Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 129
11.5.
Kynfræðsla á qrunnskólastigi■ (17)
I óbirtri greinargerð Hrólfs Kjartanssonar fulltrúa i menntamála-
ráðuneytinu um "stöðu kynfræðslu á grunnskólastigi" og skrifuð var
i lok árs 1983 segir m.a.:
"Um það leiti sem lögin um fóstureyðingar voru sett var
þegar hafinn undirbúningur að aukinni kynfræðslu í grunn-
skólum. Við framhald þeirrar vinnu hefur verið tekið tillit
til ákvæða í grunnskólalögum frá 1974, laganna um fóstur-
eyðingar og ófrjósemisaögerðir frá 1975, laga um jafnrétti
karla og kvenna frá 1976 og laga um varnir gegn kynsjúkdómum
frá 1978. Við skipulagningu kynfræðslu á grunnskólastigi
hefur verið haft fullt samráð við skólayfirlækni á meðan
hann starfaði.
Við framkvæmd fyrrgreindra áætlana er við það miðað að veita
sem heildstæðasta fræöslu um allar hliðar kynferðismála og
stefnt að því að nemendur öðlist þekkingu og skilning á líkam-
legum, siðrænum, tilfinningalegum og félagslegum þáttum. 1
upphafi þótti heppilegt að tengja kynfræðslu einstökum náms-
greinum og kemur hún einkum fram í líffræði, samfélagsfræði,
kristinfræði og heimilisfræði."
1 greinargerðinni kemur og fram, að sá timi sem ætlaður er til kyn-
fræðslu hefur margfaldast á undanförnum árura og dreifast hinir ýmsu
þættir kynfræðslunnar á námsárin en áherslan er lögð á 11-14 ára
aldur nemenda eða kynþroskaskeiðið.
Þá hefur það efni sem beinlinis er ætlað til kynfærðslu einnig stór-
aukist. Námsgagnastofnun hefur annast útgáfu námsefnis sem samið
hefur verið á vegum skólarannsóknardeildar auk þess sem stofnunin
býður fram ýmiss önnur náms- og kennslugögn fyrir kynfræðslu.
Enn mun eitthvað skorta á að þetta nýja námsefni sé komið i alla
skóla en samkvæmt könnun sem gerð hefur verið á útbreiðslu námsefnis
i liffræði má ætla að kynfræðslan i liffræði nái nú til allflestra
grunnskólanema, sem hún er ætluð.
Þó nýtt námsefni sé jafnan kynnt á námskeiðum og fundum með kennurum
telur Hrólfur að gera þurfi átak i að fylgja nýju efni um kynfræðslu
eftir i skólum með námskeiðum fyrir kennara, leiðbeiningu og aðstoð.
127