Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Side 137
ævi hverrar konu er nú 2,4 (1976-1980) en var 4,2 árin 1956-1960.
Þetta kemur m.a. fram i grein eftir Gunnlaug Snædal og fleiri i 2.
tbl. Læknablaðsins árið 1983. Þar kemur og fram, að bent hafi verið á
"að minnki frjósemin mikið meira þá hætti þjóðinni að fjölga, til
lengri tima litið, en vegna aldursskiptingar þjóðarinnar nú getur
verið aó svo verði þó ekki fyrr en um miðja næstu öld". Helstu ástæóur
þessarar minnkandi frjósemi eru taldar vera aukin notkun getnaðarvarna
eins og pillunnar og lykkjunnar, fóstureyöingar, nám og vinna kvenna,
mismunandi vinsældir hjúskapar og óvigðrar sambúðar, viðhorf fólks til
barneigna og efnahagsástand. I greininni segir einnig að "ef frjósemi
áranna 1956-1960 hefói haldist óbreytt ættu nú að fæðast árlega um
7300 börn en þau urðu árið 1981 aðeins tæplega 4500". Það ár voru
framkvæmdar um 600 fóstureyðingar, sem svarar til um fimmtungs af
þeirri fjölgun sem ekki varð. Miðað við sömu forsendur nemur fækkun
fæðinga á timabilinu 1961-1981 um 30 þúsund börnum. Á þvi timabili
voru geröar rúmlega 4500 fóstureyðingar hér á landi.
Framkvæmd laganna.
Með núgildandi lögum um fóstureyðingar eru sett skilyrði fyrir þvi að
heimila megi fóstureyðingu. Hér er þvi ekki um frjálsar fóstureyðingar
að ræða. Meðal þess sem vegur hvað þyngst eru forsendur umsóknar og
lengd meðgöngu.
Lögin kveða á um aó fóstureyðing fari fram sem fyrst á meðgöngu-
timanum og helst innan tólf vikna meðgöngu. I reynd eru langflestar
fóstureyðinga gerðar innan þessara marka eða 97% (sé ótilgreindum
sleppt). Þá kveða lögin skýrt á um að eftir 16. viku meðgöngutimans
megi eingöngu heimila fóstureyðingu af læknisfræðilegum ástæðum og með
skriflegu samþykki nefndar (skv. 28. gr. 1. nr. 25% 1975).
Háttaði svo til i þeim 36 fóstureyðinga sem framkvæmdar voru eftir 16
viku meógöngu árin 1976-1983. Lögin eru hins vegar næsta óljós varóandi
fóstureyðingar á 13.-16. viku meðgöngutimans. Fyrirliggjandi gögn sýna
að á timabilinu 1976-1983 voru framkvæmdar 105 fóstureyóingar hjá konum
sem gengnar voru með i 13-16 vikur. Komu þar bæði félagslegar og
læknisfræóilegar ástæður við sögu, eingöngu læknisfræóilegar ástæður i
27 aðgerða, eingöngu félagslegar i 59, og bæði læknisfræðilegar og
135