Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 14

Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 14
14 Leikhúsmál Kgl. hárgreiðslukona frú Kristólína Kragh við vinnu sína í leikhúsinu. Eflaust munu ýmsir láta sér fátt um finn- ast, enda því vanastir að kalla ekki allt ömmu sína, þeir hrista höfuðið eins og þeir vildu segja: íslenzkur iðnaður! Hinir munu þó fleiri, sem viðurkenna að íslenzk leiklist sé komin til furðumikils þroska, og að sýningar þessar hafi verið leikhúsinu til sóma — án þess að gleyma þeim skorðum sem fámenni og illur aðbúnaður hafa löngum sett hinni göfugu listgrein á landi hér. íslenzk leiklist er ung að árum, jafnvel þótt leikið hafi verið síðan á átjándu öld, hún er skilgetið barn okkar aldar. Ártöl mætti nefna: Stefanía Guðmundsdóttir lék fyrsta hlutverk sitt árið 1893, en Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 1897, þá er iðnaðar- menn reistu hús sitt við tjörnina. En Leik- félagið fór hægt af stað og sýndi aðeins létt- væga söngleika hin fyrstu ár; smám saman urðu leikararnir samæfðari og samstillari, þeir settu markið hærra, og þá fyrst verður til leiklist á íslandi í eiginlegri merkingu orðsins. Nokkrir mikilhæfir leikendur störf- uðu í hinu merka félagi allt frá fyrstu árum, og má enn líta tvo þessara ágætu brautryðj- enda á sviði Þjóðleikhússins, Friðfinn Guð- jónsson og Gunnþórunni Halldórsdóttur. í dag er þeirra manna og kvenna með miklu þakklæti minnst, sem fórnuðu leiklistinni kröftum sínum og tómstundum, en hl’utu fátt í aðra hönd nema ánægjuna af vel unnu verki- á herðum þeirra stendur leiklist dkkar um og draumum, og þó framar öllu okkur sjálfum, og ganga þaðan víðsýnni og djarf- ari en áður. En er ekki leikmennt okkar of fátækleg og hjálparvana enn sem komið er? Eru leik- ararnir íslenzku vaxnir þeim mikla vanda sem stofnun Þjóðleikhússins leggur þeim á herðar? Spurningum þessum hafa leikar- arnir svarað, svör þeirra eru sjónleikarnir þfír, sem sýndir voru á vígsluhátíð leikhúss- ins, „Nýársnóttin11, „Fjalla-Eyvindur“ og loks „íslandsklukkan“. Starfsmenn hins nýja leik- húss: lágu ekki á liði sínu, heldur lögðu dag við nótt, það var hlutverk þeirra að sýna þjóðinni allri hvers þeir orkuðu og hvers af þeim megi vænta á komandi árum.. Allir tóku þátt í þessum leikum, frægir leikarar og óþekktir, þeir elztu sem þeir yngst'u; og það er áhorfendanna að dæma. Ljósaborðið. Mr. Boundy til hægri; Kristinn Ijósameistari til vinstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.