Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 22
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654. Ísbúðin Gaeta hefur heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum sem kunna svo sannarlega að meta ekta ítalskan gelato-ís úr hágæða hráefni. Michele Gaeta opnaði fyrstu ísbúðina við Aðal- stræti í Reykjavík fyrir þremur árum. Næsta ísbúð var opnuð í Mathöllinni Hlemmi og í síðasta mánuði var þriðja ísbúðin opnuð í Mathöllinni Höfða. „Nýja ísbúðin hefur fengið góðar móttökur en við opnuðum hér 15. nóvember. Það hefur verið afskaplega gaman að sjá fullt af nýjum viðskipta- vinum úr hverfinu og nálægum hverfum og að vörur okkar eru að slá í gegn hér eins og í hinum ísbúðunum okkar.“ Gaeta býður einungis upp á nýlagaðan og ferskan ís án allra aukaefna, jafnt rotvarnar- sem litarefna, að sögn Michele. „Íslend- ingar eru mikil ísþjóð og því hefur verið mjög ánægjulegt að sjá hvað ísinn okkar hefur fengið góðar móttökur.“ Ljúffengar vörur fyrir jólin En það er ekki bara ljúffengur ísinn sem trekkir að. Hjá Gaeta fást líka fjöl- margar ljúf- fengar vörur á borð við girnilegar gelato- kökur, ljúffengt sikil- eyskt cannoli, ítalska eftirrétti og gómsætar jólavörur sem erfitt er að standast. „Fyrir jólin bjóðum við upp nokkrar ljúffengar og spennandi jólavörur. Jólakakan okkar í ár er eldrauð og glæsileg kaka með hindberjaostaköku- bragði og vel þakin heimagerðri hindberjasósu. Hún er geymd í frysti og því borin fram ísköld og góð. Við bjóðum einnig upp á tvo tiramisu- rétti sem eru nýjar vörur hjá okkur. Annar er með upprunalega bragðinu en hinn inniheldur súkku- laði. Ekki má gleyma Babà sem er sætabrauð drekkt í sýrópi sem inni- heldur romm en þetta er þekktur réttur frá Napólí á Suður-Ítalíu. Við buðum fyrst upp á þennan rétt á viðburði fyrir stuttu síðan. Viðbrögðin voru svo góð að við ákváðum að bjóða hann áfram.“ Klassískar jólakökur Cannoli er líka vin- sæll jólaréttur en þar er cann- oli-skel fyllt með sætum og rjóma- kenndum ricotta-osti frá Sikiley, súkkulaðibitum, pistasíuhnetum og appelsínuberki. „Að sjálfsögðu bjóðum við einnig upp á sérstakan jólaís sem í ár inni- heldur kex með hvítu súkkulaði og heimalagaða trönuberjasósu. Jólaísinn okkar fæst líka í versl- unum Hagkaupa, líka á Akureyri, og í Melabúðinni.“ Að lokum nefnir hann tvær vinsælar jólakökur frá Ítalíu sem verða í boði fram að jólum. „Panettone er klassísk ítölsk jóla- kaka sem inni- heldur rúsínur og appelsínu- börk og er gott að hita aðeins í ofni. Við bjóðum hana með þremur bragð- tegundum, klassísku útgáfuna, með súkku- laði og svo nýjungina í ár sem er með möndlu- gljáa. Hin kakan er líka klassísk og heitir pandoro. Þetta er stjörnu- laga kaka sem er mjúk að innan og þakin sykri að utan.“ Gjafakort sem gleður Þótt fyrsta ísbúð Gaeta hafi verið stofnuð fyrir þremur árum hefur samstarfsmaður Michele Gaeta verið að þróa ísinn í 25 ár á Ítalíu. „Það er því svo sannarlega hægt að ganga að gæðunum vísum hjá okkur. Með opnun þriðju ísbúðarinnar á Höfða hafa nú enn f leiri betri aðgang að vörum okkar auk þess sem við erum með sölubás á Ingólfstorgi fyrir framan skautasvellið fram að jólum. Þar er hægt að kaupa ilmandi kaffi, heitt súkkulaði og ís fyrir alla fjölskylduna. Svo er líka hægt að kaupa gjafakort frá okkur en þau eru vinsæl í skóinn og með jóla- og afmælispakkanum. Hver vill ekki eignast gjafakort í ísbúð?“ n Nánar á gelato.is. Jólakakan í ár er eldrauð og glæsileg kaka með hindberjaostakökubragði og þakin heimagerðri hindberjasósu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ísbúðin Gaeta býður upp á mikið úrval af gelato-ís með mörgum spennandi bragðtegundum. Cannoli fyllt með ricotta-osti, súkkulaði, pistasíuhnetum og appelsínuberki. Take-away boxin frá Gaeta eru í þremur stærðum. Gelato-ísinn er ekta ítalskur ís úr hágæða hráefni. KriKri eru litlir ísar með ólíkum súkku- laðiídýfum.Panettone er klassísk ítölsk jólakaka og fæst með þremur bragð- tegundum. Pandoro-jólakakan er stjörnulaga kaka sem er mjúk að innan. Gelato-ísinn fæst í verslunum Hag- kaupa og í Melabúðinni. 2 kynningarblað 16. desember 2022 FÖSTUDAGURÍS OG ÍSBÚÐIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.