Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 45

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 45
Meistari klippingar í kvikmyndalist var Sergei Eisen- stein. Hápunkti þeirrar listar náð hann liklega í múg- morðatriðinu á Odessatröppunum í kvikmyndinni Potemkin (1925) og sjást hér þrjár myndir úr því atriði. helztu tœknileg og formleg vanda- mál verið leyst, og möguleikar til per- sónulegrar og sjálfstœðrar listsköp- unar virtust ótœmandi. En fleiri vandamál steðja að kvik- myndinni en þau, sem hér hefur verið drepið á. I fyrsta lagi er kvikmynd ekki gerð af einum manni heldur mörgum, og í öðru lagi kostar mjög mikla peninga að gera kvikmynd. Á fyrra vandamálinu eru til tvœr lausnir, sem reyndar eru mjög líkar en krefjast báðar mjög mikils af kvikmyndastjóranum. Sumir reyna að vinna störf sem flestra — eru fram- leiðendur, leikstjórar, handritshöfund- ar, leikarar og jafnvel tónsmiðir í senn. Hér hafa Chaplin, Tati og Well- es náð hvað lengst. Hinsvegar eru svo kvikmyndastjórar, sem láta öðrum eftir hin ýmsu hlutverk, en þvinga þá miskunnarlaust undir sínar eigin hug- myndir og aðferðir. Þannig er um flesta hinna beztu kvikmyndastjóra. Við höfum séð á verkum manna eins og Bergmans, Fellinis, Bunuels o. fl., að persónuleg kvikmyndasköpun er á engan hátt óframkvœmanlegur hlutur. En þá er ég kominn að því vanda- máli, sem snertir peningahlið málsins. Kvikmyndin er list fjöldans. Án hins gífurlega fólksfjölda, sem daglega streymir í kvikmyndahús um víða ver- öld, geta kvikmyndirnar ekki dafnað. Kvikmyndastjórar eru sjaldnast það efnaðir að þeir geti sjálfir greitt kostnaðinn af kvikmyndum sínum. Þeir eru oftast háðir ríkum kvik- myndafélögum sem borga brúsann, en auðvitað í þeim tilgangi að grœða á kvikmyndinni. Til þess að það takist verður hún að vera vinsœl, og það er yfirleitt það eina, sem for- stöðumenn kvikmyndafélaganna hugsa um. Gildi kvikmyndarinnar að öðru leiti er þeim algjört aukaatriði. Og kvikmyndastjórinn verður yfirleitt að sitja og standa eins og kvik- myndafélögin segja til um. Átakan- legast er ástandið í þessu efnum auð- vitað í Ameríku, þar sem margir góðir menn hafa beinllnis sligazt undan á- þján hins risastóra framleiðslukerfis Hollywood. Annars staðar hafa kvik- myndastjórar yfirleitt öllu frjálsari hendur, en barátta þeirra er þó alloft frekar við peningavaldið en listform- ið sjálft. Á síðasta áratug hafa ýmsir reynt að losna úr þessum viðjum með því að reyna að gera kvikmyndir á eins ódýran hátt og auðið er. Þetta hefur verið eitt megineinkenni hinnar svo- kölluðu nýju öldu í Frakklandi, en hefur einig gœtt talsvert I Englandi og Ameríku. Ég hef drepið hér lítillega á nokkur grundvallarvandamál kvikmyndalist- arinnar. Mjög er hér stiklað á stóru, og verða ýmis atriði þessa máls rœdd hér nánar síðar. Sverrir Hólmarsson 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.