Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þannig er nefni- lega okkar háttur. Heilmikið í orði en yfirleitt lítið sem ekkert á borði. Innlendir og erlendir fjárfestar leggja milljarða í fyrirtæki sem vinna með roð þorsks. Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is Í mörgum löndum er litið á hliðarafurðir sjávar­ afurða sem óþarfa aukavinnu, sem best sé að losa sig við úti á hafi eða nýta sem landfyllingu. Hérlendis er þessu öðruvísi farið. Á árinu 2022 verður slegið met hérlendis i fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum sem tengjast áfram­ vinnslu sjávarafurða. Innlendir og erlendir fjár­ festar leggja milljarða í fyrirtæki sem vinna með roð þorsks, rækjuskeljar og jafnvel kútmaga – allt afurðir sem flestar þjóðir líta á sem úrgang. Hér eru hliðarafurðir í sjávarútvegi orðnar eitt stærsta tækifærið til verðmætasköpunar í greininni. Við getum lært heilmikið af sjávarútveginum þegar kemur að því sem kallað hefur verið nýtni­ hagkerfið; hvers konar endurvinnsla og endur­ nýting. Við eigum að nota þennan sama hugsunar­ hátt og orðið hefur til í sjávarútvegi til að vinna þau hátt í milljón tonn af úrgangi, sem falla til hérlendis. Fyrsta verkefnið er að skilgreina þessi milljón tonn á réttan hátt og sjá þau þannig í skýrara ljósi – sem verðmætar hliðarafurðir, en ekki sem tóm vandræði. Það liggja mikil verðmæti og tækifæri í hliðarafurðum okkar samfélags, hvort sem það eru hliðarafurðir frá svínabúum, garðyrkjustöðvum, malbikunarstöðvum eða álverum svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum að reyna að eyða því almenna viðhorfi að hliðarafurðir af ýmsu tagi séu vanda­ mál sem opinberir aðilar þurfi einir að sinna með því að starfrækja sorp­ eða brennslustöðvar. Rétt eins og fjárfestar hópast nú að nýsköpunar­ fyrirtækjum sem eru að vinna verðmætar vörur úr „afgöngum“ sjávarafurða þá eigum við að stefna að því sama með aðrar greinar. En til þess þurfum við að tengja betur hugsjónafólkið, sem er víða um land að vinna í hugmyndum um betri nýtingu og endurvinnslu, og fólk með reynslu úr atvinnulífi og fyrirtækjarekstri. Það sem gerir nýtnihagkerfið svo einstaklega áhugavert er að því meira sem þetta hagkerfi endurvinnslu og endurnýtingar vex því betur fer fyrir bæði náttúrunni og vöruskiptajöfnuðinum. n Fyrir náttúru og vöruskipti Þór Sigfússon stjórnarformaður Sjávarklasans Okkur finnst best að verða alveg súrrandi brjáluð yfir einhverju sem við teljum að skeki heims­ mynd okkar. En samt bara á netinu og helst í mjög skamma stund. Þar virðumst við hafa fundið bestu leiðina til að sefa sálartetrið í nútíma samfélagi. Tappa af reiðinni sem á sér sennilega rætur í einhverju allt öðru. Nýlegt viðbragð við okri Ölmu leigufélags er gott dæmi um þess háttar aftöppun. Eftir að fyrirtækinu tókst að hneyksla alla nema eigin framkvæmdastjóra með svínslegri tug­ þúsunda hækkun á húsaleigu. En það er allt gleymt í dag og öllum löngu runnin reiðin. Það sést best á því að öll fyrir­ heitin um sniðgöngu á vörum og þjónustu sem tengjast leigufélaginu reyndust lítið annað en heitt loft. Og kaupmenn kannast ekkert við að neytendur hafi hagað inn­ kaupum sínum eitthvað öðruvísi en venju­ lega. Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar í ótal reiðum stöðuuppfærslum á samfélags­ miðlum. Þannig er nefnilega okkar háttur. Heilmik­ ið í orði en yfirleitt lítið sem ekkert á borði. Önnur sambærileg skvetta af stundarbrjál­ æði gekk yfir netheima þegar heimsmeist­ aramótið í Katar hófst. Í kjölfar allra mann­ réttindabrotanna og spillingar innan FIFA. Hver um annan þveran létu netverjar í það skína að þeir hygðust frekar stara út í tómið en láta það eftir sér að horfa á einhverja boltaleiki við Persaflóa. Sú reiði rann af okkur á nokkrum dögum og uppskera sniðgöngunnar reyndist heldur rýr. Raunar virðist upphlaupið hafa haft þveröfug áhrif því aldrei hafa f leiri augu mænt samtímis á eina leðurtuðru eins og þá sem skoppar um iðagrænt grasið í eyðimörk­ inni um þessar mundir. Kannski finnst okkur bara best að hafa þetta svona. Blása nokkuð hraustlega út á netinu og hóta alls konar aðgerðum, en láta þar við sitja. Svo þeir sem helst ætti að sniðganga geti haldið uppteknum hætti óáreittir, uns okkur þóknast að brjálast út í þá aftur einhvern tímann seinna. Nokkurs konar stundarbrjálæði borið fram í smá­ skömmtum. En á meðan þetta er svona verður niður­ staðan alltaf sú sama. Enginn er skúrkur á Íslandi nema í örskamma stund. Og reiðin sem undir kraumar er aðallega í nösunum á okkur. n Í nösunum Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is gar@frettabladid.is Óskalistinn Jólin nálgast og margir hugsa sér gott til glóðarinnar að fá að njóta gjafmildi hinna góðhjörtuðu. Ekki síst þeirra sem sitja inni í kjötkatlinum sjálfum, fjárlaga­ nefnd Alþingis. Þangað streyma snjallar tillögur um hvernig koma megi skattfé almennings í umferð. Nýjasta dæmið er hugmynd að norðan um að búta Ríkisútvarpið í tvo hluta og flytja annan þeirra til Akureyrar þar sem hann mun lúta stjórn framkvæmdastjóra spjallrásarinnar N4. Með norður eigi að fylgja sirka einn og hálfur milljarður króna. Sjálfsagt mál Meðlimir fjárlaganefndar tóku ekki afstöðu til þessarar frábæru hugmyndar en létu duga að eyrna­ merkja bréfritaranum 100 milljónir af brakandi ferskum krónum beint úr ríkiskassanum. „Þessir peningar koma til með að nýtast vel, alveg klárlega,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndar­ innar, á Alþingi í gær. Einn þing­ maður kvartaði undan því að einn þeirra sem samþykkti styrkinn væri mágur þeirrar sem óskaði eftir honum. Bjarkey sagði óheppilegt að þessi tengsl hefðu ekki legið fyrir en sagði máginn alveg mega vera með í málinu. „Það er ekkert sem bannar það,“ sagði hún. Mágurinn teldist ekki vanhæfur. „Hvað sem okkur kann að finnast um það sjálfum,“ bætti hún við. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 16. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.