Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 117
frjósemisaldri fái fóstureyðingu eða að 30 af hverjum 100 þungunum
sem vitað er um endi með fóstureyðingu. Þetta kemur m.a. fram i
ritinu "Induced Abortion, A World Review, 1983" eftir Ch.Tietze,
þar er og undirstrikað að skoða beri þessar tölur með varúð þar
sem þær séu byggðar á misjafnlega traustum áætlunum einstakra landa.
1 riti sinu birtir Tietze fjölþjóðlegt yfirlit yfir fjölda fóstur-
eyðinga sem framkvæmdar eru á grundvelli laga i viðkomandi löndum,
tiðni þeirra o.fl. og er tafla 79. hér fyrir aftan byggð á þvi.
Þar má sjá að tíðni fóstureyðinga er afar misjöfn eftir löndum og
að þrátt fyrir öra fjölgun fóstureyðinga hér á landi á undanförnum
árum er Island með einna lægsta tiðni fóstureyðinga i samanburói
við önnur lönd. Af þvi 21 landi sem tafla 79 nær til er Holland
meó lægsta tióni fóstureyðinga 6,0, þá Vestur Þýzkaland 8,1 og
Skotland 8,3,-og Kanada 11,1 en því næst ísland meó 11,7 fóstureyð-
ingar á .1000 konur á frjósemisaldri (árið 1981) . Fast á eftir Islandi
fylgir Finnland með tiðnina 11,9. Hvað Norðurlöndin snertir er tiðni
fóstureyðinga lægst á íslandi þá i Finnlandi, Noregi (16,4), Sviþjóð
(19,4) og Danmörku (20,7). Athyglisvert er hve há tiðni fóstureyðinga
er á Grænlandi eða 39,8.
I löndum Austur-Evrópu er tiðni fóstureyðinga talsvert hærri en i
löndum Vestur-Evrópu. Er hún hæst i Rúmeniu, 88 fóstureyðingar á
1000 konur 15-44 ára.
115