Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 49

Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 49
Leikhúsmál 49 mörg aðdáanleg tækifæri til að setja þessa frægu sögu Tolstoy’s á léreftið, og skapa sanna mynd af lífi rússneska háaðalsins á þeim tíma. Allt gat hjálpazt, að, kvikmynda- og leikhústæknin með þennan svipmikla harmleik að bakhjarli. Það er eitthvað nýtt í hverri mynd, sem gerð hefur verið áður í Hollywood, af Önnu Kareninu. Hún hefur yerið gerð að því, sem auglýsendur myndu kalla: „Ódauðleg Ástar- saga“.'Fögur, misskilin kona fær ást á lag- legum liðsforingja. Hún verður að velja á milli hans og einkabarns síns. Með blæðandi hjarta fórnar hún barninu fyrir elskhugann, einungis til að uppgötva, að elskhuginn er að yfirgefa hana og fara í herinn. Svo. fleygir hún sér fyrir járnbrautarlestina. Þannig lék Greta Garbo hlutverkið með mikilfenglegri fegurð, göfgi og tilfinninga- dýpt. Hún var töfrandi sem Anna, en kvik- myndin var ekki Tölstoy. Korda kemst nær Tolstoy. Julien Duviver, sem var leikstjóri, hefur reynt, að nálgast þá þjóðfélagslegu mynd, sem liggur til grundvallar fyrir harm- leiknum Karenin. Handritið er vel gert, og styðst mjög við heiðarlega rannsókn á veru- leikanum. Þó eru gallar myndarinnar að sumu leyti handritinu að kenna, sumu leyti leikendum og leikstjórn. Gallar Önnu eru gerðir meira áberandi en kostirnir, og það verður erfitt, að hafa samúð með ungri konu, sem ekki aðeins yfirgefur eiginmanninn,- heldur hlakkar og yfir óför- um hans; tekur svo son mágkonu sinnar fyrir elskhuga, er dálítið uppstökk, og fellur svo í svörtustu sjálfsásakanir, þegar hún finnur að hún hefur fallið í áliti hjá aðlinum, og sem að lokum hrekur elskhugann frá sér með stöðugu nöldri. Vivien Leigh er mjög fögur sem Anna, en henni tekst ekki áð blása verulegu lífi í per- sónuna, annars er erfitt að sjá, hvernig hún hefði getað orðið, sem þessi gáfaða, blíðlynda aðalpersóna harmleiksins með betri leikstjórn. Anna Tolstoy’s hefur mikla reisn, en frú Leigh hefur ekkert nema dálitla persónu- lega töfra. Kieron Moore, sem leikur Wronski, er hvort Til vinstri: Yngvi Thorkellsson með Ijósa- og tjaldamenn leiksviðsins. tveggja, of drengjalegur og óreyndur leikari fyrir hlutverkið. — Erfitt er að skilja fyrir hverju Anna gengst. Hann hefur ekki verið nógu lengi á léreftinu. til að geta lært að út- skýra skapgerðarhlutverk. Sumt má skrifa á hans reikning, sumt á reikning leikstjórans, Duviver’s, sem annaðhvort hefur ekki getað, eða viljað hjálpa honum. Undir slíkum kringumstæðum hefur það verið auðvelt fyrir Ralph Richardson að gera sig gildandi í myndinni, sem Karenin greifi, þó að hlutverk hans sé illa skrifað. Hann er látinn koma of seint inn í myndina, og það nálgast algert hirðuleysi, hvernig skilið er við hann löngu fyrir leikslok. En í þessum stuttu atriðum, sem hann hefur til umráða, tekst Richardson að draga upp í fáum, skýr- um dráttum, ógnþrungna og hrífandi, djúpt hugsaða persónu. Hann er ekki hinn venju- legi svikni eiginmaður, heldur maður, sem elding harmleiksins hefur klofið í herðar niður. Það, sem kemur Kareninu á kné, er ekki vissan um það, að hafa misst konuna sína, heldur vissan um það, að hann muni aldrei geta skilið hvers vegna hann missti hana. Þetta er þýðingarmikið aðalatriði, og krefst mikils leikara að geta sýnt þetta, og að hafa fundið þann, sem gat það, er höfuðkostur kvikmyndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.