Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 5

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 5
l.tbl. l.árg. marz!963 I RITINU ER MEÐAL ANNARS: Um Harald Björnsson og Leikhúsmál ............. 3 Sveinn Einarsson: Andorra og Eðlisfrœingarnir 4 Viðtal við Sigurð Róbertsson .................... 8 Gagnrýnd gagnrýni .............................. 10 Hvernig á gagnrýnandi að vera? (viðtöl) ........ 12 Frumsýningar í Reykjavík (leikdómar) ........... 19 Útvarp: talað mál .............................. 34 Kvikmyndir ..................................... 40 Innlendar fréttir .............................. 42 Leiklist á liðnum árum ......................... 48 Thor Vilhjálmsson: Um Albee o. fl............... 54 LEIKRIT Edward Albee: Saga úr dýragarðinum, þýð.: Thor Vilhjálmsson ............................ 57 LAí'l rtSÁ: ii 248118 ÍSLANDS 0 Til lesenda Jú. Jökull Jakobsson Gunnar Eyjólfsson Edward Albee Kœru lesendur! Margir munu hafa rekið upp stór augu, er þeir fréttu, að leiklistarblaðið „Leikhúsmál" vœri að vakna af hinum 13 ára þyrnirósarblundi sínum. Á öðrum stað gerir Har- aldur Björnsson grein fyrir því, hvers vegna og hvernig svefninn seig á óskabarn hans, og síðan hvernig málum er nú háttað. Um leið og við, sem fengum það tœkifœri að endurvekja það, þökkum auðsýnt traust, gerum við okkur jafnframt Ijóst, að vandi fylgir hverri vegsemd. Vonumst við til að vera þeim vanda vaxnir, þannig að enn megi blaðið dafna og verða þáttur í leiklistarlífi borgarinnar. I fyrsta blaði birtum við frekar efni um það, sem safnazt hefur saman á yfirstandandi leikári, umsagnir og dóma, og er það cerið nokkuð. Einnig birtist fyrsti hluti greinar eftir Sigurð Grímsson um það helzta, sem borið hefur við í leikhúsmálum á þeim árum, sem „Leikhúsmál" lágu niðri. Þykir okkur rétt að slá einhverja brú yfir þetta tímabil. í nœstu heftum mun Haraldur Björnsson einnig birta endurminningar sínar, einn þátt í hverju blaði. Kynn- umst við í þeim þáttum ekki aðeins œvi eins brautryðj- anda íslenzkrar leiklistar, heldur einnig öllu leiklistarlífi á þeim árum. I blaðinu munum við ávallt hafa vissa þœtti um kvik- myndir og útvarpstúlkun. Yfirleitt er œtlunin að birta sem víðtœkast efni um túlkun hins talaða orðs á hvaða sviði sem er. Jafnframt er œtlunin að birta einn einþáttung eða hálft leikrit í hverju hefti. Fyrsti þátturinn er marg- umtalað leikrit en margumtalaðra skálds, Edward Albees, sem nú er að ryðja sér rúm sem fremsta leikritaskáld Bandaríkjanna af yngri kynslóðinni, í ágœtri þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Einnig verða að sjálfsögðu greinar um komandi leik- rit í leikhúsunum, almennar greinar, skemmtigreinar og margt fleira. Einkum þykir okkur akkur í að geta birt grein eftir Svein Einarsson, þann ágœta leikhúsmann, um Andorra og Eðlisfrœðingana. Við munum leggja mikið uppúr því að birta sem mest umsagnir um það, sem er að gerast úti á landsbyggðinni og vœntum þess að njóta góðs samstarfs við leikfélögin víðsvegar um land. Höfum þessa tölu ekki lengri að sinni og vonum, að allir megi hafa nokkra ánœgju af lestri þessa rits. Útgefandi: Leikhúsmál Ritstjórn: Ólafur Mixa (ábm.) Oddur Björnsson Þorleifur Hauksson Framkvœmdastj. Gísli Alfreðsson Klemenz Jónsson Augl. og uppsetning: Garðar Gíslason Ljósmyndari: Andrés Kolbeinsson Heimilisfang: Aðalstr. 18 (Uppsölum) Sími: 35274 Prentsmiðja Jóns Helgasonar Með beztu kveðjum frá ritstjórn. HFORSÍÐUMYNDIN er af Haraldi Björnssyni í hlutverki Eisenrings í leikritinu Bieder- mann og brennuvargarnir, sem leikið var hjá leikflokknum Grímu. Þótti okkur til- hlýðilegt að birta í fyrsta blaði eftir endurnýjun ,,Leikhúsmála" forsíðumynd af stofnanda þess blaðs. Og einkum þótti okkur tilhlýðilegt að birta mynd af þessari leikhúskempu í hlutverki hjá nýjum leikflokki ungs fólks, þar sem hann vann enn einn eftirminnilegan leiksigur, — meðal unga fólksins. Sýnir það, að Haraldur er síður en svo dauður í öllum œðum, heldur má enn búast við, að hann hressi af og til uppá íslenzkt leiklistarlíf. — Sjá grein um Harald á bls. 3. — Myndina tók Andrés Kolbeinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.