Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 132
hreyfingin m.a. fram kröfur um frjálsar fóstureyðingar, betri getnaðar
varnir og meiri og betri fræöslu í kynferðismálum. Um svipað leyti eða
í lok árs 1970 er hafist handa um endurskoðun þágildandi laga um
fóstureyóingar, en ný lög tóku þó ekki gildi fyrr en i maí 1975. Með
þeim var heimildin til fóstureyðinga rýmkuð og aðgeró nú leyfð af
félagslegum forsendum eingöngu jafnt sem læknisfræðilegum. Ennfremur
var heimild til ófrjósemisaðgerða rýmkuð. Eins og áöur gat hafði
fóstureyðingum tekið aö fjölga mjög undir 1970 og varð framhald á því
á meðan á endurskoðun laganna stóð. Er liklegt að þjóðfélagsumræðan og
væntingar um rýmri löggjöf hafi ýtt undir þessa þróun sem hélt siðan
áfram eftir gildistöku laganna. Þaó litur þvi út fyrir að bæði 1935 og
1975 hafi fóstureyðingalögin frekar verið afleiðing en orsök þróunar,
sem þegar var hafin.
Erfitt er að meta bein áhrif núgildandi löggjafar á fjölgun
fóstureyðinga hér á landi, en fram hjá þvi verður ekki litið aö frá
1976-1983 voru framkvæmdar rúmlega 4200 fóstureyðingar, samanborið við
tæplega 2900 fóstureyðingar á gildistima hinna eldri laga 1935-1975,
langflestar á grundvelli ákvæða um félagslegar forsendur sem voru
helstu nýmæli laganna. Félagslegar forsendur komu einnig viö sögu áöur
en nýju lögin tóku gildi. Þó fóstureyðing hafi jafnan verið heimiluð af
læknisfræðilegum ástæðum var algengt að taka jafnframt tillit til
félagslegra aóstæðna konunnar eftir þvi sem fram kemur i
Heilbrigðisskýrslum. Þvi má spyrja hvort þau miklu umskipti sem
virðast verða á forsendum fóstureyðinga við lagabreytinguna þ.e. frá
læknisfræðilegum til félagslegra séu eins mikil og tölurnar viróast
gefa til kynna. Ennfremur skal á það bent að mat manna á þvi hvaó
telst félagslegt eða læknisfræðilegt breytist með timanum. Þaó sem
áöur taldist læknisfræðilegt telst ef til vill i dag félagslegt.
Eins og 1935 er ekki vitað hvort eða hve margar ólöglegar
fóstureyöingar voru gerðar né i hvaða mæli konur sóttu til útlanda i
fóstureyóingu áður en lögin voru rýmkuó. Þess má geta aó við umræður
um frumvarp til fóstureyðingalaga á Alþingi 16. april 1975 kom fram i
máli Magnúsar Kjartanssonar, að á siðustu fimm árum (þ.e. 1970-1974)
hafi 115 islenskar konur fengió fóstureyðingu i Bretlandi (Alþ.tið.
1974-'75, bls. 2963). Þaö er þvi liklegt aó rekja megi eitthvað af
fjölgun fóstureyóinga frá 1975 úr fyrrgreindum áttum.
130