Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1985, Síða 152
6
31. gr.
1. Læknir, sern framkvæmir fóstureyðingu eða ofrjósemisaðgerð, án þess að full-
nægt sé skilyrðum 9., 10. eða 18. gr., skal sæta varðhaldi eða fangelsi allt að
2 árum, nema Iiærri refsing liggi við samkvæmt almennum hegningarlögum.
Ef ríkar málsbadur eru fvrir liendi, má beita sektum. Hafi verkið verið frami*
án samþykkis konunnar, skal refsing vera fangelsi ekki skemur en 2 ár, og allt
að 12 áruin.
2. Læknir, sem framkvæmir fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð án þess að full-
nægt sé skilyrðum II., 12., 13., 19. eða 21. gr„ skal s;eta sektiun, nenia hærri
refsing liggi við samkvannt alniennum hegningarlögum.
.3. Læknir, sem framkvæmir fóstiirevðingu eða ófrjósemisaðgerð án þess að full-
nægt sé skilyrðum 15. eða 23. gr., skal sa'ta sektum.
4. Framkvæmi aðrir en læknar aðgerðir samkvæml lögmn þessum, skuhi þeir
sæta fangelsi allt að 4 árum, nema liærri refsing liggi við samkvæmt almenn-
um hegningarlögum. Hafi verkið verið framið án samþykkis konunnar, skal
refsing vera fangelsi ekki skemur en 2 ár, og allt að 12 árum.
5. Hlutdeildarmönnum skal refsað samkvæmt 1. og 4. tl. þessarar greinar.
Gáleysisbrot eru refsilaus samkvæmt lögum þessum.
32. gr.
Ákveða skal með reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara
33. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Við gildistöku þessara laga falla niður lög nr. 38/1935, um leiðbeiningar fyrir
konur um varnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstureyðingar, og lög nr.
16/1938, um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma eiga i veg
fyrir að það auki kyn sitt. Akvæði 1. nr. 16/1938 um afltynjanir halda þó gildi sinu.
(1 jört i ReijUjavik 22. rnní 1975.
Kristján Eldjárn.
(L. S.)
Matthias Bjarnason.
150