Fréttablaðið - 16.12.2022, Side 42

Fréttablaðið - 16.12.2022, Side 42
Jólagjafir fyrir allaHugmyndir fyrir alla n Bækur Bók er ein besta gjöfin óháð aldri þiggjanda og fyrir marga er algjörlega ómissandi að fá að minnsta kosti eina bók í pakkann til að lesa á jólanótt. Það er gott að njósna í bókaskáp viðkomandi eða reyna að veiða upp úr þeim hvaða bók sló í gegn árið á undan. Fyrir þá sem lesa minna en grúska meira má kaupa handbækur, matreiðslubækur, yfirlitsbækur, ljósmyndabækur eða listaverkabækur. n Kerti og spil Það fylgir árstímanum að kveikja á kertum og spila. Kerti koma í ýmsum útgáfum og jafnvel má gefa litla kertastjaka og sprittkerti sem skapa huggu- lega stemningu í skammdeginu. Fallegt ilmkerti inn á baðherbergið er önnur sniðug jólagjöf. Spil eru frábær jólagjöf þar sem í borðspilum felst ómetanleg samvera, sem er jú það besta við jólin. Spil eru til í öllum mögulegum útgáfum og undirrit- uð vill meina að það finnist ekki sú manneskja sem ekki getur haft ánægju af einu einasta borðspili. Ef manneskjan er til, þá er rétta spilið til. Fyrir þá sem vita ekki hvar þeir eiga að byrja er hægt að skella sér í næstu sérverslun, starfsfólkið þar er hjálplegt, sérfrótt og oftar en ekki mjög áhugasamt. Fyrir þessi yngstu og bestu n Krakkamyndavél Þetta er til dæmis sniðugt fyrir foreldra sem vilja ekki láta undan snjallsímasuði. n Borðspil Samvera með vinum og fjöl- skyldu. Klassísk spil eins og Alias og Scrabble eru til í barnvænum útgáfum. Svo er samstæðuspil líka klassískt og hentar spilurum á öllum aldri. n Krakka ferðahátalari Til að hlusta á Daða-lag- ið í átta hundruð skipti í röð eða Kaptein ofur- brók fyrir svefninn. n Blæju-fígúrur Ástralska teikni- myndafígúran Blæja hefur farið sigurför um heiminn og hefur slegið í gegn á RÚV hjá börnum og foreldrum. Nú er hægt að hvíla sig á skjánum og skapa sín eigin Blæju-ævintýri. n Snjóþota Það segir sig sjálft! n Litir, pappír og föndurvörur Það er svo gaman að dunda sér og skapa saman. n Söngbók eða skemmtileg ljóðabók Hvort tveggja vekur áhuga á tungumálinu og er líka svo brjálæðislega gaman. Ljóðabók eftir Þórarin Eldjárn eða Söngbókin með Ladda-jólalög- unum er tilvalin í þennan pakka. n Árskort í fjöl- skyldu- og hús- dýragarðinn Nesti, aukapeysa og góða skapið er allt sem þarf. Fyrir besta unglinginn n Dagsbirtulampi Góður í skammdeginu. n Hjálmur fyrir rafhlaupahjólið Öryggistæki fyrir ferðamáta framtíðarinnar. n Crocs-skór Þægileg hátískuvara sem finna má í óteljandi sér- útgáfum. n Píluspjald Píluíþróttin verður æ vinsælli á Íslandi. n Samlokugrill Fljótlegt og snjallt fyrir sísvangt fólk. n Gjafabréf í bíó Fyrir þá sem eiga allt. n Ilmvatn Það er gaman og gott fyrir sjálfið að ilma vel. n Hljóðbókaáskrift Fyrir þá sem vilja hvíla sig á skjánum er snjallt að setja góða bók í eyrun. n Heklunál og garn Slakandi hvíld frá snjall- tækinu, auðvelt að byrja og hreint ekki svo galið að hafa eitthvað í hönd- unum þegar hlustað er á hljóðbækurnar. n Folf-sett Fótboltagolf-velli má finna um land allt og lang- flestir geta stundað þessa íþrótt. Sumir stæra sig af því að vera flinkir að finna alltaf hina fullkomnu gjöf á meðan aðrir rétta ástvinum sínum hvítt umslag og biðja þá að finna sér eitthvað fallegt. Hér eru nokkrar tillögur sem komið geta að gagni fyrir þá sem vantar hugmynd að góðri gjöf til að gleðja um jólin. ninarichter@frettabladid.is Góð gjöf þarf ekki að vera dýr, hvorki fyrir umhverfið né veskið. Færst hefur í aukana að gefa upp- lifun og samveru, og einnig hefur myndast hefð fyrir því í sumum fjöl- skyldum að gefa notaða hluti í gjafir, til að mynda bækur, plötur eða lítið notuð eldhústæki. Skemmtilegt er að gjöfin endur- spegli þiggjandann eða samband þiggjanda og gefanda með frum- legum hætti. n Fyrir íþróttaálfinn n Safapressa Líkt og fegurðin kemur heilsan að innan. n Sippuband Fer vel í pakka og hægt að fá í flestum verðflokkum. Auð- velt að ferðast með og þræl- skemmtileg hreyfing. n Vandaðir æfingasokkar Allir nota sokka og vandaðir æfinga- sokkar eru hið mesta þarfaþing. n Íþróttataska Vönduð og góð taska er lífstíðareign. n Heilsuúr Til að fylgjast með svefni, blóðþrýstingi, skrefafjölda og hitaeiningabruna ásamt fleiru. Heilsuúr halda vin- sældum sínum. n Þráðlaus heyrnartól Góð í útihlaupin, ræktina, göngutúrinn eða jógað. n Hlaupahanskar Fyrir útihlauparann á Íslandinu kalda eru hlaupa- hanskar einkar gagnlegir. n Árskort í sund Góð gjöf sem gagnast flestum. Athugaðu þó hvort viðkomandi eigi sundkort fyrir, eða líkamsræktar- aðgang sem er með sundkort innifalið. Fyrir snyrtipinnann n Vönduð sólarvörn Sólarvörn er mikilvægasta snyrtivaran, hún hentar öllum kynjum og öllum aldri og hana má finna í öllum verðflokkum. n Brúnkukrem Snjallt í skammdeginu og lyftir ljóma í kinnar metnaðarfyllstu snyrtimenna og -kvenna. n Vandað rakakrem Það er mikilvægt að eiga gott rakakrem í frostinu. Passaðu bara að kaupa vöru sem hentar húðgerð við- komandi og veldur ekki ofnæmi. Það má jafnvel spyrja þiggjanda út í eftir- lætis húðvörumerki. n Flott rakagefandi hárvörusett Hárvörur fást í fallegum gjafaöskjum og hægt er að kaupa þær á netinu og fá þær sendar heim að dyrum. Allir geta notað rakagefandi hárvörur. n Nokkrir andlitsmaskar í pakka Fyrir dekur í baðinu eða á sófanum eftir langan dag. Hægt er að kaupa sam- setta pakka í vefversl- unum og snyrtivöru- búðum. n Silkikoddaver Silkikoddaver er falleg gjafavara sem fer margfalt betur með hárið en hefðbundin koddaver. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 24 Lífið 16. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 16. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.