Leikhúsmál - 01.06.1950, Side 14

Leikhúsmál - 01.06.1950, Side 14
14 Leikhúsmál Kgl. hárgreiðslukona frú Kristólína Kragh við vinnu sína í leikhúsinu. Eflaust munu ýmsir láta sér fátt um finn- ast, enda því vanastir að kalla ekki allt ömmu sína, þeir hrista höfuðið eins og þeir vildu segja: íslenzkur iðnaður! Hinir munu þó fleiri, sem viðurkenna að íslenzk leiklist sé komin til furðumikils þroska, og að sýningar þessar hafi verið leikhúsinu til sóma — án þess að gleyma þeim skorðum sem fámenni og illur aðbúnaður hafa löngum sett hinni göfugu listgrein á landi hér. íslenzk leiklist er ung að árum, jafnvel þótt leikið hafi verið síðan á átjándu öld, hún er skilgetið barn okkar aldar. Ártöl mætti nefna: Stefanía Guðmundsdóttir lék fyrsta hlutverk sitt árið 1893, en Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 1897, þá er iðnaðar- menn reistu hús sitt við tjörnina. En Leik- félagið fór hægt af stað og sýndi aðeins létt- væga söngleika hin fyrstu ár; smám saman urðu leikararnir samæfðari og samstillari, þeir settu markið hærra, og þá fyrst verður til leiklist á íslandi í eiginlegri merkingu orðsins. Nokkrir mikilhæfir leikendur störf- uðu í hinu merka félagi allt frá fyrstu árum, og má enn líta tvo þessara ágætu brautryðj- enda á sviði Þjóðleikhússins, Friðfinn Guð- jónsson og Gunnþórunni Halldórsdóttur. í dag er þeirra manna og kvenna með miklu þakklæti minnst, sem fórnuðu leiklistinni kröftum sínum og tómstundum, en hl’utu fátt í aðra hönd nema ánægjuna af vel unnu verki- á herðum þeirra stendur leiklist dkkar um og draumum, og þó framar öllu okkur sjálfum, og ganga þaðan víðsýnni og djarf- ari en áður. En er ekki leikmennt okkar of fátækleg og hjálparvana enn sem komið er? Eru leik- ararnir íslenzku vaxnir þeim mikla vanda sem stofnun Þjóðleikhússins leggur þeim á herðar? Spurningum þessum hafa leikar- arnir svarað, svör þeirra eru sjónleikarnir þfír, sem sýndir voru á vígsluhátíð leikhúss- ins, „Nýársnóttin11, „Fjalla-Eyvindur“ og loks „íslandsklukkan“. Starfsmenn hins nýja leik- húss: lágu ekki á liði sínu, heldur lögðu dag við nótt, það var hlutverk þeirra að sýna þjóðinni allri hvers þeir orkuðu og hvers af þeim megi vænta á komandi árum.. Allir tóku þátt í þessum leikum, frægir leikarar og óþekktir, þeir elztu sem þeir yngst'u; og það er áhorfendanna að dæma. Ljósaborðið. Mr. Boundy til hægri; Kristinn Ijósameistari til vinstri.

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.