Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 130
11.6. Kynfræðsla i framhaldsskólum.
I grunnskólum fer fram skipuleg kynfræðsla en slíku er ekki til að
dreifa i framhaldsskólunum, þar sem hverjum skóla er nánast i sjálfs-
vald sett hvernig þar er haldið á máliam. Er það þvi komið undir
stjórnendum og kennurum viðkomandi skóla hvort t.d. kynfræðsla er
felld inn i námið eða ekki og ef svo er með hvaða hætti. Þvi miður
skortir upplýsingar um hvernig að þessu er almennt staðið en ætla
má að nokkur kynfræðsla fari fram a.m.k. innan liffræðikennslunnar.
Fyrir kemur að fengnireru utanaðkomandi aðilar til að fjalla um
afmarkað efni, má þar nefna læknanema sem heimsótt hafa framhalds-
skólana undanfarna vetur með fræðslu um kynsjúkdóma og getnaðarvarnir.
Æskilegt væri aó fá fram yfirlit um hver staða kynfræðslu er i reynd
i framhaldsskólunum.
11.7. Kynfræðsla i námi kennara og heilbrigóisstétta.
"Að ráðgjafarþjónustunni (um kynlif og barneignir) skulu starfa
læknar, félagsráðgjafar, ljósmæður, hjúkrunarfólk og kennarar"
segir í 4. gr. laga nr. 25/1975. Af því má ljóst vera mikilvægi þess
að ofangreindar starfsstéttir fái undirbúning í sínu námi til að geta
siðan tekist þetta verkefni á hendur.
Lausleg athugun gefur til kynna að kynfræðsla i einhverri mynd sé
fastur liður i námi lækna, félagsráðgjafa, ljósmæðra, hjúkrunarfólks
og kennara en mismunandi er hvernig að henni er staðið eftir þvi
hvaða hópur á í hlut. Virðist umfjöllun um kynfræðslu fara heldur
vaxandi.
Uppeldis- og kennslufræði er að vonum umfangsmikil í almennu kennara-
námi en hún kemur einnig við sögu i námi i hjúkrun, félagsráðgjöf og
i 1jósmæðranámi.
Almennt nám ofangreindra aðila og sérstök umfjöllun um kynfræðslu,
uppeldis- og kennslufræði ættu að veita þeim gott veganesti til
starfa á sviði ráðgjafar og fræóslu um kynlif og barneignir. En
alltaf má betur gera og vafalaust væri þarft að gera undirbúninginn
fyrir fræðslu- og ráðgjafarhlutverkið, sem margra býður, markvissari.
128