Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 30
Kristín Edwald hæstaréttar- lögmaður hjá LEX og eld- húsdrottningin okkar með meiru er mikið jólabarn og desember er einn af hennar uppáhaldsmánuðum. sjöfn@frettabladid.is Kristín er fastheldin á jólahefðir og siðir, sem hafa fylgt henni frá bernsku frá foreldrum hennar, og jólakræsingar skipa stóran sess í jólahaldinu. Kristín töfraði fram dýrindis jóla-pavlovu sem hún sviptir hulunni hér af fyrir lesendur Fréttablaðsins. „Desember er svo skemmtilegur árstími og ég er mikið jólabarn. Mér finnst skipta öllu máli að njóta jólaundir- búningsins með mínum nánustu þannig að ég er ekkert að stressa mig á að „vera búin að öllu“ í byrjun desember. Snædís, dóttir mín, er í námi í London og kemur heim um miðjan desember og um svipað leyti klárar Helgi, sonur minn, prófin í Verzló þannig að þá fer jólaundirbúningurinn hjá okkur á fullt. Klárum að skreyta, bökum, kaupum jólatré og jóla- gjafir og umfram allt njótum sam- verunnar,“ segir hún. Kristínu finnst ómissandi að fara í skötuveislu. „Á Þorláksmessu er ómissandi að fara í skötuveislu til bróður míns og mágkonu á Eyrarbakka og hitta stórfjölskyld- una þeirra. Ég er ekki alin upp við skötu en lærði að borða hana hjá bróður mínum. Held reyndar að hann borði sjálfur ekki skötu en hann er mjög góður í að elda hana. Að hlusta á jólakveðjur í útvarpinu á leiðinni á Bakkann er líka svo jólalegt, ég tala ekki um þegar það er snjór úti.“ Appelsín í gleri og hnetur í skál Jólahefðirnar spila líka stórt hlut- verk í jólahaldinu. „Ég hef nokkrar jólahefðir frá mömmu og pabba í hávegum. Mér finnst nauðsyn- legt að baka vanilluhringi eins og mamma gerði og svo verður alltaf að vera til appelsín í gleri og hnetur í skál eins og pabbi hafði það. Við erum líka alltaf með soðin epli með matnum á aðfangadags- kvöld. Þá sker ég epli í tvennt og gufusýð þau. Þegar þau eru orðin köld set ég smá rjóma í miðjuna og sultu þar ofan á. Á jóladag er ég með eplaköku í eftirrétt eins og mamma gerði hana. Hún er lagskipt, eplamús og sykurbrúnuð brauðmylsna til skiptis og toppuð með þeyttum rjóma. Við höfum ekki verið mjög fastheldin á aðalréttinn á aðfanga- dagskvöld, svo lengi sem soðnu eplin eru með. Undanfarin ár höfum við verið með Wellington- steik og verðum með hana í ár. Á jóladag erum við með hangikjöt og svo tartalettur á annan í jólum.“ Kristínu finnst mjög gaman að brydda upp á nýjungum í eftir- réttunum, öðrum en eplakökunni á jóladag. „Að búa til alls konar ís og baka skemmtilegar og fallegar kökur. Ég á mjög erfitt með að fylgja uppskriftum til hins ítrasta og leik mér að því að gera einhver tvist. Jóla-pavlovan varð til þannig. Ég bakaði hana fyrir fjölskylduboð núna fyrr í desember. Mig langaði til að gera sérstaklega jólalegan og góðan eftirrétt. Hún tókst mjög vel og þótti mjög góð sem er auðvitað aðalatriðið. Hún er líka þægileg því marengsinn má baka nokkrum dögum áður og geyma hann í loftþéttum umbúðum og setja svo rjómann og berin ofan á sama dag og kakan er borin fram,“ segir Kristín sem er farin að hlakka mikið til jólanna með fólkinu sínu. Hér kemur uppskriftin að jóla- pavlovunni hennar Kristínar sem sló í gegn á dögunum. Jóla-pavlova Marengs 7 eggjahvítur 300 g sykur 1 tsk. hvítvínsedik 1 tsk. kartöflumjöl Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Þá er sykrinum bætt við í litlum skömmtum og þeytt vel, svo er hvítvínsedikinu og kartöflumjöl- inu bætt við. Blandan er tilbúin þegar stífir toppar myndast og áferðin er orðin glansandi. Leggið fatið sem nota á undir kransins á bökunarpappír og dragið hring eftir því. Snúið papp- írnum við og sprautið marengs- inum í hring. Gætið þess að hafa marengsinn um 2 sentimetra fyrir innan hringinn því hann stækkar við bakstur. Bakið við 120°C í 90 mínútur. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marengsins kólna í minnst 4 klukkustundir, en best er yfir nótt. Vanillurjómi ½ lítri rjómi 1–2 tsk. vanillusykur Þeytið rjómann og bætið vanillu- sykri út í eftir smekk. Sprautið eða smyrjið rjómanum á kransinn. Efsta lag Fersk ber Desert kirsuber frá Den Gamle Fabrik (½ krukka) Fersk myntulauf Setjið marengsinn á fat. Dreypið 2-3 matskeiðum af kirsuberjasaf- anum yfir marengsinn. Sprautið eða smyrjið vanillurjómanum ofan á. Raðið kirsuberjum og ferskum berjum ofan á rjómann. Skreytið með myntulaufum. Slaufan setur svo punktinn yfir i-ið. n Dýrðlega jóla-pavlovan hennar Kristínar Kristín Edwald lögmaður heldur í hefðirnar þegar kemur að jólum eins og sannir Íslendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Glæsileg marengsterta sem Kristín gefur uppskrift að. Að búa til alls konar ís og baka skemmtilegar og fallegar kökur. Ég á mjög erfitt með að fylgja uppskrift- um til hins ítrasta og leik mér að því að gera ein- hver tvist. Jóla-pavlovan varð til þannig. sjofn@frettabladid.is Tilvalið er að eiga góðan dag saman á aðventunni og elda spagettírétt á ítalska vísu. Gott er að bjóða upp á nýbakað brauð og ferskt salat að eigin vali með. Spagettí bolognese Ólífuolía fyrir steikingu 2 stk. laukar, saxaðir 3–5 hvítlauksgeirar eða 1–2 litlir hvítlaukar saxaðir, magn eftir smekk 2–3 stiklar sellerí, smátt skornir og sjóða í 2-3 mínútur fyrir notkun (má alveg sleppa) 2–3 gulrætur, smátt skornar 1 kg nautahakk 2 dósir/krukkur lífrænir tómatar 1 lítil krukka tómatpaste 1–2 tsk. paprikukrydd Svartur nýmalaður pipar eftir smekk Tabasco-dropar eftir smekk 1–2 dl vatn Handfylli fersk basilíka, gróft söxuð Nokkrar greinar af basilíku til skrauts Parmesanostur, til að rífa yfir þegar rétturinn er borinn fram 500 g af spaghetti að eigin vali (1 pakki) Byrjið á því að steikja nautahakkið á pönnu án olíu. Setjið síðan ólífu- olíu í góðan pott og setjið grænmet- ið í pottinn og steikið þar til það verður mjúkt. Síðan er tómötunum bætt út í ásamt steikta hakkinu. Kryddið með nýmöluðum svörtum pipar, paprikukryddi og tabasco, 4–5 dropar er mjög fínt. Að lokum er ferskri grófsaxaðri basilíku bætt út í eftir smekk. Látið réttinn malla í um það bil tvær klukkustundir, má vera skemur en þessi réttur verður betri þeim mun meiri tíma sem hann fær að malla í pottinum. Gott er að hella örlitlu vatni út í af og til, meðan við leyfum réttinum að malla. Ef þið eigið góða rauðvínsglögg er upplagt að bæta því við og bragðið verður enn betra. Þegar rétturinn er tilbúinn er upplagt að sjóða spagettí og muna að strá grófum saltflögum yfir meðan það er að sjóða. n Ítalskt á aðventunni Spagettí Bolognese er uppáhalds- réttur margra. 6 kynningarblað A L LT 16. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.