Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 54

Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 54
hefur átt ríkari þátt en hann að því að Þjóðleikhúsið er nú risið af grunni--------- Indriði Waage, dóttursonur höfundarins, setti leikinn á svið og lék jafnframt Álfakónginn, en frú Þóra Borg lék Áslaugu álfkonu. Alfreð Andrésson lék Gvend snemm- bœra og Haraldur Á. Sigurðsson Svart þrœl. Leiksviðs- stjóri var Ingvi Þorkelsson og uppdrœtti að búningum gerði Lárus Ingólfsson. William Bundi frá The Old Vic í London hafði undirbúið lýsingu leiksviðsins, en Ijósa- meistari var Hallgrímur Bachmann. Frásögn minni af þessari fyrstu sýningu Þjóðleikhúss- ins lauk ég með þessum orðum: ,,Þessi mikli atburður í íslenzkri leiksögu mun verða ógleymanlegur þeim, sem viðstaddir voru. Birta og fegurð hvíldi yfir hinum stílhreinu salarkynnum Þjóðleikhússins eins og tákn þeirra björtu og fögru vona, sem bundnar eru við þetta glœsilega hús". Kvöldið 21. apríl sýndi leikhúsið Fjalla-Eyvind. Har- aldur Björnsson hafði leikstjórnina á hendi og lék jafn- framt Arnes. Róbert Arnfinnsson lék Kára (Fjalla-Eyvind), en Höllu lék frú Inga Þórðardóttir. Þorsteinn Ö. Stephen- sen lék Björn hreppstjóra og Lárus Ingólfsson Arngrím holdsveika. Friðfinnur Guðjónsson lék Jón bónda og Gunnþórunn HalIdórsdóttir konu hans. Friðfinnur lék Jón, þegar leikritið var sýnt hér fyrst, veturinn 1911—12, en Gunnþórunn lék konu hans fyrst veturinn 1939—40. Var þeim ákaft fagnað, er þau komu þarna fram í þessum gömlu hlutverkum sínum. Leiksviðsstjóri var Ingvi Þor- kelsson, en tjöldin gerði Sigfús Halldórsson. Þriðja og siðasta vígslusýning leikhússins var íslands- klukkan, kvöldið 22. apríl. íslandsklukkan er, sem kunn- ugt er, samin upp úr sagnaflokki Halldórs Kiljan Lax- ness um Jón Hreggviðsson, er kom út á árunum 1943 —46. Var auðheyrt á leikhúsgestum þetta kvöld, að þeir biðu sýningarinnar með mikilli eftirvœntingu, enda var sýningin mjög athyglisverð, meðal annars vegna hins nýja tœknibúnaðar, sem leikhúsið átti frá upphafi yfir að ráða (sbr. hringsviðið og Ijósatœknina, sem notuð var í atrið- inu „Eldur í Kaupinhöfn"). En án hringsviðsins og hinna hröðu sviðskiptinga, sem það gerir mögulegar, hefði ekki verið hcegt að sýna þetta leikrit svo vel fœri. Lárus Pálsson setti leikinn á svið og lék auk þess tvö hlutverk þar. Var annað þeirra Jón Guðmundsson Grinvic- ensis. En aðalhlutverkin, Snœfríður, dóttir Eydalíns lög- manns, Jón Hreggviðsson og assesor Arnœus, voru í hönd- um þeirra Herdísar Þorvaldsdóttur, Brynjólfs Jáhannes- sonar og Þorsteins Ö. Stephensens. Gestur Pálsson lék Magnús í Brœðratungu, Valur Gíslason Eydalín lögmann, Haraldur Björnsson Jón Marteinsson, frú Regina Þórðar- dóttir Mettu konu Arnœusar, Jón Aðils Sigurð dómkirkju prest Sveinsson og Ævar Kvaran og Valdimar Helgason léku þá Úffelen og etatsráðið útí Kaupinhöfn. Leiksviðs- stjóri og Ijósameistarar voru hinir sömu og við fyrri vígslu- sýningarnar. Lárus Ingólfsson málaði tjöldin og teiknaði búningana. SigurSur Grímsson 50

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.