Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 44
Bestu bókarkápurnar 2022 Bókarkápur eru listform sem tekið er eftir, oft eru þær betri en bókin sjálf, eða verri. Í desember prýða bækur auglýs- ingaskilti, strætóskýli og dag- blöð. Fréttablaðið hafði sam- band við fjóra sérfræðinga í því skyni að finna bestu bókar- kápur ársins. Ekki skal dæma bókina eftir kápunni, nema kannski á þessari blaðsíðu. ninarichter@frettabladid.is Auður Ómars- dóttir myndlistar- maður tilnefndi eftirfarandi bókarkápur sem fimm bestu úr jólabókaflóðinu 2022. n Kristín Eiríksdóttir – TÓL n Farsótt – Kristín Svava Tómasdóttir n Einar Kárason – Opið haf n Oddný Eir – Óða Óða, Vonar­ skjöldur, Úlfamjólk n Guðmundur Thorsteinsson – Muggur Auður rökstuddi valið á þá leið að Sigurður Ámundason, höf­ undur kápunnar á Tól, væri frá­ bær myndlistarmaður. „Kristín er ein af mínum uppáhalds!“ Þannig væri bókin ómissandi á listanum. „Ég vil sjá fleiri rithöf­ unda eiga samstarf með mynd­ listarmönnum vorrar þjóðar,“ segir hún. Auður segir umbrotið á Far­ sótt eftir Kristínu Svövu Tómas­ dóttur vera „eiginlega fullkomið umbrot“. Þá mærir hún bókar­ kápu Einars Kárasonar, Opið haf. „Hafið er handmálað svo vel, en ég er ekki viss með týpó­ grafíuna.“ Auður segir Oddnýju Eiri vera skapandi, ofurklára og að forsíðan á Óða Óða, Vonar­ skildi og Úlfamjólk endurspegli það. Þá segir hún forsíðu Muggs ver algjöra neglu. Fleiri bókarkápur heilla Auði þetta misseri. „Biluð ást eftir Sigurjón Magnússon, það er eitt­ hvað við þessa kápu sem heillar mig. Álfheima eftir Ármann Jakobsson segir Auður vera dæmi um góða grafíska hönnun. Kápa Hamingju þessa heims eftir Sigríði Hagalín ratar á lista Auðar vegna þess að hún elskar fimmtándu aldar málverk. Hún segir bækurnar Ég var nóttin eftir Einar Örn Gunnarsson og Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia vera dæmi um skapandi bókarkápur. Skammarverð­ laun auðar hlýtur bókin Líkið er fundið. „Það er greinilega verið að vinna með öfuga fagurfræði hér, kápan er svo ljót að hún er eiginlega flott, en það sem ég hefði gert til að fullkomna hana væri að nota Comic sans letrið,“ segir Auður. Auður tilnefnir einnig þrjár frumlegustu bækurnar. n Við erum bara að reyna að hafa gaman – Halldór Armand n Snuð – Brynjólfur Þorsteinsson n Rætur Völuspár – Hið ís­ lenska bókmenntafélag Að mati Auðar er flottur ís á jörðinni á bókarkápu Halldórs Armand. „Textinn gefur til kynna eins og það sé verið að gefa út tónlist, eitthvað allt annað en allar hinar bækurnar,“ segir hún. Hún segir Snuð bera skemmti­ lega kápu frá Þórdísi Erlu Zoega. Hún nefnir að á Rótum Völuspár sé frábær teikning sem þó mætti vera brotin inn betur. Auður segir glæpasögur standa sér þegar komi að um­ broti. „Það er merkilegt hvað tískan í glæpasögunum virðist vera ófrumleg það er, allar svo­ lítið eins og sama bókin. Finnst almennt mega treysta myndlæsi neytenda betur, en mögulega er það bull í mér, þar sem þetta er allt einhver neytendasálfræði,“ segir hún. Sunna Bene- diktsdóttir ljósmyndari, myndlistarkona og plötusnúður tilnefndi eftirfar­ andi bókarkápur sem fimm bestu úr jólabókaflóð­ inu 2022. n Dagatal – sögur á einföldu máli – Karítas Hrundar Páls­ dóttir n Skepna í eigin skinni – Hrafnhildur Hagalín Guð­ mundsdóttir n Mamma Kaka – Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir n E ldgos – Rán Flygenring n Farsótt – Kristín Svava Tómasdóttir „Það er ýmislegt sem kemur fyrir oftar en einu sinni á kápum ársins,“ segir Sunna spurð um strauma í bókakápuhönnun þetta árið. „Eitt af því sem mér þykir skemmtilegast er þegar kápuhöfundar líta aftur til grafískrar hönnunar sjöunda og áttunda áratugar, til dæmis á kápum Dagatals eftir Karítas Hrund og Álfheimar: Risinn eftir Ármann Jakobsson,“ segir hún. „Sígildur stíll sem á alltaf rétt á sér að mínu mati. Eins fannst mér gaman að sjá tals­ vert af kápum þar sem stíl­ hrein hönnun og fallegt letur fengu að njóta sín, sums staðar sem ofanálag á sterkar ljósmyndir, til dæmis á kápu Farsóttar eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og á Angústúru­ kápunum. Einfalt, snyrtilegt og auðlæsilegt. Ég kann að meta það.“ Sunna tekur undir orð Auðar þegar kemur að hefðbundnu glæpasagnaumbroti. „Stíll sem ég væri til í að sjá fjara út, en virðist seint ætla að gera það, er hefðbundna krimmabókar­lúkkið. Grungy litapalletta á óljósri mynd með alls konar filterum, titill í feitum hástöfum og jafnvel splæst í drop shadow á stafina, formúla sem hefur lítið breyst síðan um aldamót en mætti gjarnan fara að hvíla.“ Hugleikur Dags- son teiknari og uppistandari til­ nefndi eftirfar­ andi bókarkápur sem fimm bestu úr jólabókaflóð­ inu 2022. n Tættir þættir – Þórarinn Eldjárn n Getnaður – Heiða Vigdís Sigfúsdóttir n Eldgos – Rán Flygenring n Franken Sleikir – Eiríkur Örn Norðdahl n Tól – Kristín Eiríksdóttir Hugleikur segir frumlegustu bækurnar í bókaflóðinu þetta árið vera smásagnasafnið Svefngríman eftir Örvar Smára­ son, Allt og sumt eftir Þórarin Eldjárn og Humm eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Aðspurður um tískubylgjur ársins svarar Hugleikur: „Það er erfitt að segja. Ég sé aukningu á fígúra tívum myndum á bókar­ kápum þessa dagana. Og míní­ malisminn lifir alltaf í þessum geira. Sumar kápur eru eins og flott textaverk.“ Hörður Sveins- son ljósmyndari og grafískur hönnuður til­ nefndi eftirfar­ andi bókarkápur sem fimm bestu úr jólabóka­ flóðinu 2022. n Snuð – Brynjólfur Þor­ steinsson n Skyggnur – Stefanía Páls­ dóttir n Jarðsetning – Anna María Bogadóttir n Ég var nótt – Einar Örn Gunnarsson n Svefngríman – Örvar Smárason Að mati Harðar var frumleg­ asta kápan þetta árið kápan að bókinni Svefngríman eftir Örvar Smárason. Kápa Farsóttar eftir Kristínu Svövu Tómas­ dóttur þótti framúrskar­ andi. Eldgos var nefnd oftar en einu sinni. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Áhugasamir auglýsendur hafi samband við: Sími 550 5078 / serblod@frettabladid.is Föstudaginn 30. desember mun sérblaðið Heilsa fylgja Fréttablaðinu. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt auk blað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Fjallað er um allt sem viðkemur bættri heilsu. Í blaðinu verða áhugaverð viðtöl og fróðleiksmolar sem unnið er af blaðamönnum Fréttablaðsins. Boðið er upp á auglýsingapláss í blaðinu af öllum stærðum og gerðum. Einnig er hægt að fá kynningarumfjöllun sem unnin er af blaðamanni Fréttablaðsins. Pantanir og skil á auglýsingum er til og með 29. desember. Kynningarumfjallanir þarf að panta í síðasta lagi miðvikudaginn 22. desember. HEILSA 26 Lífið 16. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.