Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 109
8. ÚRSKURÐARMÁL O.FL.
Perill umsókna um fóstureyðingu getur orðið með ýmsu móti. 1 lang-
flestum tilvikum er þó svo að kona sem sækir um fóstureyðingu, fær
heimild og fer i aðgerð. En stundum hætta konur vió að fara i fóstur-
eyðingu jafnvel eftir að veitt hefur verið heimild til aðgerðar. Þá
getur konu verið synjað um aðgerð, hún þá hætt við eða áfrýjaó til
nefndar skv. 28. gr.l. 25/1975. Fái nefndin mál til úrskurðar kann
hún að heimila aðgerð eða synja. Þá mæla lögin svo fyrir að öllum
umsóknum \im fóstureyðingu þar sem kona er gengin með fram yfir 16.
viku skuli visa til nefndar, en hún ein getur veitt undanþágu til
fóstureyðingar undir slikum kringumstæðum.
Hér á eftir verður greint frá hlutverki og starfi þessarar nefndar.
Þá verður sagt litillega frá umsóknum um fóstureyðingar sem hætt
hefur verið við eða synjað á Kvennadeild Landspítalans á undanförnum
árum, en þar fer nú fram viðtæk rannsókn á fóstureyðingum, þ.á.m. á
ferli allra umsókna sem þangað berast eins og fram kemur i inngangi
þessarar skýrslu.
8.1. Starf nefndar skv. 28.gr.l.nr. 25/1975. (8)
1 28. gr. laga nr. 25/1975 um fóstureyðingar o.fl. eru ákvæði um
sérstaka nefnd.
"Risi ágreiningur um hvort framkvæma skuli fóstureyðingu
eða ófrjósemisaðgerð, skal málinu tafarlaust visað til
landlæknis og skal hann tafarlaust leggja málið undir
úrskurð nefndar, sem skipuö skal í þeim tilgangi að hafa
eftirlit með framkvæmd laganna.
1 nefndinni skulu eiga sæti 3 menn og jafnmargir varamenn,
einn læknir, einn lögfræðingur og einn félagsráðgjafi og
skulu þeir skipaðir af heilbrigðisráðherra til 4ra ára i
senn. Nefndin skal úrskurða málið innan viku frá þvi að
henni berst þaö i hendur.
Skal nefndinni búin starfsaðstaða og henni jafnframt
tryggður aðgangur aó þeirri sérfræðiþjónustu, sem þurfa
þykir til að leysa þau verkefni sem nefndinni berast."
107