Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 40
Í hvert sinn sem við förum í mat- vörubúðina þurfum við að gera málamiðl- un. Af hverju ætti þá leikhúsið að vera svona auðvelt og siðferðislegu spurning- arnar þar svona ein- faldar? Þjóðleikhúsið heimsfrumsýn- ir nýjan þríleik eftir Marius von Mayenburg. Hann segist vilja halda áhorfendum á tánum um það hvort persón- urnar séu vondar eða góðar í gegnum öll verkin. Jólafrumsýning Þjóðleikhússins 2022 er Ellen B., fyrsta verkið í þrí- leik þýska leikskáldsins Marius von Mayenburg. Mayenburg er eitt þekktasta leikskáld Evrópu og ljóst að heimsfrumsýning á nýjum þrí- leik eftir hann er mikill hvalreki fyrir íslenska leikhúsunnendur. Mayenburg kveðst hafa byrjað að skrifa verkin í samkomubanni Covid-faraldursins sem var einkar strangt í heimaborg hans Berlín. „Ég held að ég hafi aðeins getað skrifað þau út af samkomubann- inu. Ég byrjaði að skrifa sem eins konar meðferð af því ég hafði verið með frumsýningu rétt áður en sam komu bannið tók gildi. Ég var að frumsýna nýtt verk og á frum- sýningarkvöldinu fréttum við að leikhúsum yrði lokað daginn eftir. Þannig að ég fór beint úr frumsýn- ingarpartíinu í samkomubann. Það var mjög svekkjandi,“ segir hann. Lærði margt um sjálfan sig Mayenburg starfaði lengi sem dramatúrg og staðarleikskáld í hinu virta leikhúsi Schaubühne í Berlín, þar sem mörg af hans þekktustu verkum hafa verið frumsýnd. Hann kveðst hafa byrjað á því að skrifa verkið Ex sem varð að öðru verki þríleiksins og verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í janúar. „Út frá þessu leikriti þróaðist verkið Ellen B. því ég var með svo margar hugmyndir sem ég gat ekki komið fyrir í fyrsta verkinu. Ég ákvað að nota sömu aðstæður tveggja einstaklinga sem eru í sam- bandi og þriðja einstaklinginn sem kemur svo inn í sambandið og ógnar því, en með ólíkum kringumstæð- um, ólíku valdajafnvægi og ólíkum persónum,“ segir Mayenburg. Að sögn hans kviknaði svo til- raun út úr seinna verkinu sem varð að þriðja og lokaverki þríleiksins, Alveg sama, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu haustið 2023. Mayenburg segist hafa lært og grætt mikið sem höfundur á einveru samkomubannsins, burtséð frá öllu því slæma sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér. „Það var hjálplegt fyrir mig að læra nýja hluti um sjálfan mig. Hvernig hugurinn minn funkerar í svona aðstæðum. Að læra hvað skiptir raunverulegu máli og hvað ég þarf fyrir skrifin mín. Ég hélt að ég gæti kannski haldið í eitthvað af þeim hlutum sem ég græddi á þessu ástandi en það var auðvitað ómögulegt. Þegar samkomubannið kláraðist tók lífið yfir og ég gat ekki haldið eftir neinu af þessu góða,“ segir hann kíminn. Náið listrænt samband Spurður um hvernig það hafi komið til að þríleikur hans verður heims- frumsýndur hér á Íslandi en ekki í Berlín, heimsborg alþjóðlega leik- listarheimsins, segir Mayenburg það vera miklu leyti að þakka ástr- alska leikstjóranum Benedict And- rews. Þeir Mayenburg og Andrews eru nánir vinir en sá síðarnefndi bjó á Íslandi um nokkurra ára skeið og leikstýrði nokkrum verkum fyrir Þjóðleikhúsið. „Við vorum í bandi í gegnum allt samkomubannið og eftir, því við erum mjög nánir vinir. Hann sýndi áhuga á að lesa leikritin en við lesum oft yfir verk hvor annars í vinnslu. Hann þekkti vel til þessa verkefnis og sagðist myndu vilja sviðsetja það og gera öll þrjú verkin saman. Af því honum fannst, og ég er sammála, þau vera mjög sam- tengd og eiga margt sameiginlegt. Þau svara hvert öðru á vissan hátt,“ segir Mayenburg. Benedict Andrews hafði milli- göngu við Þjóðleikhúsið og þeir Mayenburg hófu samtal við Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóra. Brátt kom þó í ljós að Andrews myndi ekki geta leikstýrt þriðja verkinu vegna annarra verkefna og kom þá upp sú hugmynd að Mayen- burg myndi leikstýra því sjálfur. „Það er yndislegt að fá tækifæri til að vinna saman aftur. Við höfum áður unnið saman í Berlín og Ástr- alíu. Þetta er eins konar endurvakn- ing á mjög nánu listrænu sambandi okkar,“ segir hann. Eldfim umfjöllunarefni Ellen B. fjallar um parið Astrid og Klöru sem hafa verið saman um ára- bil. Astrid er menntaskólakennari á fimmtugsaldri og fimmtán árum eldri en Klara sem er smiður en líka fyrrverandi nemandi Astridar. Dag einn kemur Wolfram, samkennari og yfirmaður Astridar, í heimsókn og setur allt þeirra líf í uppnám. Verkið fjallar um ýmis eldfim mál- efni á borð við kynferðisof beldi gagnvart börnum, valdajafnvægi innan hinsegin sambanda og kyn- ferðislega áreitni. Þú hikar ekki við að fjalla um erfið málefni í verkum þínum? „Nei, í þessu leikriti sérstaklega langaði mig til að fjalla um mis- munandi valdajafnvægi. Þetta fjallar ekki bara um valdajafnvægi innan sambands heldur líka valda- jafnvægi innan vinnustaðar. Skóla- stjórinn í mennta- skóla kemur inn í mjög persónulegar aðstæður inni á heimili kennara. Hann ryðst þangað inn á mjög grimman hátt, myndi ég segja. Ég vildi ekki gera þetta auð- velt fyrir áhorfendur, ég reyni að gera þeim eins erfitt fyrir og hægt er að skipta sér í lið. Fyrir mitt leyti finnst mér alltaf sem áhorfanda mjög svekkjandi þegar ég veit það of snemma hver er góður og hver vondur.“ Mayenburg segir þessar spurn- ingar einnig leita á hann í hans per- sónulega lífi. „Ég held að við þurfum öll stöðugt að gera málamiðlanir í lífi okkar. Í hvert sinn sem við förum í mat- vörubúðina þurfum við að gera málamiðlun. Af hverju ætti þá leik- húsið að vera svona auðvelt og sið- ferðislegu spurningarnar þar svona einfaldar? Ég vildi gera það erfitt að skipta sér í fylkingar. Ég vona að þegar áhorfendur horfi á leikritið þá muni þeir skipta um lið á 5 til 10 mínútna fresti.“ MeToo hafði áhrif Verkið fjallar einnig um kynferðis- lega áreitni á vinnustað og talar þannig beint inn í MeToo-hreyfing- una sem tröllreið vestrænum sam- félögum fyrir nokkrum árum síðan. Mayenburg segist ekki hafa verið meðvitað að leggja sitt af mörkum í þá umræðu en segir að MeToo gæti hafa haft áhrif á hann undir niðri. „Þetta er ekki auðveld umræða en það að hún átti sér stað var löngu orðið tímabært. Hún þurfti að eiga sér stað og ég er mjög feginn að það gerðist. Þetta hefur að mörgu leyti áhrif á mín verk. Ég held að einn af mikilvægustu punktunum sem ég áttaði mig á yfir síðasta áratuginn sé sá að allar þessar spurningar um femínisma og frelsi undan ánauð eru ekki kvenlæg umfjöllunarefni. Þetta er eitthvað sem MeToo opn- aði fyrir alla. Að það eru ekki bara konur sem þurfa að læra að frelsa sjálfar sig heldur þurfa karlmenn að læra það líka. Þessar spurningar um vald eiga við um alla í samfélaginu.“ Konur geti líka leikið illmenni Í Ellen B. er kona sökuð um kyn- ferðisof beldi. Sumum áhorfendum gæti fundist þetta umdeilt, hvernig myndir þú bregðast við því? „Ég skil þann punkt fullkomlega. Ég hef átt mörg samtöl við ýmsar leikkonur sem segja mér, af hverju eru það alltaf karlmenn sem fá áhugaverðustu hlutverkin í leik- húsi? Af hverju eru það alltaf þeir sem fá að leika ágengari og meira ráðandi hlutverkin? Af hverju þurfa konur alltaf að leika fórnarlömbin? Ég skil það fullkomlega. Ég reyndi að skrifa þannig kven- hlutverk, ekki bara í Ellen B. heldur líka í Ex, og mér finnst gaman að skrifa þannig hlutverk vegna þess að ég lít á það sem hluta af raun- sæinu. Ég reyni að skrifa kvenkyns persónur sem eru ráðandi, skarpar í hugsun, tala hratt og takast á við átök á ágengan hátt.“ Mayenburg segist raunar hitta slíkar konur á hverjum degi í lífi sínu og starfi. „Konurnar í kringum mig eru alveg jafn klárar og karlarnir. Margar þeirra eru enn klárari og vitrari í því hvernig þær takast á við átök. Af hverju ekki að setja þær á svið? Ég held að það sé ekki pólitískur kostur að sýna bara siðferðislega f lekk- lausar kvenpersónur. Það er líka spurning um frelsi að vera leyft að leika vondar per- sónur. Á sama tíma myndi ég þó ekki segja að konurnar í þessum þremur verkum séu illar. Það má ræða hvort þær séu Vill gera áhorfendum erfitt fyrir Marius von Mayen- burg ætlar sjálfur að leikstýra þriðja verki þríleiksins en vinur hans Benedict And- rews leikstýrir fyrstu tveimur verkunum. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ellen B. verður frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu 26. desember næst- komandi. MYND/ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is 22 Menning 16. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 16. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.