Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 140
teyjanlegt hugtak og þvi þýðingarmikió að tilgreint sé sérstaklega þaó
sem leggja ber áherslu á. Hins vegar er með d)lið þessarar greinar
opnuð leió til þess að meta gildar aórar sambærilegar ástæður. Þessi
grein mun i framkvæmd hafa i för með sér mikla rýmkun á heimild til
fóstureyðingar". (Alþ.tið. 1974-1975, bls. 3013).
I neðri deild kom fram breytingartillaga (frá G.F., P.J., L.J. og
K.P.) um aö fella niður d)liðinn. Var hún felld með 26 atkvæðum gegn
11. Þá kom fram breytingartillaga i efri deild (frá ÞGK) um aó fella
niður félagslegar forsendur i 9. gr. Var hún felld með 11 atkvæðum
gegn einu.
Frá þvi núgildandi lög voru sett árió 1975 hefur fjórum sinnum verió
lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum þessum, þar
sem m.a. er lagt til að heimild til fóstureyðingar á félagslegum
forsendum eingöngu veröi felld niður. Tillögur þessar hafa ekki náó
fram að ganga. Flutningsmaóur þeirra var Þorvaldur G. Kristjánsson og
þingin sem hér um ræðir voru, 100., 102., 103. og 105. löggjafarþing.
Fóstureyðingarlögin eru þvi óbreytt frá þvi er þau voru sett 22. mai
1975.
1 umræóum um frumvarpið sem vitnað var til hér framar kom fram samdóma
álit stuðningsmanna, gagnrýnenda og umsagnaraðila um að orðalag ákvæða
1. tl. 9. gr. einkum d)liðs hefði i för með sér mikla rýmkun á heimild
til fóstureyðinga og töldu sumir það af hinu góða en aðrir ekki. Með
samþykkt d)liðarins á sinum tima virðist ákvæðið um félagslegar
forsendur sem eitt af skilyrðum fyrir heimild til fóstureyðinga hafa
takmarkað gildi i reynd. Má sjá þess merki i þvi hve fáum umsóknum um
fóstureyóingu hefur verið synjað eða á bilinu 3-18 á ári á Kvennadeild
Landspitalans árin 1976-1983 (ekki til sambærilegar tölur fyrir aðra
aðgerðarstaði). Og af um 140 málum sem úrskuróar- og eftirlitsnefndin
hefur fengið til meðferðar árin 1975-1983 var synjað um fóstureyðingu
i 24 tilvikum oftast vegna lengdar meðgöngu og að um félagslegar
ástæður var að ræða.
Á bls. 37 er sagt frá athugun á þeim félagslegu ástæðum sem
tilgreindar voru á umsóknum um fóstureyðingar sem heimilaðar voru á
grundvelli d)liðar 1. tl. 9. gr. laganna árið 1981.
138