Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 127
11.2. Ráógjðf fyrir fólk sem ihugar fóstureyóingu eða ófrjósemis-
aðqerð.
Ætla má að umsækjendur um fóstureyðingu og/eða ófrjósemisaðgerð fái
einhverja ráðgjöf, þvi að áður en aðgerð fer fram verða þeir að
skrifa undir yfirlýsingu þess efnis, að þeir hafi hlotið fræðslu um
i hverju viðkomandi aðgerð er fólgin og hvaða félagslega aðstoð þeim
stendur til boða.
11.3. Kynlifsfræðsla, foreldrafræðsla og ráðgjöf i sambandi við
meðgöngu og barnsburð.
Við mæðravernd, sem langflestar ófriskra kvenna njóta gefst kostur á
ráðgjöf ef þurfa þykir. Eitt af hlutverkum hjúkrunarfræðinga sem
sinna ungbarnaeftirliti í heimahúsum fyrstu vikurnar eftir barnsburð
er að koma fræðsluefni um getnaðarvarnir á framfæri við viðkomandi
mæður þannig að þær hafi kynnt sér það áður en þær koma i eftirskoðun.
Vitað er að þannig er staðið að málum að hálfu Heilsuverndarstöðvar-
innar i Reykjavik og heilsugæslustöðva i borginni, en upplýsingar
skortir um hvort svo sé ekki viðar.
A siðustu árum hefur foreldrafræðsla eflst og hafa verið haldin nám-
skeið fyrir verðandi foreldra á Fæðingarheimili Reykjavikur, Heilsu-
verndarstöðinni og göngudeild Kvennadeildar Landspitalans. Slik nám-
skeið hafa og verið haldin á vegum Heilsuverndarstöðvar Akureyrar og
ef til vill viðar.
Þá má geta þess, aó út er kominn bæklingurinn "Faóir, móðir, barn",
sem Jafnréttisráð gefur út og ætlað er að fræða verðandi foreldra um
foreldrahlutverkið og þá sérstaklega þátt feðra i umönnun og uppeldi
barna. Verður bæklingnum dreift m.a. á heilsugæslustöðvar.
1 undirbúningi er að setja af stað fræðslu um kynlíf, meðgöngu o.fl.
fyrir konur á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspitalans en visir
að slikri fræðslu hefur farið fram á Fæðingarheimilinu. Vinna læknir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur að gerð efnis og verða myndbönd notuð
i þessu skyni. Verður væntanlega mögulegt að koma þvi efni á framfæri
víðar, þegar mótun þess er lokið.
125