Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 68

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 68
 Jerrí: Nú skal ég segja þér fréttir, eins og þeir segja. Ég sit á þínum dýrmœta bekk, og þú skalt aldrei fá hann aftur. Pétur: (ofsareiður) Heyrðu nú; farðu af bekkn- um mínum. Mér er alveg sama hvort það er nokkurt vit í því eða ekki. Ég vil fá þennan bekk; ég vil að þú farir AF HONUM. Jerrí: (háðslega) Ja - sko .... hver skyldi nú vera brjálaður. Pétur: FARÐU BURT. Jerrí: Nei. Pétur: ÉG VARA ÞIG VIÐ. Jerrí: Veiztu hvað þú ert hlœgilegur núna? Pétur: (hann er alveg á valdi reiðinnar og van- metakenndarinnar) Það skiptir engu máli. (það iiggur við að hann gráti) FARÐU BURT AF BEKKNUM MÍNUM. Jerrí: Af hverju? Þú hefur eignast allt sem þig langar í; þú sagðir mér frá heimili þínu, fjölskyldu þinni og þínum eigin dýragarði. Þú hefur eignast allt, og nú viltu fá þennan bekk. Er það þetta, sem menn eru að berjast út af? Segðu mér Pétur,er þessi bekkur, þetta járn og þetta tré, er það heiður þinn? Er þetta sá hlut- ur í heiminum sem þú myndir berjast út af? Geturðu ímyndað þér nokkuð fáránlegra? Pétur: Fáránlegra? Ég œtla sko ekki að fara að tala við þig um heiður, hvað þá reyna að skýra málið fyrir þér. Auk þess er alls ekki um heiður að rœða; en jafnvel þó svo vœri, þá myndir þú ekki skilja það. Jerrí: (með fyrirlitningu) Þú veizt ekki einu sinni hvað þú ert að segja, er það? Þetta er líklega í fyrsta skipti á œvi þinni sem þú hefur þurft að glíma við eitthvað vandasamara en hella úr koppum fyrir kettina þína. Bjálfinn þinn! Hefurðu enga hugmynd um, órar þig ekki einu sinni fyrir því, hvers aðrar manneskjur þarfnast? Pétur: Jœja kallinn, heyr á endemi; ja þú þarft ekki þennan bekk. Það er eitt sem víst er. Jerrí: Jú; jú, víst. Pétur: (titrandi) Ég hef komið hér árum saman; einmitt á þessum stað hef ég lifað miklar ánœgjústundir, liðið vel. Og það skiptir mann miklu máli. Ég er ábyrgur maður, og ég er FULLORÐINN MAÐUR. Þetta er minn bekkur, og þú hefur engan rétt til þess að taka hann af mér Jerrí: Þá skaltu berjast um hann. Verðu þig; verðu bekkinn þinn. Pétur: Þú hefur knúið mig til þess. Stattu upp, og þú skalt berjast við mig. Jerrí: Einsog karlmanni sœmir? Pétur: (ennþá reiður) Já einsog karlmanni sœm- ir úr því að þú ert staðráðinn í að halda enn áfram að hœða mig. Jerrí: Ég verð að láta þig njóta sannmœlis í einu; þú ert planta, og ég held að þú sjáir ekki langt en ........ Pétur: NÚ ER NÓG KOMIÐ . . . Jerrí: En veiztu það, einsog þeir segja alltaf í sjónvarpinu — veiztu það — og ég meina það Pétur, það er einhver sérstök reisn yfir þér; það kemur mér á óvart .... Pétur: HÆTTU. Jerrí: (stendur letilega á fœtur) Þá segjum við það, Pétur, við skulum berjast um bekkinn, en það er ekki jafnt á komið með okkur (hann tekur Ijótan hníf upp úr vasa sínum og opnar hann með smelli) Pétur: (gerir sér skyndilega grein fyrir alvör- unni) Þú ert brjálaður, þú ert alveg snœldu- þreifandi-vitlaus. ÞÚ ÆTLAR AÐ DREPA M!G. (En áður en Pétur hefur tíma til að átta sig á því hvað eigi til bragðs að taka, kastar Jerrí hnífnum fyrir fœtur Péturs) Jerrí: Hérna þá. Takt'ann upp. Þú hefur hnífinn og þá verður leikurinn jafnari. Pétur: (skelfingu lostinn) Nei! Jerrí: (gengur að Pétri, þrífur í hálsmálið á honum; Pétur stendur upp; andlit þeirra snertast nœstum því) Nú skaltu taka hnífinn upp og berjast við mig. Þú skalt berjast fyrir sjálfsvirð- ingu þína; þú skalt berjast fyrir þennan djöfuls- ins bekk. Pétur: (brýst um) Nei! . . . Slepp . . slepptu mér! Hann .... hjálp! Jerrí: (löðrungar Pétur í hvert skipti sem hann segir berstu) Berstu, rœfils-afturkreistingurinn þinn, berstu fyrir þennan bekk; berstu fyrir páfagaukana þína; berstu fyrir kettina þína; berstu fyrir dœturnar þínar tvœr,- berstu fyrir konuna þína; berstu fyrir karlmennsku þína, þú þessi aumkunarverða litla planta .... (hrœkir framan í Pétur) Þú gazt ekki einu sinni getið son með konu þinni. Pétur: (slítur sig lausan, reiður) Þetta kemur ekkert karlmennsku við, þetta gengur í œttir, skrí...........skrímslið þitt. (hann beygir sig leiftursnöggt, tekur upp hnífinn, hörfar ofurlítið, honum er þungt um andardráttinn) Nú er síð- asta tœkifœrið; komdu þér héðan og láttu mig í friði. (hann heldur á hnífnum án þess að höndin skjálfi, en langt frá sér, ekki til þess að gera áhlaup, heldur til að verjast) Jerrí: (andvarpar þungan) Látum svo verða. (hann stekkur að Pétri og lœtur hnífinn ganga á hol. Sviðsmynd: andartak ríkir algjör þögn, Jerrí fastur á hnífnum sem Pétur heldur ennþá útréttum armi sem hefur ekki bifazt. Síðan œpir Pétur, hrekkur undan, og skilur hnífinn eftir í Jerrí. Jerrí stendur grafkyrr á sama blett- inum, síðan œpir hann líka, og það á að vera öskur í trylltu, helsáru dýri. Með hnífinn á holi skjögrar hann aftur að bekknum, sem Pétur yfirgaf. Hann hnígur þar niður, situr and- spœnis Pétri með augun glennt upp í angist og kvöl, munnurinn opinn) Pétur: (hvíslar) Ó guð minn góður, guð minn góður, guð minn góður..............(hann endur- tekur þessi orð mörgum sinnum, mjög hratt) Jerrí: (er að deyja; en nú virðist svipurinn breytast. Það slaknar á andlitsdráttunum; og þó röddin sé breytileg, stundum afskrœmd af sárs- auka, þá virðist hann mestanpart hafa hafizt upp yfir sínar eigin dauðateygjur. Hann brosir) Þakka þér, Pétur. Ég meina það núna,- þakka þér innilega. (Munnurinn opnast á Pétri. Hann getur ekki hreyft sig; hann er lamaður af skelfingu) Ó, Pétur, ég var svo hrœddur um að ég mundi hrekja þig burt.. (hann hlœr eftir megni) Þú veizt ekki hvað ég var hrœddur um að þú mundir fara og yfirgefa mig. Og nú skal ég segja þér hvað gerðist í dýragarðinum. Ég held ........ég held að það hafi verið þetta sem gerðisf í dýragarðinum . . . . ég held það. Ég held að ég hafi ákveðið þegar ég var í dýra- garðinum að ganga norður .... eða í norður- átt . . . þangað til ég hitti þig . . . eða ein- hvern.......og ég ákvað að tala við þig . . og ég skyldi segja þér eitthvað.........og það sem ég segði þér myndi . . . jœja, hingað erum við komnir. Skilurðu það, hingað erum við komnir. En . . . . ég veit ekki.......getur það verið að ég hafi ráðgert þetta allt? Nei . . nei, það getur ekki verið. En þó held ég það. Og nú er ég búinn að segja þér það sem þú vildir vita, er það ekki? Og nú veiztu hvað gerðist í dýragarðinum. Og nú veiztu hvað þú munt sjá í sjónvarpinu, og andlitið sem ég sagði þér frá . . . manstu það . . . .andlitið sem ég sagði þér frá . . . andlitið mitt, and- litið sem þú sérð einmitt núna. Pétur............ Pétur? .... Pétur . . . þakka þér. Ég kom til þín (hann hlœr ofurveikt) og þú hefur huggað mig. Kœri Pétur. Pétur> (liggur við yfirliði) Ó guð minn góður! Jerrí: Nú œttirðu að fara. Það gœti einhver komið og það er ekki rétt að þú sért hérna ef einhver kemur. Pétur: (hreyfir sig ekki, en byrjar að gráta) Ó guð minn, ó guð minn. Jerrí: (mjög veikt núna,- hann er alveg að deyja) Þú kemur aldrei framar hingað, Pétur,- þú hefur verið sviptur eign þinni. Þú hefur glat- að bekknum þínum, en þú hefur varið heiður þinn. Og Pétur, nú skal ég segja þér dálítið; þú ert eiginlega ekki planta. Það er allt í lagi, þú ert dýr. Þú ert dýr líka. En nú œttirðu að að flýta þér burt, Pétur. Flýttu þér, þú œttir að fara .... heyrirðu það? (Jerrí tekur vasa- klút upp og með mikilli fyrirhöfn og sársauka þurrkar hann fingraför af hnífsskaftinu) Flýttu þér burt, Pétur. (Pétur tekur að skjögra burt) Bíddu . . . bíddu Pétur. Taktu bókina þína . . . bókina. Hún er hérna . . . við hliðina á mér . . . á bekknum þínum . . . bekknum mínum öllu heldur. Komdu . . . taktu bókina. (Pétur leggur af stað eftir bókinni, en hörfar) Flýttu þér .... Pétur. (Pétur rásar að bekknum, grípur bókina, hörfar) Gott, Pétur .... ágœtt. Flýttu þér . . . flýttu þér burt .... (Pétur hikar andartak, flýr síðan, vinstra meg- in af sviðinu) Flýttu þér burt .... (augun eru núna lokuð) flýttu þér burt, páfagaukarnir þínir eru að búa til matinn.......kettirnir . . . eru að leggja á borðið .... Pétur: (að tjaldabaki heyrist átakanlegt sárs- aukavein) Ó GUÐ MINN GÓÐUR. Jerrí: (augu hans eru lokuð, hann hristir höf- uðið og talar; þar blandast saman háðslegur hermiblœr og bœnartónn) Ó . . . . guð minn ............góður. (hann er dauður) TJALDIÐ 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.