Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 46

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 46
t Innlendar fréttir Akureyri. Sýningar standa nú yfir ó „Tehúsi Ágústmánans" eftir John Patrick, leikstjóri er Ragnhildur Stein- grímsdóttir. Dalvík. Leikfélag Dalvíkur hefur sýnt „Lénharð fógeta" undanfarið. For- maður leikfélagsins er Hjálmar Júlí- usson. Hafnarfjörður Leikfélag Hafnarfjarðar: „Belinda" eftir Elmer Harris Mikill er leikáhugi ýmissa leik- flokka úti á landsbyggðinni. Áhuga- fólk eyðir oft öllum frístundum sínum til þess að pœla gegnum œfingar vikum saman, oft fram á rauðanótt, koma upp leiksýningu og leika leik- rit. Er slíkur áhugi mjög lofsverður og til sóma, jafnvel þótt listgildi sýn- inganna sé ekki á heimsmœlikvarða, enda gera þessir flokkar ekki kröfur til slíks. Aðalatriðið er, að unnið sé af samvizkusemi og nœgri kunnáttu og skilningi á duttlungum leiklistar- gyðjunnar, leikritið sé gott og hafi kynningargildi og síðast en ekki sízt, að leikstjórinn sé vandvirkur og þekki ítarlega kosti og takmarkanir þess hóps, sem hann er að stjórna. Leikfélag Hafnarfjarðar, sem er eitt kröftugasta og reyndasta leikfé- lag landsins og má því gera nokkrar kröfur til, hefur í þetta sinn ekki upp- fyllt tvö síðustu skilyrðin. Leikritið „Belinda" eftir Elmer Harris er of barnalegt fyrir þá, sem vilja sjá gott leikverk, en of þunglappalegt fyrir börn eða þá, sem vilja hafa einhverja skemmtan af. Belinda er daufdumb og síúðrandi öskubuska, sem eng- inn sinnir, en allir eru vondir við. Hún axlar fulla hveitisekki einsog œðar- dún (sem og auðsýnilega virtist vera í sekknum), en samt nœr einn nágrann- inn að nauðga henni einsog ekkert sé. Góði maðurinn, lœknirinn, kemur og þá sjá allir allt í einu, að þeir hafi verið vondir við veslings Be- lindu og skammast sín. Þegar allt virðist vera að falla í Ijúfa löð, er Bjarni Steingrímsson og Svandís Jónsdóttir pabbinn sendur út til þess að verða fyrir eldingu svo að unnt sé að halda leiknum áfram. Tvœr vondar kjafta- kerlingar bœtast í hópinn, en síðan er happy end. Illa samið, — og illa valið. Af stórhug var aftur á móti valinn reyndur leikstjóri frá Englandi, Raymond Witch, að setja upp leikinn. Virðist hann hafa verið á hraðri ferð. Það vantaði öll blœbrigði, fágun og spennu, jafnt fyrst, er Belinda verður hrœdd við lœkninn og hringir klukk- unni, sem síðast, er hún skýtur Locky — og í flestu þar á milli. Einnig bar mikið á því, að leikstjórinn skildi ekki íslenzkuna og áherzlur hennar, eink- um hjá föðurnum (Valgeir Óli Gísla- son), sem lagði œgilega þungar á- herzlur. Hreyfingar voru stundum stirðar og óeðlilegar, menn völdu sér fjarlœgustu stólana til að setjast á, faðirinn talaði við loft og veggi and- varpandi til þess að auka leikþung- ann og oft skein úr andlitum leikar- anna: „hér á ég að setjast" í stað „hér cetla ég að setjast". Tveir leikar- ar, þau Svandís Jónsdóttir og Bjarni Steingrímsson, virtust sviðsvönust, enda bœði útlœrð úr erlendum leik- skólum og œttu því að geta betur í heild. T. d. skorti hjá Svandísi sú breyting úr hálfómanneskjulegum vinnugrip í heittelskandi móður, sem á að eiga sér stað innra með henni, einsog fram kemur í lokin. Jóhanna Norðfjörð í hlutverki föðursysturinn- ar gerði margt harla vel. Til þess að skrýða leikinn var not- uð hljómlist og hrist saman dillandi „highland"—þjóðdönsum og „Past- orale" Beethovens, sennilega nóg ti( 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.