar og 9% áöur giftar en upplýsingar skorti um 4% hópsins.
Þessi skipting er mjög svipuð og árið 1981 en þróunin undanfarin
ár hefur verið i þá átt að ógiftum hefur fjölgaó um leið og giftum
fækkar.
94