Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 104
7. FÓSTUREYÐINGAR ÁRIÐ 1983
Hér verður birt töfluröð varðandi fóstureyðingar ársins 1983 en
þetta eru sambærilegar töflur og birtast reglulega í Heilbrigðis-
skýrslum. Töflurnar hafa ekki fengið fullnaðarúrvinnslu og ber bvi
að lita á tölurnar i þeim sem bráðabirgðatölur. Af þeim sökum verður
umfjöllun um þær hér af skornum skammti.
Fram kemur að árið 1983 var heildarfjöldi fóstureyðinga 687 og hafði
fjölgað um 74 frá árinu áður. Nemur sú fjölgun 12% á milli ára. Þær
687 fóstureyðingar sem framkvæmdar voru samsvarar þvi að 11,7 af
hverjum 1000 konum 15-49 ára hafi fengið fóstureyðingu árið 1983,
miðað við 10,6 árið áður. Þá hefur hlutfall fóstureyðinga af fæðingum
og hækkað eóa úr 14,1 á 100 fæðingar árið 1982 i 15,7 árið 1983.
Samanburður nokkurra auðkenna kvenna sem fengu fóstureyðingu árið
1983, við fyrri ár, sýnir að hlutur kvenna 24 ára og yngri er enn
að aukast og sama er að segja um hlutdeild ógiftra kvenna, og barn-
lausra, en 1983 voru rúmlega 53% kvenna sem fengu fóstureyðingu undir
25 ára aldri, 59% voru ógiftar konur og 44% barnlausar. Þá var hlut-
fall þeirra sem fengið höfðu fóstureyðingu áður komið i 13,6% árið
1983 en var 11-12% árin næst á undan.
Sem fyrr eru langflestar fóstureyðinga frarakvæmdar innan 12 vikna
meðgöngu eða 95%. Þá halda félagslegar ástæður áfram að vera megin-
forsendur fóstureyðinga eða i 83% tilvika árið 1983. Þetta er að
visu lægra hlutfall en næstu þrjú ár á undan en þvi er við að bæta
að 1983 er hlutfall ótilgreindra óvenju hátt, eða tæplega 8%, og
þarfnast það nánari athugunar. Læknisfræðilegar ástæður voru for-
sendur tæplega 5% fóstureyðinga og bæði læknisfræðilegar og félags-
legar ástæður rúmlega 4% aðgerða en hvoru tveggja er heldur lægra
en árið 1982.
102