Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 2

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 2
Um leið og þetta leikhúsblað hefur göngu sína, hefur þess verið óskað, að ég fylgdi því úr hlaði með nokkrum orðum. Mér er þetta bœði skylt og Ijúft, þar sem segja má, að það sé beint áfram- hald af tímaritinu „Leikhúsmál", sem ég gaf út og var ritstjóri að á árunum 1940—50. Það var hið fyrsta málgagn leikara og leiklistar á íslandi. í öllum menningarlöndum hafa slík blöð unnið mikið og þarft verk. Stutt störf leikhús- anna, unnið að áhugamálum leikaranna, og að ýmsu öðru leyti rutt brautina til aukins skilnings almennings á hinum miklu menningarverðmœtum þessarar listar. Þetta á líka að verða hlutverk þessa blaðs. Það á að verða einn þátturinn í leikmennt og leikstarfsemi á íslandi. Allur almenningur á þessu landi ann leiklistinni og hefur því mikinn áhuga fyrir leiksýningum. Lýsir það sér á margan hátt. Meðal annars í því, að á fyrsta fjórðungi þessarar aldar var hvergi reist svo samkomuhús til sjávar eða sveita hérlendis, að ekki vœri leiksviði komið fyrir í húsinu. Leiksýningar voru haldnar á hverjum vetri í öllum þessum húsum víðsvegar um land allt. Á síðustu áratugum hefur ást landsmanna á þessari list staðfest þessi um- mœli með byggingu hinna vönduðu og glœsilegu félagsheimila, sem eru risin í tugatali til sjávar og sveita um land allt. Leikrit hafa verið og eru lánuð víðsvegar, aðallega úr Reykjavík, því í öllum þessum húsum eru leiksýningar á vetri hverjum. Þar hefur Þjóðleikhúsið haft sýningar sínar sumar hvert, auk ýmissa annarra leikflokka úr höfuðstaðnum. Þjóðleikhús íslands var stofnað árið 1950, sem kunnugt er. Neyddist ég þá til að hœtta útgáfu á Leikhúsmálum, sem höfðu komið út nokkurnveginn reglu- lega í 10 ár. Hafði það aflað sér mikilla vinsœlda, og fór upplagið sívaxandi. Sem fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og í stjórn þess, sá ég mér ekki fœrt að halda útgáfunni áfram, þar sem blaðið hlaut að gagnrýna leiksýningarnar. Tók ég það allnœrri mér að leggja útgáfu þess á hilluna, en um það var ekki að sakast. Af öllum þeim fyrirspurnum, sem mér hafa borizt um útgáfuna síð- ustu 12 árin, hefur mér orðið það enn Ijósara en áður, hve miklu ástfóstri les- endurnir hafa verið búnir að taka við þetta litla leikhúsblað og ógjarna viljað án þess vera. Lausn á þessu hugðarefni oq vandamáli mínu birtist þó. — Sex mennta- og áhugamenn um þessi mál óska nú eftir að halda útgáfunni áfram. Mér til hugarléttis sá ég nú hylla undir, að áhugamál mitt yrði tekið upp að nýiu. Bauð ég þessum nýju útgefendum að eftirláta þeim nafn míns gamla blaðs, áskrifendaskrá þess og önnur gögn, sem tilheyrðu útgáfunni. Auk þess stuðn- ings annars, sem mér vœri unnt að veita. Var þessu tekið tveim höndum. Um leið og ég óska þessu fyrirtœki alls góðs og mikils gengis, vil ég — þótt seint sé — þakka kaupendum gömlu Leikhúsmála fyrir þann velvilja og áhuga, sem þeir sýndu blaðinu í hvívetna, fyrir skilsemi og mikinn skilning á bví, sem ég var að reyna að gera með útgáfu þessari. Nú vil ég leyfa mér að beina þeirri ósk til minna gömlu áskrifenda, að þessi áhugi þeirra og velvild megi verða hlutskipti þessa nýja blaðs, sem nú hefur göngu slna, og sem útlit er fyrir að vilji taka upp þráðinn, þar sem ég sleppti. Nú er jarðvegur fyrir slíka útgáfu, og öll skilyrði margfalt betri en áður, með þeim fjölda leikhúsa og leiksýninga, sem nú eru komin um allt land. Vildi ég vera þess megnugur, að geta fengið þessu riti þá heimanfylgju í veganesti, sem gerði því fœrt að eyða ýmsri vanþekkingu og hleypidómum. — Mœtti því auðnast að verða happasœll forvörður og leiðbeinandi í leik- menningu þjóðarinnar. Reykjavík í febrúar 1963
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.