Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 43
Fyrir listamanninn n Faber Castell-litasett Gott trélita-, túss- eða vatns- litasett er klassísk gjöf. Gaman er að gefa nokkrar arkir eða skissubók með gjöfinni. nAkrýlmálning/akrýltúss Akrýll er gott hráefni fyrir áhuga- fólk og hægt er að fá hann í flestum verðflokkum. n Pensla- og/eða spaðasett Góðir penslar og spaðar eru mikilvæg áhöld og það er virki- lega gaman að eiga vandað sett. n Perlusett Hægt er að kaupa fjölda gjafa- setta fyrir byrjendur í skart- gripagerð. n Málningartrönur Trönur bæta líkamsstöðu málarans og gera honum kleift að fá betri yfirsýn yfir verkefnið. n Blekpennar og -byttur Vandaður blekpenni er sann- kallað töfratæki. Falleg rithönd er eins og falleg söngrödd á pappír. nMyndlistar-, teikni- eða skrautskriftarnámskeið Til að bæta tæknina, styrkja sjálfstraustið og kynnast skemmtilegu fólki. Fyrir sælkerann nGrænmeti í áskrift Gott hráefni er gulli betra. Íslenskar verslanir bjóða upp á græn- metis- kassa með ferskasta hráefninu hverju sinni. Þetta eykur gæðin í matreiðslu, áhuga og grænmetisneyslu. nVínglös Falleg glös eru klassísk gjöf. Sniðugt fyrir fólk sem er að byrja að búa saman. nKökugafflar Kökugaffla vantar á mörg heimili, samkvæmt óformlegri rannsókn blaðamanns. nBorðdúkur Fallegur borðdúkur getur lyft rýminu og gert sparilegt, sumarlegt, jólalegt eða einfald- lega – fallegt! nSalatáhöld Fyrir allt nýja grænmetið úr grænmetis áskrift inni. nVönduð ólívuolía Holl, góð og falleg gjöf. Fjöldi bragð- tegunda í boði. nGóð vínflaska Ekki eins holl en þó góð og falleg gjöf. Og auðvitað fjöldi teg- unda í boði! Fyrir þau elstu og bestu n Þráðlaus heyrnartól Þægilegt og handhægt þegar hlusta skal á góða bók, ljúfa tónlist eða einfaldlega hádegis- fréttirnar. n Stafrænn myndarammi Fyrir minningar af besta fólkinu. Uppsetning frá ást- vinum og aðstoð við myndaval innifalið! n Hitateppi, hitavesti eða fótarammi Kuldi getur sótt að eldri borg- urum og því er tilvalið að geta gripið í góða hitagræju. n Ryksuguvélmenni Árið er 2022 og við látum auðvitað vélmennin sjá um heimilisstörfin. n SmartTag-staðsetningartæki Þegar minnið er ekki alveg eins og það var á meðan Ómar hafði hár, þá er gott að geta skellt staðsetningartæki á húslykla eða viðlíka græjur. Virkar líka fyrir þreytta unga foreldra. n Hljóðbókaáskrift Aðgangur að heiminum, hugsuðum og ævintýrum sem teygja sig handan tíma og rúms og yfir öll landamæri. Uppsetn- ing og kennsla innifalin í boði yngri fjölskyldumeðlima. n Stækkunargler Gott þegar rýna skal í Frétta- blaðið! „Engin bók í þessu jólabókaflóði hefur komið mér jafnmikið á óvart. Ég var algjörlega heilluð.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan „... sérlega vel upp byggð saga, frásagnarstíllinn þjáll og grípandi og persónusköpun góð.“ Páll Egill Winkel / Morgunblaðið Innbundin Rafbók „Verk hans er mikið afrek.“ Páll Baldvin Baldvinsson / Stundin Áhrifamikil skáldsaga eftir Hauk Má Helgason sem varpar nýju ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hluta átjándu aldar. UPPSELD HJÁ ÚTGEFANDA. ENDURPRENTUN VÆNTANLEG! LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is FRÉTTABLAÐIÐFÖSTUDAGUR 16. desember 2022 Lífið 25

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.