Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 125
11. RAÐGJÖF OG FRffiÐSLA
Eins og heiti laga nr. 25/1975 "um ráðgjöf og fræðslu varðandi kyn-
lif og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir" ber
með sér skipa ákvæði um ráðgjöf og fræðslu veigamikinn sess i lögunum.
Þar er i fyrsta kafla kveðið á um að veita skuli aðstoð eftir þvi
sem við á, sem hér segir:
1. Fræðslu og ráógjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun
beirra.
2. Ráðgjöf fyrir fólk, sem íhugar að fara fram á fóstur-
eyðingu eða ófrjósemisaðgerð.
3. Kynlífsfræðslu og ráðgjöf og fræðslu um ábyrgð foreldra-
hlutverks.
4. Ráðgjöf og fræðslu varðandi þá aðstoð sem konunni stendur
til boða i sambandi við meðgöngu og barnsburð.
Þá eru ákvæði um að ráðgjafarþjónustuna eigi að veita á heilsugæslu-
stöðvum og sjúkrahúsum og megi hún vera í starfstengslum við mæðra-
vernd, kvensjúkdómadeildir, geðvernd, fjölskylduráðgjöf og félags-
ráðgjafaþjónustu. Ennfremur að læknar, félagsráðgjafar, ljósmæður,
hjúkrunarfólk og kennarar skuli sinna þessari ráðgjöf eftir þvi
sem þörf krefur. Yfirumsjón með framkvsemd og uppbyggingu ráðgjafar-
þjónustunnar hafi landlæknir.
1 lögunum er jafnframt kveðið á um að fræðsluyfirvöld skuli veita
fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífsins á skyldunámsstigi i skólum
landsins sem og á öðrum námsstigum.
Ráðgjafar um kynlif og barneignir getur verið þörf af ýmsu tilefni
og þvi er ekki óeðlilegt að gert sé ráð fyrir að hún fléttist inn i
starf hinna mismunandi aðila á heilbrigðissviðinu eins og lögin
kveða á um.
Ljóst er að aðstæður til ráðgjafarþjónustu eru með ýmsu móti á
landinu og i þessu tilliti sem mörgu öðru er betur búið að fólki
i þéttbýli en dreifbýli. Þó er rétt að benda á að samkvæmt lögum
um heilbrigðisþjónustu nr. 59/1983 er eitt af aðalviófangsefnum
heilsugæslustöðva, heilsuvernd þ.m.t. heilbrigðisfræðsla i fyrir-
byggjandi tilgangi, kynsjúkdómavarnir og félagsráðgjöf. Uppbygging
heilsugæslustöðva vitt og breytt um landið ætti að auðvelda fólki
aðgang að ráðgjöf um kynlif og barneignir. Hins vegar er spurning
123