Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 26
Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Íslendingar kunna svo sann- arlega að njóta íssins hvernig sem viðrar og ísbíltúrinn sem slíkur er fyrir löngu orðinn að menningarlegu fyrirbæri hér á landi. Frétta- blaðið fór á stúfana og spurði fjórar ísdrottningar um það upp úr hverju ísnum þeirra væri velt og í hvað honum væri dýft. Ísbíltúr með fjórum ísunnendum Dóttir mannsins sem nefndi bragðaref Lóa Hjálmtýs- dóttir er mynda- söguhöfundur, teiknari og tón- listarmaður. Áttu þér uppá- halds ísbúð? „Uppáhalds ísbúðin mín er Gaeta við Ingólfs- torg. Uppáhalds hefðbundna ísbúðin er Huppa.“ Besti ísinn? „Pistasíuís er uppáhaldsísinn minn í kúluís og ég panta nánast alltaf í vöffluformi en sé svo eftir því af því að ég er ekki mikið fyrir þau, ég gleymi því bara oftast því ísinn er svo flottur í vöffluformi.“ Hvað færðu þér í hefðbundinni ísbúð? „Í hefðbundinni ísbúð veð ég í bragðarefinn enda er ég dóttir mannsins sem fann upp á því að kalla þessa ístegund bragðaref (ég monta mig auðvitað af því við hvert tækifæri eins og sjá má). Innihald bragðarefsins er mjög vandræðalegt fyrir mig en ég get alveg sagt þér það: Snickers, þristur og kökudeig.“ Hindberin breyta öllu Guðný Hrönn Antonsdóttir er blaðamaður hjá Gestgjafanum og Húsum og híbýlum og sér- legur ísunnandi. Áttu þér uppáhalds ísbúð á Íslandi? „Uppáhaldsís- búðin mín er Brynjuís en þar er hægt að fá mjög góðan vegan ís. Annars er líka gaman að fá sér kúluís á Valdís eða Skúbb. Það er eitthvað næs við það að velja tvær ólíkar tegundir í box. Annars fann ég mjög góða ísbúð í Como á Ítalíu, sem ég man auðvitað ekkert hvað heitir í dag, en þar var ísinn eitthvað extra góður.“ Uppáhalds „hefðbundna ísbúðin“ og hvað færðu þér þá? „Ég er frekar vanaföst þegar kemur að ísnum og fær mér oftast það sama. Ég fæ mér yfir- leitt vegan vanilluís með hind- berjum, Oreo og lakkrísdýrum á Brynjuís. Hindberin eru algjör „game changer“ og gera ísinn mjög ferskan.“ Aldrei dauð ferð í Kópavoginn Júlía Margrét Einarsdóttir er rithöfundur en samhliða starfar hún við menning- arblaðamennsku og dagskrárgerð. Uppáhalds ísbúð á Íslandi? „Mér finnst ís vera besta og mikilvægasta máltíð dagsins og það er alveg sama hvernig viðrar, það er alltaf ísveður. Þegar ég varð vegan örvænti ég fyrst og sá fyrir mér fátæklegt, svangt og íslaust líf en þá mundi ég eftir Brynjuís í Kópavoginum og himnarnir opnuðust. Hvað færðu þér í ísbúðinni? „Ég mæli eindregið með því að rúlla í Brynjuís allavega einu sinni í viku í vegan kirsuberjasjeik eða vegan bragðaref með oreo, kökudeigi og jarðarberjum. Svo uppgötvaði ég líka nýverið nýja vegan hlunka sem eru með hind- berja- og lakkrísbragði frá Kjörís. Ég reyni alltaf að eiga þannig inni í frysti, og þeir fást einmitt í Iceland við hliðina á Brynjuís. Svo það er aldrei dauð ferð í Kópavoginn, eins og systir mín kenndi mér fyrir löngu.“ Þrennt sem rúllar Hrefna Sætran er mörgum kunn í veitingahúsabransanum. Hún rekur Fiskmarkaðinn, Grillmarkaðinn, Skúla Craftbar, Uppi bar og La Trattoria. Áttu þér uppáhalds ísbúð? „Ég myndi segja að ég eigi mér uppáhalds ís í nokkrum ísbúðum. Það fer eftir því hvernig stuði ég er í hverja ég fer í eða þá frekar hvert dóttir mín vill fara. Hún og vinkonur hennar eru mestu ísaðdáendur sem ég veit um, sem gerir það að verkum að ég borða meiri ís núna en nokkurn tíma áður. Ísbúð Vestur- bæjar er svona aðalstaðurinn okkar.“ Hvernig ís færðu þér? „Í Ísbúð Vesturbæjar fæ ég mér nánast alltaf lítinn ís með lúxusdýfu og smartís-kurli. Svo er líka ísbúð þarna í Skipholtinu sem við förum reglulega í eftir ballettæfingu og þar fæ ég mér það sama. Í Valdís fæ ég mér Tyrkis Pepper-ísinn í heimagerðu brauð- formi með súkkulaðikanti. Aktu Taktu er líka reglu- legt stopp að fá sér súkkulaði- og karamellusjeik með miklu bragði út í. Þetta er svona það þrennt sem rúllar hjá mér.“ Hrefna Sætran Guðný Hrönn AntonsdóttirLóa Hjálmtýsdóttir Júlía Margrét Einarsdóttir 6 kynningarblað 16. desember 2022 FÖSTUDAGURÍS OG ÍSBÚÐIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.