Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 4
Þið kannist við hann JÓLAGLEÐI Í FJARÐARKAUP ALLA HELGINA Laugardagur 17.des Sunnudagur 18.des 10:00 til 18:00 10:00 til 18:00 Hlökkum til að sjá þig kristinnpall@frettabladid.is INNFLYTJENDUR Samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár Íslands um fjölda erlendra ríkisborgara á Íslandi hefur Pólverjum fjölgað um rétt rúmlega tíu prósent frá því í desember í fyrra. Pólverjar eru nú 23.315 á Íslandi eða rúmlega 36 prósent allra erlendra ríkisborgara og sex prósent allra íbúa Íslands. Um aldamótin töldu Pólverjar á Íslandi aðeins í kringum þúsund manns. Þeim fjölgaði hratt á árun- um fyrir hrun og náðu 10 þúsund- um árið 2008. n Pólverjum fjölgað um tíu prósent Frá fullveldishlaupi Pólverja á Íslandi. Mörgum útlendingum þykir undarlegt að Íslendingar haldi upp á jólaköttinn, enda étur hann börn sem ekki fá flíkur fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK jonthor@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Niðurstöður úr sýnum, sem varða skotárásarmálið á Blönduósi, hafa borist frá Svíþjóð. Þetta staðfestir Eyþór Þorbergsson, varasaksóknari hjá lögregluembætt- inu á Norðurlandi eystra. Beðið hafði verið eftir niðurstöð- unum í nokkra mánuði. Lögreglan á þó eftir að vinna úr niðurstöðunum, en fyrir það fyrsta þarf að þýða þær og síðan skoða inni- hald þeirra. Til að mynda mun þurfa að bera niðurstöðurnar saman við framburð vitna. Jafnvel verði vitni boðuð aftur í skýrslutöku. Vitnin verða þó ekki kölluð til skýrslutöku fyrr en eftir jól. Fólkið hafi orðið fyrir miklu áfalli og lög- reglunni þyki ekki rétt að fara yfir atburðina á meðan hátíðirnar standa yfir. n Taka ekki skýrslu fyrr en eftir jól Pólverjar eru sex pró- sent íbúa Íslands sam- kvæmt þjóðskrá. jonthor@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Landsréttur hefur birt úrskurð sinn í hryðjuverkamál- inu svokallaða þar sem ákveðið var að sleppa sakborningunum tveimur úr gæsluvarðhaldi. Úrskurðurinn varpar ljósi á það sem mennirnir eru grunaðir um. Í samskiptum mannanna eiga þeir að hafa rætt saman um að fremja voðaverk, til dæmis með skotvopnum, eða með því að „keyra trukk í gegnum hóp fólks“. Auk þess hafi þeir talað um að fremja dróna- árásir. Leitað var álits sérfræðinga Euro- pol í málefnum hryðjuverka og hryðjuverkasamtaka. Þeir mátu það svo að báðir sakborningarnir hefðu verið við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. n Verið við það að fremja hryðjuverk María Ericsdóttir Panduro, hönnuður og stofnandi Súpustofunnar, opnar dyr Aðventkirkjunnar í Reykja- vík á aðfangadagskvöld eftir messu, en þar ætlar hún að bjóða upp á jólamat fyrir alla þá sem hafa í engin hús að venda yfir hátíðirnar, þeim að kostnaðarlausu. odduraevar@frettabladid.is erlamaria@frettabladid.is GÓÐGERÐARMÁL „Mig hefur lengið langað til að opna kirkjuna mína um jólin og í ár höfum við ákveðið að hafa Aðventkirkjuna opna um jólin. Jóladagskráin í kirkjunni er frá klukkan sex til sjö á aðfanga- dagskvöld, en eftir það verður kirkjan opin fram eftir kvöldi. Ég ætla að vera með hangikjöt, uppstúf og laufabrauð fyrir þá sem vilja, hafa kerti og tónlist og hafa þetta æðislega notalegt,“ segir María Ericsdóttir Panduro hönnuður, en hún er ein þeirra sem standa að jóla- mat á aðfangadagskvöld í Aðvent- kirkjunni í Reykjavík við Ingólfs- stræti 19. María setti Súpustofuna á lagg- irnar fyrir tæpum fjórum árum þar sem heitur matur hefur verið á boðstólum fyrir gesti og gangandi á laugardagskvöldum, þeim að kostn- aðarlausu. Að sögn Maríu kviknaði hugmyndin að framtakinu þegar hún hitti konu í miðbæ Reykjavíkur sem var í mikilli neyslu. „Ég sá þá hversu mikil þörf er fyrir að hjálpa þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Við Íslendingar þurf- um að vera opnir fyrir þessum stað- reyndum, að þessi neyð er til staðar, ekki bara vita af henni. Við þurfum að gera eitthvað. Við getum öll gert eitthvað pínulítið og eitthvað pínu- lítið er betra en ekki neitt,“ segir María. Að sögn Maríu hefur Súpustofan verið starfrækt í safnaðarheimili Aðventkirkjunnar undanfarin ár þar sem faðir hennar er prestur. Þó hafi þau þurft að loka um tíma vegna Covid. „Við vorum að fá mikið af hælis- leitendum og fólki af götunni og svolítið af fólki í neyslu því þetta var náttúrlega opið öllum. Og það er tilgangurinn, að blanda saman fólki og hópum úr samfélaginu,“ segir María. „En núna ætlum við að vera svo- lítið nýstárleg og öðruvísi. Núna köllum við þetta Góðstofuna og ætlum að færa okkur inn í kirkj- una. Þetta er svolítið eins og betri stofan, en á jólum í gamla daga var farið inn í betri stofuna þannig að okkur fannst tilvalið að opna núna um jólin,“ bætir hún við. María segir að ýmislegt sé búið að gera til að gera upplifunina sem notalegasta. Kirkjubekkir hafi verið minnkaðir til að koma langborðum inn, sem gefi gestum þá tilfinningu að þeir séu að snæða á veitingastað. „Hugmyndin er að þetta er kvöld- verður fyrir alla þá sem vilja koma og hafa það notalegt um jólin, algjörlega óháð því hvaða stöðu þeir hafa í samfélaginu,“ segir María. n Býður heimilislausum í mat á aðfangadagskvöld María Ericsdóttir Panduro hefur starfrækt Súpustofuna í safnaðarheimili Aðventkirkjunnar, þar sem faðir hennar, Eric Guðmundsson, er prestur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Við Ís lendingar þurf- um að vera opnir fyrir þessum stað reyndum, að þessi neyð er til staðar, ekki bara vita af henni. María Ericsdóttir Panduro 2 Fréttir 16. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.