Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 121
Þegar sótt var um aðgeró samkvæmt lögum þessum þurfti umsækjandi
sjálfur (foreldrar, lögráöamenn eða tilsjónarmenn eftir aðstæðum)
að rita umsókn og fá umsögn læknis um heilbrigðisástand sitt. Um-
sóknin var síðan send landlækni og ráðgjafanefnd hans, sem úrskurð-
aði hvort heimila skyldi aðgerö eða synja.
Hve margar ófrjósemisaðgerðir voru framkvæmdar á grundvelli þessarra
laga er ekki alveg ljóst vegna þess hvernig greint er frá aðgerðum
í Heilbrigðisskýrslum. Þar er að finna upplýsingar um fjölda leyfa
vegna afkynjunar, vönunar, vönunar og fóstureyðingar og fóstureyðingar
en yfirleitt ekki samsvarandi sundurliðun um framkvæmdar aðgerðir.
A timabilinu 1938-1962 voru veitt samtals 488 leyfi á grundvelli
laga nr. 16/1938 þar af voru framkvæmdar alls 420 aðgerðir. Af þeim
488 leyfum sem áður gat, voru 426 vegna vönunar (þ.a. 11 karlar) og
9 vegna vönunar eða fóstureyðingar.
Arið 1963 voru veitt 71 leyfi en ekki er þess getið i Heilbrigðis-
skýrslum hve margar aðgeröir fóru fram eða um hvaða aðgerðir var
að ræða.
A árunum 1964-1970 voru veitt 118 leyfi til vönunar eða vönunar og
fóstureyðingar en af þeim voru 100 framkvæmdar.
Arin 1971 til 1974, sem er siðasta heila árið sem ofangreind lög
eru i gildi (að undanskildu ákvæði 1. nr. 16/1938 um afkynjanir)
voru framkvæmdar samtals 193 ófrjósemisaðgerðir, þar af 38 vegna
1. nr. 38/1935 en 160 vegna 1. nr. 16/1938 eftir þvi sem fram
kemur i Heilbrigðisskýrslum.(16)
10.3. Aðgerðir skv. 1. nr. 25/1975
1 mai 1975 öðluðust ný lög um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir
gildi og skv. þeim er ófrjósemisaðgerð heimil að ósk viókomandi,
sé hann/hún fullra 25 ára og óski eindregið og að vel ihuguðu máli
eftir þvi og ef engar læknisfræðilegar ástæður eru til staðar, sem
mæli gegn aðgerð. (sjá nánar III. kafla 1. nr. 25/1-975, blsl48).
A árinu 1975 fjölgaði aðgerðum mjög frá þvi sem áður var, en 201
ófrjósemisaðgerð var framkvæmd á konum það ár skv. Heilbrigðis-
skýrslum. Er þar ekki getió um að karlar hafi gengist undir slika
aðgerð það ár.
119