Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 13
Guðmundur Steingrímsson n Í dag Eitt það besta við að búa á Íslandi er það hversu auðvelt er að fara héðan. Í því felst enginn áfellis- dómur yfir landi og þjóð. Á Íslandi er gott að vera og landið er fagurt og frítt og margir bara nokkuð skemmtilegir, og allt það, en það koma líka dagar þar sem fábreytn- in verður yfirþyrmandi, smæðin dapurleg, vindurinn og kuldinn samanherpandi og maður þarf ein- faldlega að komast eitthvert annað um stundarsakir. Í sól. Á strönd. Upp í fjöll með litlum þorpum og þröngum götum. Á veitingastaði. Í leikhús. Á torg þar sem er hægt að sitja úti. Á markaði sem selja ferska ávexti. Til borga með iðandi mannlífi. Þegar fjölskyldan fór til London fyrir nokkru mætti okkur á götu berfættur maður í rönd- óttum buxum, með sítt svart hár og stóran páfagauk á öxlinni. Og hann var bara að fara að versla. Eða eitthvað. Svona eru útlönd. Alls konar fólk. Einu sinni var viðhorfið þann- ig hér á landi að ef einhver fór til útlanda þótti ekki óalgengt að glotta til þess einstaklings að ferðalagi loknu og bauna á hann dylgjum og hálfkveðnum vísum eins og: „Hva, þú bara alltaf í útlöndum.“ Eða: „Einhver er nú innkoman.“ Það var engu líkara en talið væri að sá sem skroppið hefði til útlanda væri upp að ein- hverju marki svikari. Utanlands- ferð væri svik við slorið, veðrið og þá sameiginlegu ánauð sem fallið hefði á herðar okkar allra frá 874 og upp úr, um að okkur bæri að hanga hér, hlusta á vindinn, RÚV og naga handrit. Hins vegar, vegna þess að jafnan var út frá því gengið að utanlandsferð væri einkum og sér í lagi ástæða til að vera pöddu- fullur í marga daga samfellt, var viðhorfið líka sveipað smá forvitni og skilningi, og jafnvel löngun. Var bjór? Hvað kostaði vodkað? Á svo ekki að drekka tollinn? En nú hefur margur viljað meina að þetta sé blessunarlega breytt. Ekki þyki tiltökumál lengur að fólk fari til útlanda. Og eitt það besta við að búa hér, segi ég, er hversu auðvelt er að fara. Með uppgangi ferðaþjónustunnar hefur flugfélög- um fjölgað svo mjög sem hingað fljúga að það er ekki viðlit að maður þekki nöfnin á þeim öllum. Liðin er sú tíð að héðan flugu bara Icelandair og Arnarflug. Nú kemst fólk hvert sem er, hvenær sem er. Og áður en lengra er haldið: Við eigum að mega þetta. Það ætti að vera í lagi í heilbrigðu samfélagi að nýta rétt sinn til ferðalaga. Ferðafrelsið er ekki bara eitthvert tildur eða óþarfi. Það er grunn- réttur, sérstaklega ef maður býr á eyju norður í hafsauga. Íhuga þarf jú takmarkandi þætti þegar kemur að utanlandsferðum, eins og eigin fjárhag, tíma og ekki síst fótsporið sem flugferðin skilur eftir í umhverfinu. Að slíkum tak- markandi þáttum slepptum ætti hins vegar gatan að liggja greið og rétturinn vera sjálfsagður. En er hann það? Greinilega þótti það í aðdraganda hruns ekki bein- línis vera réttur almennings að eignast sjónvarp sem væri flatt. Það þótti augljóslega merki um mikið hömluleysi að almenningur skyldi ekki halda sig við túbusjónvörpin. Nú glittir að sama skapi í það við- horf ráðandi afla hér á landi, að hið viðsjárverða hömluleysi almenn- ings birtist í utanlandsferðum, einkum og sér í lagi til Tenerife, þar sem fólks sé að taka af sér tásu- myndir, og þá ekki, nota bene, með gömlu góðu filmuvélunum heldur örugglega tiltölulega flötum snjall- símum. Nú er eðlilegt að spurt sé: Erum við enn á þessum stað? Er það enn litið hornauga að fara til útlanda? Eru það enn svik við okkar sam- eiginlega útnárahlutskipti? Það hefur tekið mig svolítinn tíma að skilja návæmlega hvað þetta er, þetta viðhorf sem birtist í ummælum seðlabankastjóra um Tene og tásumyndir. Þetta er ekki eyjaskeggjahugsunarháttur. Þetta er ekki smásálarhátterni eða öfund. Ég held að Ásgeir langi ekkert endilega í tásumynd af sér, eða sé að hugsa hvar tollurinn verði drukkinn og hvort honum verði boðið. Nei. Þetta er krónuhagkerfið. Svona birtist það. Íslensk efnahagsmál snúast um það að viss öfl hér á landi ætla að ríghalda í þessa endemis krónu, sama hvað það kostar, og allt kerfið dansar með. Krónan er alltumlykjandi. Hún er upphaf og endir alls. Hún tekur kaupið okkar. Hún hamlar frelsi okkar. Það má alls ekki ræða það, með nokkru móti, að hugsanlega ættum við að tengjast stærra mynt- svæði, sem myndi gera okkum öllum meira kleift að haga okkar lífi án þess að þurfa sífellt að taka tilliti til þessa viðundurs sem krónan er. Frekar skal þjóðin hætta að fara til útlanda. Við eigum að horfa á útlönd í túbusjónvarpi. Fyrir krónuna. n Tene Krónan er alltumlykj- andi. Hún er upphaf og endir alls. Hún tekur kaupið okkar. Hún hamlar frelsi okkar. 1. vinningur: Toyota Corolla Hybrid Style, Hatchback 5 dyra, 1.8, sjálfskiptur Verðmæti kr. 5.580.000 Miði nr. 22494 2. - 11. vinningur: Gjafabréf frá Erninum reiðhjólaverslun. Hvert að verðmæti kr. 500.000 3204 21825 29714 43200 56257 12388 21872 38094 46959 59345 12. - 31. vinningur: Ferðavinningur með leiguflugi frá Heimsferðum. Hver að verðmæti kr. 300.000 1447 21490 37998 44742 51615 2044 23250 41754 48623 51723 11435 28799 42412 50147 58878 19165 30541 44732 50569 59068 32. - 86. vinningur: Gistivinningur fyrir tvo í standard tveggja manna herbergi með morgunverði í 7 nætur á Íslandshóteli að eigin vali. Hver að verðmæti kr. 188.300 667 15600 29075 41683 47187 1744 15817 29344 41824 49366 3793 16134 29906 42223 49625 3941 16887 30169 42502 51369 3953 18262 30847 43032 51774 5548 18632 31822 44403 54385 7282 21515 34287 44716 55328 10123 25969 37592 44939 56410 13274 26950 37767 44955 57247 13312 27121 39312 45546 58255 14642 28861 40450 45817 58588 87. - 111. vinningur: Samsung Galaxy Z Flip4 snjallsími. Hver að verðmæti kr. 179.990 293 13696 21777 31966 46996 6149 15102 23799 39763 51146 7946 17028 25894 39870 54524 8505 17536 27359 45070 58933 13675 19561 29841 45451 59373 112. - 131. vinningur: Gjafakort frá Smáralind. Hvert að verðmæti kr. 100.000 1086 16762 30023 44692 57411 1116 23877 36092 44780 57467 12828 29836 39315 45773 58700 13394 29941 44198 55934 58757 Vinninga ber að vitja innan árs á skrifstofu Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17. Upplýsingasími 525 0000. Birt án ábyrgðar. VINNINGASKRÁ Vetrarhappdrætti 2022. Dregið 14. desember 2022 VI INGASKRÁ Vorhappdrætti 2016. Dregið 13. júní 2016 1. vinni gur: Chevrolet Cruze LT, bensín 1,8 l, sjálfskiptur 4 dyra frá Bílabúð Benna. Verðmæti kr. 3.290.000 18515 2. vinningur: Chevrolet Spark LT, 1,2 l. beinskiptur frá Bílabúð Benna. Verðmæti kr. 1.990.000 62925 3. - 47. vinningur: Ferðavinningur að eigin vali fyrir 2 eða fleiri með Heimsferðum. Hver að verðmæti kr. 300.000 13389 15628 20197 31132 40554 43892 50374 56137 64425 13573 16853 24740 33313 40931 44664 50695 56794 66371 13653 17837 25480 36818 41331 45861 52044 58541 66559 14216 18048 28004 37341 42496 46481 53530 60920 67648 14224 20026 31103 40192 42871 49878 55981 63846 68382 48. - 92. vinningur Apple ipad mini Retina, wi-fi, 4g, 16GB, örþunnur með 7,9” skjá frá epli.is. Hver að verðmæti kr. 69.990 13824 22613 26189 31193 35948 48201 55350 59337 65030 14961 23377 26922 32430 42881 48685 55474 60292 65534 17753 24117 28103 33210 44882 48997 55903 61487 66775 18106 24326 29098 34971 45870 54192 55908 61973 67337 18304 24447 30159 35596 46357 54741 57892 64992 71669 93 - 142. vinningur Gisting ásamt morgunve ði í tvær nætur fyrir 2 auk kvöld erðar annað kvöldið hjá einhverju Fosshótelana. Hver að verðmæti kr. 65.000 12078 16963 24682 30106 35759 47068 50485 55122 63532 65636 13560 19970 25947 32050 40759 48619 51109 58529 63596 65649 14955 20874 26472 33229 44090 48777 51606 58577 64351 66801 15053 22875 28187 34877 44562 48929 54049 59010 64428 70021 15829 23851 28888 34927 46992 49713 54319 63352 64600 71144 Vinninga ber að vitja innan árs á skrifstofu Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17. Upplýsingasími 525 0000. Birt án ábyrgðar Barnauppeldi er krefjandi en eitt af því mikilvægasta sem við gerum er að tryggja öryggi barnanna okkar. Hætturnar leynast víða en við getum gert ráðstafanir til þess að fyrirbyggja slys eða fækka þeim. Ýmis efni sem notuð eru í daglegu heimilishaldi eru afar skaðleg berist þau í augu, á húð, í öndunar- eða meltingarveg. Flest tilfelli inntöku ætandi efna verða fyrir slysni þegar börn eru í umsjá foreldra sinna inni á heimilinu en einnig er mikilvægt að huga að öryggisatriðum á öðrum heimilum sem börn heimsækja. Það er brýnt að gæta að öryggi barna í aðdraganda hátíðanna þegar margir eru að hreingera og börn munu einnig heimsækja ættingja og vini þar sem ekki er víst að öll hreinsiefni séu geymd á öruggan máta. Munum einnig eftir hnapparafhlöðum sem geta leynst í ýmsum tækjum og jafnvel jóla- pökkunum en þau geta meðal ann- ars valdið vefjaskaða vegna leka á ætandi efni úr rafhlöðunni eftir að hún er gleypt fyrir slysni. Meirihluti tilfella inntöku ætandi efna verður meðal barna sem eru 5 ára eða yngri fyrir slysni þó einn- ig sé þekkt að inntaka verði meðal unglinga í sjálfskaðandi tilgangi. Tilfellin eru misalvarleg. Sum börn þarfnast eftirlits til skemmri tíma á bráðamóttöku en önnur börn þarf jafnvel að leggja inn til gjörgæslu- meðferðar. Tíðni inntöku ætandi efna hefur lækkað mjög í vestrænum heimi vegna forvarna, bættra merkinga á umbúðum og barnalæsinga á þeim, auk þess sem styrkur ætandi efna í efnablöndum má ekki fara yfir ákveðin mörk. Því miður er inntaka ætandi efna mun stærra vandamál í þróunarlöndum en þar skortir merkingar á umbúðir og ætandi efni eru jafnvel seld í umbúðum sem ekki eru upprunalegar. Alkalísk efni eru algengustu ætandi efnin sem eru innbyrt, eink- um hreinsiefni eins og klór, ofn- hreinsir, þvottaefni fyrir uppþvotta- vélar, stífluhreinsir og hársléttiefni. Hreinsiefni fyrir salernisskálar og sundlaugar eru dæmi um sýru. Efni með sýrustig undir 2 eða yfir 12 eru afar ætandi og leiða til vefjaskaða sem getur haft í för með sér alvar- lega og varanlega fylgikvilla. Ef barn verður fyrir inntöku ætandi efnis er ráðlagt að hafa sam- band við Eitrunarmiðstöð og leita læknishjálpar tafarlaust. Mikilvægt er að taka umbúðir með sér til þess að heilbrigðisstarfsfólk geti af lað sér nákvæmra upplýsinga um inni- haldsefnin og sýrustig þeirra. Ekki er mælt með að gefa barni vatn eða mjólk til drykkjar í þeim tilgangi að þynna út ætandi efnið í meltingarvegi vegna þess að það eykur hættu á uppköstum sem útsetja vélinda fyrir ætandi efni á ný. Frekari meðferð og eftirlit ákvarðast af mati læknis. Mikilvægar ráðleggingar til for- eldra og forráðamanna eru að geyma hreinsiefni ávallt í uppruna- legum umbúðum úr augsýn og þar sem börn ná ekki til. Aldrei skyldi nota drykkjarílát undir hreinsi- efni. Reynum eftir fremsta megni að kaupa einungis hreinsiefni í umbúðum með barnalæsingu. Notum þvottaefni á fljótandi formi eða í duftformi fyrir uppþvottavélar og þvottavélar í stað þvottaefnis- pakka þar til börn á heimilinu eru 6 ára eða eldri. Treystum ekki á lása á skápum sem geta veitt falskt öryggi. Mikilvægt er að við förum var- lega þegar verða breytingar á dag- legum athöfnum og umhverfi eins og í fríum og heimsóknum á önnur heimili. Geymum fjarstýringar og bíllykla á öruggum stað vegna hnapparafhlaðna og losum okkur við tækifæriskort, smáhluti og leik- föng sem innihalda þær. Foreldrar geta tekið ákvörðun um að eiga ekki ætandi hreinsi- efni inni á heimilum þar sem eru ung börn. Það er alltaf valkostur að nota mildari efni og vel hægt að nota edik og matarsóda til að þrífa ofninn svo dæmi sé tekið. Setjum öryggi barnanna okkar í forgang og verum ekki feimin við að gera sömu kröfu til annarra umönnunaraðila. Höfundur er sérfræðingur í nær- ingar- og meltingarsjúkdómum barna á Barnaspítala Hringsins og meðlimur í stjórn Félags íslenskra barnalækna n Geymið þar sem börn ná ekki til Jóhanna Guðrún Pálmadóttir barnalæknir Setjum öryggi barnanna okkar í for- gang og verum ekki feimin við að gera sömu kröfu til annarra umönnunaraðila. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÖSTUDAGUR 16. desember 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.