Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 113
9. SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNUR LÖND
Fóstureyðing er talin vera ein algengasta læknisaðgerð sem gerð er
í heiminum en um leið ein sú umdeildasta. 1 flestum löndum hafa verið
sett lög eða annars konar reglur um hvort heimila megi fóstureyðingu
eða ekki með eða án skilyrða. Hér fyrir aftan gefur að lita yfirlit
yfir hvernig þessu er háttað i stórum dráttum viða um heim. Þar kemur
m.a. fram að Islendingar búi við svipaða löggjöf og fjórðungur jarðar-
búa en þeirra á meðal eru Finnar, Bretar og Vestur-þjóðverjar.
Þá er greint frá tiðni fóstureyðinga i nokkrum löndum, hlutfalli
þeirra af fæðingum og þungunum. 1 þeim samanburði kemur m.a. fram
aó tiðni fóstureyðinga á íslandi er meó þvi lægsta sem gerist og
af Norðurlöndum er hún lægst hér.
9.1. Alþjóðlegt yfirlit um fóstureyðingalöggjöf■ (26)
Lagaákvæði um fóstureyðingar i hinum ýmsu löndum heims spanna allt
frá þvi að banna fóstureyðingar með öllu til þess að heimila þær
án takmarkana að beiðni hinnar þunguðu konu.
Arið 1982 bjuggu um 10% jarðarbúa i löndum þar sem fóstureyðingar
voru bannaðar án undantekninga og 18% bjuggu i löndum sem heimiluðu
fóstureyóingar eingöngu til að bjarga lifi konunnar. Innan þessara
hópa eru flest múhameðstrúarlönd Asiu, tvö af hverjum þremur landa
Afriku og fimm Evrópulönd, Belgia, Irland, Malta, Portúgal og Spánn.
Um 8% bjuggu við heldur rýmri löggjöf sem leyfði fóstureyðingar af
læknisfræðilegum ástæðum i þvi skyni að vernda heilsu konunnar.
Ennfremur i vissum tilvikum af erfðafræðilegum ástæðum eða vegna
fósturskaða og/eða af siðfræðilegum ástæðum, t.d. vegna nauðgunar
eða sifjaspells.
Fjórðungur jarðarbúa átti heima i löndum þar sem fóstureyðing var
heimiluð af félagslegum ástæðum eingöngu eða ásamt læknisfræðilegum
ástæóum. Er ísland i hópi þeirra landa ásamt Bretlandi, Finnlandi,
Indlandi, Japan, Vestur-Þýzkalandi, auk landa Austur-Evrópu.
111