Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 139
I greinargerð með frumvarpinu sagði m.a. varðandi orðalag 9. gr.
"... nefndin álitur að oftast sé reynt að skýra orðalag á vægari
veginn og einnig álitur nefndin að allar huglægar skýringar séu mjög
háðar áliti almennings i landinu eins og það er á hverjum tima. Hin
mikla aukning fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða hin siðari ár verður
vart skýrð á annan hátt en þann, að þar endurspeglist vilji almennings
til meira frjálsræóis i þessum efnum" (Alþ.tíð. 1974-1975, þingskjal
233). Og siðar sagði m.a. i greinargerðinni i athugasemdum með 9. gr.
"að fóstureyðingar skuli heimilar af félagslegum ástæóum einum saman
þ.e. ef ætla má að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar
nánustu óbærileg vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna. Til nánari
skýringar voru siðan talin upp nokkur atriði sem taka skal tillit til
við mat á aðstæðum. Var þar ekki um tæmandi talningu að ræða eins og
glöggt má greina sbr. ákvæði d)liðs".
í framsögu sinni með frumvarpinu i janúar 1975 sagði Matthias
Bjarnason þáverandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra m.a. að d) liður
1. tl. 9. gr. ætti "að veita nauðsynlegt svigrúm til aó hægt sé aó
taka til greina sérstakar aðstæður sem alltaf geta verið fyrir hendi
og ekki eru hér upp taldar". (Alþ.tíð. 1974-1975, bls. 1403).
1 umræðunum sem urðu um 9. gr. kom sú skoðun glöggt fram i máli
þingmanna að ákvæðin byðu upp á rúma túlkun og gat Magnús Kjartansson
þess að yrði 9. gr. frumvarpsins að lögum væri verið að samþykkja mjög
almennar reglur og væri hægt að heimfæra svo til hvaða tilvik sem er
undir þær. Það yrói nánast mat þeirra sem ættu að framkvæma reglurnar
sem réði. (Alþ.tíð. 1974-1975, bls. 1407). Annar þingmaóur, Gunnlaugur
Finnsson, taldi að meö ákvæðunum væri "heimildin (til fóstureyðingar)
opnuö upp á gátt". (Alþ.tið. 1974-1975, bls. 3021).
I máli Sigurlaugar Bjarnadóttur kom fram að hún taldi d) lið svo
teygjanlegt ákvæði "og óljóst að erfitt verði í mörgum tilvikum að
meta hvort aðstæóurnar eru sambærilegar eða ekki". Taldi hún að "þetta
ákvæði geti haft i för með sér á viðkvæmu stigi málsins þref og þras
sem geti haft óæskileg og tefjandi áhrif á afgreiðslu málsins".
(Alþ.tíð. 1974-1975, bls. 2980).
1 umræðum var og vitnaó til umsagnar stjórnar Læknafélags Islands um
frumvarpið, þar sem m.a. kom fram eftirfarandi: "Félagslegar ástæður eru
137