Fréttablaðið - 16.12.2022, Page 24

Fréttablaðið - 16.12.2022, Page 24
Ís er mjöööög reglulega borðaður hjá okkur dömunum í Bergmáli. Alveg sérstakt trít er bragðarefur með þristi, daim, jarðar- berjum og lakkrísdýfu. Nammm. Elísa Hildur Þórðardóttir Hljómsveitin Bergmál hættir sér út á nokkuð hálan ís í nýju jólalögunum sem meðlimir hennar, þær Elísa Hildur Þórðardóttir og Selma Hafsteinsdóttir, sendu frá sér í mánuðinum. Lögin heita Gloryjól og Fáviti um jól. sandragudrun@frettabladid.is Þær Elísa Hildur og Selma segjast vera „fáránlega miklir ísaðdá- endur“ og þar sem þær drekka hvorugar þá „tríta þær sig með ís eftir hvert einasta gigg“. „Það eru verðlaunin okkar. Selma fær sér alltaf heimagerðan rjómaís með Þristi og ég fæ mér alltaf ís-daimhring,“ segir Elísa Hildur. Þeim finnst ekkert skrítið að Íslendingar borði eins mikinn ís þegar það er kalt úti og raun ber vitni. „Okkur finnst það bara meika sens. Við borðum alveg jafn mikinn ís í kulda og á sumrin,“ segir Selma. Þær segjast báðar vera mikil jólabörn og byrja að hlusta á jólalög á sumrin til að gíra sig upp fyrir jólatörnina. Árið 2015 byrjuðu þær að bjóða upp á jólatónlistardagskrá sem heitir Dónajól þar sem þeim fannst svo mikið af boði af jólatónleikum, en lítil fjölbreytni í jólalögunum. „Við vildum hafa jólalög með miklum húmor og gleði. Dóna- jólatónleikarnir okkar eru ein- stakir og skera sig úr! Þetta eru fullorðins tónleikar sem svíkja engan,“ segir Elísa Hildur. Smá dónó og kómískt Hljómsveitin Bergmál gaf nýlega út tvö ný jólalög: Gloryjól og Fáviti um jól sem þær Selma og Elísa Hildur hafa f lutt á Dónajóla- tónleikum nú fyrir jólin. „Gloryjól fjallar um jólasvein- ana Kertasníki og Þvörusleiki sem eru að nota Gloryhole … Þetta er virkilega f lott old school, big band lag í retró stíl en með smá dónó og mjög kómískum texta!“ segir Selma. „Fáviti um jól fjallar um móður- hlutverkið og streituna í desemb- er, andsetin brjáluð börn og allt það sem foreldrar þurfa að sinna í desembermánuði og hvað þau þurfa að gera til að halda gleði- og friðarjól.“ Hugmyndirnar að lögum og textum fá þær frá öllu því sem þeim finnst fyndið, skemmtilegt, skrítið og áhugavert í samfélaginu og í fari fólks. „Líkaminn er einmitt mikill innblástur því líkaminn getur verið mjög fyndinn! Að vera kona getur verið mjög fyndið og alls konar. Móðurhlutverkið er mikill innblástur og margt skemmtilegt og innblásandi sem gerist í því. Samskipti kynjanna og ólíkir per- sónuleikar, skrítið fólk og skrítnar athafnir veita okkur mikinn inn- blástur,“ segir Elísa Hildur. Spila úti um allt Undanfarið hefur verið nóg að gera hjá hljómsveitinni Bergmáli. Þær Selma og Elísa Hildur hafa verið að spila úti um allt, taka upp lög í stúdíói og margt fleira skemmti- legt. „Við erum búnar að spila erlendis á árshátíð, spila fyrir hin og þessi fyrirtæki úti um allan bæ og úti á landi og halda Dónajólatónleika. Við höfum verið fengnar til að spila á jólahlaðborðum hjá fyrirtækjum og hjá kvenfélögum og svo mætti lengi telja. Við höfum líka spilað í hádegishléum hjá fyrirtækjum á aðventunni,“ segir Selma. „Svo höfum við verið fengnar til að spila í brúðkaupum, þá með dónatóna þar sem við sérsníðum texta fyrir brúðhjónin, en við höfum einnig sungið fallegar ábreiður í sjálfri athöfninni. Það má fá upplýsingar um okkur og það sem við bjóðum upp á www. bergmal.band.“ Þær Selma og Elísa Hildur verða áfram önnum kafnar eftir jólin og því er fram undan nóg af tæki- færum til að fagna með góðum ís. „Á næstu mánuðum munu árs- hátíðirnar og þorrablótin taka stóran sess í lífi okkar. En frítímann notum við til að semja ný lög, við stefnum líka að því að taka upp fleiri lög og gefa út,“ segir Elísa Hildur. „Og við höldum áfram að fagna með ís, líka eftir jólin. Ís er mjöööög reglulega borðaður hjá okkur dömunum í Bergmáli. Alveg sérstakt trít er bragðarefur með þristi, daim, jarðarberjum og lakkrísdýfu. Nammm.“ n Þær Elísa Hildur og Selma í hljómsveitinni Bergmál, fagna alltaf með ís eftir tónleika. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Tríta sig með ís elin@frettabladid.is Allir elska ís, allt árið. Þetta á ekki bara við um Íslendinga því árið 2021 framleiddu Bandaríkjamenn meira en 1,3 milljarða af ís sem er risastórt hlutfall af iðnaðarfram- leiðslu þar í landi. Það segir að hver Bandaríkjamaður neyti um 4 lítra af ís á hverju ári. Hin vinsæla Ina Garten sem er bandarískur sjónvarpskokkur er ákaflega hrifin af ís. Hún hefur gefið út fjölmargar matreiðslubæk- ur undir nafninu „Barefoot Con- tessa“ sem allar hafa notið mikilla vinsælda. Það kemur kannski ekki á óvart að hún er mikið fyrir ís og notar hann á margvíslegan hátt. Þess vegna kaupir hún alltaf van- illuís sem hún getur síðan bragð- bætt með ýmsum hætti. Reyndar er vanilluís einn af tíu vinsælustu bragðtegundunum í Bandaríkjun- um. Ina segist líka vera mjög hrifin af ferskjuís og kann ýmis ráð til að ná fram sem besta bragðinu sem hún deildi í bókinni sinni How Easy Is That? Fabulous Recipes & Easy Tips. Hún notar líkjöra, til dæmis Grand Marnier, Sauternes eða Limoncello, til að magna upp bragðið. Ina notar líkjörana eins og íssósu. Með Limoncello-ísnum borðar hún biscotti, ítalskar smá- kökur. Líkjörinn gefur fallegan lit á vanilluísinn og verður fagur eftir- réttur fyrir fullorðna. Það eru til óteljandi aðferðir til að poppa upp ísinn. Venjulegur vanilluís úr búðinni getur orðið mikill veislumatur með súkkulaði- eða karamellusósu. Ekki er verra að setja ferska ávexti saman við. n Líkjör út á ísinn Sjónvarpskokkurinn Ina Garten hikar ekki við að nota líkjöra sem íssósu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 4 kynningarblað 16. desember 2022 FÖSTUDAGURÍS OG ÍSBÚÐIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.