Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 10
Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, tók saman allt það helsta af veðrinu árið 2022. Siggi telur að veðrið þetta árið hafi um margt verið nokkuð sérstakt miðað við það sem við Íslendingar eigum að venjast. benediktarnar@frettabladid.is Kolvitlaus vetur og fjöllita viðvaranir Óveður gekk yfir Austurland í september- mánuði, með til- heyrandi látum og skemmdum. MYND/ÁSGEIR METÚSALEMSSON Í byrjun árs snjóaði eins og enginn væri morgundagur- inn. Íslendingar létu það ekki á sig fá og lífið gekk sinn vana- gang. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Janúar „Strax upp úr miðnætti á nýárs- nótt varð mikill hvellur sem reyndist upphafið að linnulítilli ótíð. Þjóðvegi 1 um Suðurland var lokað á nýársdag og björgunar- sveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til aðstoðar. Það var einnig kraftur í veðrinu fyrir norðan er bílar sátu fastir á Öxnadalsheiði í blindbyl og snjóþyngslum,“ segir Siggi um veðrið í upphafi árs. „Stormar voru tíðir með við- eigandi samgöngutruflunum víða um land. Þó var ekki endilega mikill snjór en það átti vissulega eftir að breytast,“ segir Siggi. Febrúar Siggi segir að febrúar hafi verið með erfiðari mánuðum síðustu ár, enda kyngdi niður snjó um land allt sem bættist ofan á ítrekuð stórviðri og tíðar lokanir á vegum. „Í upphafi febrúar gekk yfir djúp lægð þar sem almannavarnir lýstu yfir hættustigi um land allt og samhæfingarmiðstöðvar voru virkjaðar. Rauðar viðvaranir voru gefnar út og fólk varað við að vera á ferli,“ segir Siggi, en óvissustigi almannavarna vegna veðurs var lýst yfir þegar veðurspár sýndu ofsaveður um allt land. Mars Í mars var meðalhitinn víðast hvar yfir frostmarki, sem þýddi að snjór var þungur um land allt. „Mánuðurinn var úrkomu- samur með eindæmum, einkum á Suður-, Suðaustur- og Vesturlandi og mældist úrkoman þar víða með því mesta sem vitað er um í mars. Enn fremur reyndist mars sá úrkomusamasti í Reykjavík síðan mælingar hófust eða tæplega þre- falt meiri en meðaltal síðustu 30 ára. Það er því ljóst að liðinn vetur hefur reynt á þolrif margra,“ segir Siggi. Apríl Siggi segir að apríl hafi verið venjulegur vetrar-vormánuður. „Apríl var hagfelldur, öfgalítill og vindur í lágmarki. Mánuðurinn var í raun einn sá hægviðrasamasti í 30 ár. Indælt það,“ segir Siggi. Maí Íslendingum til mikillar gleði var úrkoma í fyrsta skipti á árinu undir meðallagi í maí. Sömuleiðis fór sólin að skína meira og lengur. „Maí var samt sem áður fremur úrkomusamur nyrðra og kaldur sökum tíðra norðlægra átta. Þarna voru tíðarfarsspár farnar að gefa upptakt um fremur svalt sumar. Hins vegar var maí nokkuð sólríkur í Reykjavík en úrkomu- samast og kaldast fyrir norðan,“ að sögn Sigga. Júní „Það er komið sumar,“ segir Siggi um veðrið í júní, sem fór sæmilega af stað, einkum á Suðaustur- og Austurlandi. „Þegar líða tók á mánuðinn fór að bera á umræðu um kulda á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi vestra. Eftir því sem leið á júní varð hann að hreinum vonbrigðum,“ segir Siggi og segir að sumarið hafi byrjað á kulda. „Meðalhiti í lok júní er 6,2 stig, sem er eitthvað sem við Íslend- ingar höfðum ekki séð á þessari öld,“ segir Siggi og bendir á að aðeins sumarið 1989 hafi verið kaldara. Júlí Loksins var komið að aðalsumar- frísmánuði landans, eins og Siggi orðar það. Það eru alltaf miklar væntingar gerðar til hásumarsins, en þær væntingar stóðust engan veginn. „Júlí var kaldur miðað við það sem við höfðum mátt venjast og það meira segja um mestallt land. Hlýjast var á Suðausturlandi og einnig á Ströndum, en kaldast fyrir norðan og við Faxaflóa,“ segir Siggi. Ágúst Landinn fór í sveitaferð þrátt fyrir kulda um land allt. Siggi segir að ágúst hafi verið fremur kaldur og fátt verið um fína drætti. „Ég spáði sjálfur allt að 25 stiga hita í ágústmánuði og gekk það eftir á Norðausturlandi, þar sem hæsti hiti sumarsins mældist,“ segir Siggi. September Það sem stendur upp úr varðandi veður í september er óveðrið á Austurlandi, en rauð viðvörun var í gildi um nánast allt Austurland. „September er oft sæmilegur. Fínn fyrir berjatínslu og óveður óalgeng. En það reyndist öðruvísi nú líkt og áður þetta árið.“ Október Í október hélt óveðrið áfram með hinum ýmsu lokunum á vegum og leiðum um allt land, meðal annars var lokað á Mývatns- og Möðru- dalsöræfum sex sinnum á þessu tímabili. Einnig var Holtavörðu- heiði og Öxnadalsheiði lokað. „Lægðinni fylgdi stórviðri, einkum sunnan lands og austan, með vatnsviðri og óttuðust menn mjög álagið á innviði rafveitukerfa og fleira. Hins vegar varð tjónið minna en óttast var. Október reyndist leiðinlega kaldur mán- uður og á kafla stórviðrasamur,“ segir Siggi. Nóvember Siggi segir að nóvember hafi verið hlýrri en Íslendingar eru vanir. Reyndist vera um hlýjasta nóvem- bermánuð sem mælst hefur hér á landi að ræða. „Nóvembermánuður sló hitamet sem hefur verið í gildi frá árinu 1945. Nokkuð skyggði á að mikil úrkoma reyndist vera austanlands.“ Desember Loksins er komið að jólamánuð- inum desember, en með honum komu bæði jólasveinar og mikill vetrarkuldi. „Desember hefur einkennst af svipuðu veðri dag eftir dag, frosti og hægum vindi. Um þessar mundir er von á mjög hörðu frosti í desember, þegar heimskauta- loft brýtur sér leið yfir landið. Svo mega íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi búast við rauðum jólum, en hvítum jólum á norðan- verðu landinu,“ segir Siggi. n Sigurður Þ. Ragnarsson Á höfuðborgarsvæðinu er mikið vetrarveður um þessar mundir. Fimbulkuldi einkennir veðurfar desembermánaðar, en snjórinn lætur þó ekki sjá sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ANNÁLL VEÐUR FRÉTTABLAÐIÐ 16. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.