Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Page 142
Framkvæmd skráningar.
Umsóknarblöðin um framkvæmdar fóstureyðingar eru yfirleitt-nokkuð
vandlega útfyllt en ýmsu er þó ábótavant og eru það gjarnan sömu
atriðin sem verða útundan eða eru vanskráð. Gefur það tilefni til
endurskoðunar á eyðublaðinu og útgáfu leiðbeininga fyrir þá sem skrá
upplýsingarnar.
Þau tólf atriði sem tekin eru til umfjöllunar í athugun Landlæknis-
embættisins á fóstureyðingum 1976-1981 skiluóu sér yfirleitt vel í
skráningunni. Það atriði sem kom lakast út var lengd meðgöngu en færst
hefur i vöxt með árunum að upplýsingar um það vanti. Skorti
upplýsingar um lengd meðgöngu i 4,4% tilvika áðurnefnt tímabil.
Eins liðs á umsóknarblaðinu skal hér getið sérstaklega með tilliti til
skráningar. 1 lið 41 á bls. 4 á umsóknarblaðinu ber lækni eða félags-
ráðgjafa að merkja við forsendur umsóknar þ.e. félagslegar a), b), c)
eða d), læknisfræðilegar a), b), eða c) eða vió nauðgun. Er þessi
merking byggð á forsendum sem tilgreindar eru í greinargerðum á
umsóknarblööunum. Fram kemur að d)liður félagslegra ástæðna er sá sem
mest er merkt við en hann einn kemur við sögu í 55% tilvika timabilið
1976-1981. Eins og áður getur vekur þessi niðurstaða ýmsar spurningar
um d)liðinn, m.a. hvort ekki sé þörf á að skilgreina hann nánar i
lögunum eða gefa honum undirflokka á eyðublaóinu. Einnig hvort
tilhneyging sé til að flokka forsendur undir d)lið, sem ættu að
flokkast annars staðar. Er ljóst að brýna þarf fyrir þeim, sem hafa
með umsóknarblöðin aö gera að vanda vel útfyllingu þeirra.
Öfrjósemisaðgerðir.
Akvæói um fóstureyðingu og ófrjósemisaðgerð hafa verið felld saman i
löggjöf allt frá árinu 1935. Með lögum nr. 25/1975 var heimild til
fóstureyðingar ekki aóeins rýmkuð heldur og heimild til
ófrjósemisaógerðar eins og áóur gat. Er ófrjósemisaðgerð nú heimil að
ósk viðkomandi sé hann eða hún fullra 25 ára og læknisfræðilegar ástæöur
mæli ekki gegn aðgerð. Hefur ófrjósemisaðgerðum fjölgað mjög í kjölfar
þessara nýju laga, en frá 1975-1983 hafa yfir fjögur þúsund konur
140