Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 3
En hér er það þannig að Reykjavík borgar þetta nánast allt. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 2 7 3 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 2 Mayenburg þríleikurinn Hugmyndir að góðri jólagjöf Menning ➤ 22 Lífið ➤ 24 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/idBuzz Nýr rafmagnaður Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir mikilvægt að öll sveitarfélög og ríki taki ábyrgð á heimilis- lausum. Þriðjungur heimilis- lausra í þjónustu í Reykjavík er ekki með lögheimili þar. lovisa@frettabladid.is SAMFÉLAG Heiða Björg Hilmisdótt- ir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir þriðjung þeirra sem eru heim- ilislaus í Reykjavík ekki vera með lögheimili þar. „Við höfum verið í samtali því við í Reykjavík höfum líka verið að bæta okkur. Að bæta upplýsinga- gjöf, auka húsnæði og bjóða ráð- gjöf og að vinna með okkar fólki að skaðaminnkandi úrræðum en við bjóðum auðvitað ekki fólki húsnæði sem ekki býr í Reykjavík. Það er ekki okkar hlutverk þannig að ég hef verið að benda á að þeir sem koma hingað og eru ekki Reyk- víkingar, það þarf einhver annar að grípa þá,“ segir Heiða og mjög mikilvægt sé að tekið verði á þessu. Hún segist hafa kynnt sér það vel hvernig staðan er í nágrannalöndum okkar og hafa sem dæmi heimsótt bæði Noreg og Danmörku og stefnir á að heimsækja Finnland líka. „En þar er það þannig að hvert sveitarfélag sér um sitt fólk en þar kemur líka ríkið mjög sterkt inn. Það er alltaf í hverju samfélagi fólk sem missir fótanna og það er mjög mikilvægt að taka vel utan um þennan hóp og koma honum í bata og jafnvægi,“ segir Heiða Björg sem er jafnframt formaður velferðar- ráðs. „Og þess vegna er það víða þannig að ríkið er að borga um 50 prósent eða meira á móti sveitar- félaginu. En hér er það þannig að Reykjavík borgar þetta nánast allt.“ . Borgin eigi í viðræðum við bæði heilbrigðis- og félagsmálaráðu- neytið um hvernig þau geti stigið betur inn í verkefnið. SJÁ SÍÐU 6 Fleiri taki ábyrgð á heimilislausum MEÐ KONFEKTHNETUM STJÓRNSÝSLA Kostnaður við utan- ferðir ráðherra hefur rokið upp á þessu ári og er nú 275.713 krónur á hverja ferð. Frá því ríkisstjórn Katr- ínar Jakobsdóttur var sett saman hafa ráðherrar farið 315 sinnum utan. Dýrustu ferðirnar hefur Jón Gunnarsson farið í. 443 þúsund krónur hver. SJÁ SÍÐU 4 Ferðir Jóns dýrastar Jón Gunnarsson, dómsmálaráð- herra Aðventkirkjan í Reykjavík við Ingólfsstræti opnar dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda á aðfangadagskvöld og býður þeim upp á dýrindis jólamat. SJÁ SÍÐU 2 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.