Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 110
í 10. gr. áðurnefndra laga er einnig vikið að starfssviði nefndar
þeirrar sem 28. gr. kveður á um.
"Fóstureyðing skal framkvæmd eins fljótt og auðið er og
helst fyrir lok 12. viku meðgöngutimans.
Fóstureyðing skal aldrei framkvæmd eftir 16. viku meö-
göngutímans, nema fyrir hendi séu ótviræðar læknisfræði-
legar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt i þvi
meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæóingu. Einnig
skal fóstureyðing leyfileg eftir 16 vikur, séu miklar
likur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.
Slikar undanþágur eru aðeins heimilar að fenginni skrif-
legri heimild nefndar, sbr. 28. gr.".
Samkvæmt þessum lagatilvitnunum skal starfa nefnd sem hefur þri-
þætt hlutverk:
hafa eftirlit meó framkvæmd laganna
kveða upp úrskurð i ágreiningsmálum varðandi fóstur-
eyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
fjalla um og kveða upp úr um undanþágur til fóstur-
eyðinga.
Nefndin var fyrst skipuð i september 1975.
Hún hefur fylgst með framkvæmd laganna að þvi leyti að hún hefur
aflað gagna, átt frumkvæði aó fundum, skrifað bréf m.a. til opin-
berra aðila til að árétta framkvæmd einstakra þátta löggjafarinnar
o.s.frv. Meginstarf nefndarinnar, einkum hin siðari ár hefur þó
ve.rið meöferð mála sem nefndin hefur fengið til úrskuróar, bæði
ágreiningsmál og undanþágur varóandi fóstureyðingar og ófrjósemis-
aðgerðir.
Segja má að úrskurðarmálin hafi til þessa næstum eingöngu snúist
um fóstureyóingar. 1 aðeins eitt skipti hefur nefndinni borist
mál vegna ófrjósemisaðgerðar eingöngu. Var þvi vísað frá, þar sem
ekki var um ágreiningsmál að ræða heldur beinlinis sótt um leyfi
til aðgerðar hjá nefndinni. Var það mat nefndarinnar að aðgerð sé
heimil án sérstakrar leyfisveitingar, sé skilyrðum 18. og 19. gr.
laganna fullnægt.
108