Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 12

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 12
Viðtal við Sigurð Róbertsson Okkur fannst til hlýða að hafa hér viðtal við Sigurð Róbertsson rithöf- und og kynna hann lesendum af því tilefni, að œfingum er nú að Ijúka ó leikriti hans, Dimmuborgum, sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu inn- an skamms. Sigurður er mjög af- kastamikill rithöfundur, og er það undravert, þar sem öll ritstörf hans hafa verið unnin í tómstundum fró tímafrekri og oft erfiðri vinnu. — Dimmuborgir munu vera fyrsta leik- rit hans, sem sviðsett er. Sigurður tók viðtalsbeiðninni Ijúfmannlega, og bró ég mér því til hans í heimsókn eitt kvöldið. Þegar við höfðum komið okkur vel fyrir, hófst viðtalið. Hvar ertu fœddur og hvenœr? Ég fœddist 10. janúar 1909 að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Áttirðu lengi heima þar norðan- lands? Ja, norðanlands ótti ég heima allt til 1945, þegar ég fluttist hingað. En ég var lítið heima við eftir 17 óra aldur, þótt ég œtti að heita þar heimilisfastur; ég var í lausamennsku mikið ó þessum slóðum við vega- vinnu, skógarhögg og fleira, sem til féll, en fluttist til Akureyrar um miðj- an fjórða tuginn. Varstu farinn að skrifa á þessum lausamennskuárum? Ég byrjaði nú ekki fyrir alvöru, fyrr en ég var fluttur til Akureyrar. Annars hef ég skrifað svo lengi sem ég man eftir mér, að minnsta kosti hafa mín áhugamál beinzt svo lengi í þá átt, en frumsmlðunum brenndi ég öllum. Árið 1934 samdi ég fyrstu smásöguna, sem lifir eða tórir. Mig minnir, að hún hafi birzt í Nýjum kvöldvökum. Þorsteinn M. Jónsson var svo vingjarnlegur að birta þessi ósköp. Ég hef svo unnið við þetta síðan, eftir því, sem tóm hefur gef- izt til. Fyrsta bókin kom svo út 1938, það var smásagnasafn, Lagt upp í langa ferð, annað safn kom út 1942, Utan við alfaraleið. 1946 og 1949 voru svo gefnar út skáldsögurnar Augu mannanna og Vegur allra vega. Þú hefur samið fleiri skáldsögur, er ekki svo? Jú, það er rétt. Fyrsta skáldsagan var framhaldssaga I Nýjum kvöld- vökum 1940—42. Hún hét Kenni- maður, ég var þá svolítið að kljást við prestana. Svo gaf ég út undir nefninu Álfur Utangarðs gaman- sögurnar Bóndinn í Bráðagerði og Gróðavegurinn 1954 og 56. Hefurðu kannske líka fengizt við Ijóðagerð? Nei, alls ekki — að frátöldum nokkrum kersknivísum, sem ég ort' til kunningjanna, þegar ég var í skóla. Það er allt gleymt. Hvenœr vaknaði svo fyrst áhugi þinn á leikritun? Það er langt síðan. Ég skrifaði smáleikþœtti, þegar ég var innan við tvítugt, og leikrit hafa alltaf verið mitt allra skemmtilegasta lestr- arefni. Ekki hefur leiklistarlífið verið svo blómlegt í Fnjóskadalnum, að það yrði til að vekja þennan áhuga. Ekki var það, nei. Það, sem fyrst og fremst vakti áhuga minn, voru leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, sem ég las um fermingu og voru mér mikill fengur og yndi. Fyrsta leikritið, Maðurinn og hús- ið, sendirðu svo í fyrstu leikritasam- keppni Þjóðleikhússins. Ég man, að Indriði Waage sagði mér, að það þœtti sér gott leikrit. Já, það varð eiginlega hlé á því, að ég sneri mér að leikritun fyrir alvöru. Það var ekki fyrr en ég var erlendis 1946 og 47, að það við- fangsefni greip mig föstum tökum. Hver var tilgangur þeirrar ferðar? Fyrst og fremst sá að víkka sjón- deildarhringinn í tvennum skilningi. Ég var í Kaupmannahöfn lengst af og las bókmenntir til þess að kynn- ast því, sem hœst bar, en vorið 1947 ferðaðist ég um Vestur-Evrópu yfir til Júgóslavíu og dvaldist þar til hausts. Þegar þangað var komið var fjárhagurinn orðinn svo bág- borinn, að ég gerðist aftur lausa- maður og vann við járnbrautarlagnir nokkurn tíma fyrir ferðakostnaði. Þetta er líklega eina samfellda tímabilið, sem þú hefur getað helg- að áhugamálum þínum óskiptur. Já, þetta var mjög ánœgjuleg ferð. Ég skrifaði ekki leikrit þennan tíma, ég lét mér nœgja að lesa og sjá leikrit, en eftir að ég kom heim, fór ég að snúa mér að leikritun, og þegar maður er farinn að fást við þau, er þetta eins og baktería í blóðinu. Nú get ég ekki hugsað mér annað form til að kljást við. Erfitt? Jú, Mér fannst það fyrst 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.