Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2022, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 16.12.2022, Qupperneq 34
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Sigurðsson læknir, Bjarmalandi 13, Reykjavík, lést föstudaginn 2. desember á Hrafnistu Sléttuvegi. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Magni Sigurðsson Guðjóna Ásgrímsdóttir Sigurður Pálmi Sigurðsson Anna Jóna Lýðsdóttir Guðný Dóra Sigurðardóttir Georg Magnússon Rannveig Sigurðardóttir Albert Páll Sigurðsson Magndís María Sigurðardóttir Kjartan Steinsson Ágúst Orri Sigurðsson Gerður Rún Guðlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Böðvars Magnússonar fv. bankaútibússtjóra, Vogaseli 5, Reykjavík. Sigrún Guðmundsdóttir Magnús Böðvarsson Ingibjörg Böðvarsdóttir Jesús Loayza Böðvar Manuel Loayza Víctor Rúnar Loayza Við þökkum samúð og hlýhug við fráfall og útför Guðfinnu Steinunnar Bjarneyjar Sigurðardóttur Þorleifur Jónsson Halldóra Andrésdóttir Ómar Arnarson Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Anna Lilja Jónsdóttir Brynjólfur Garðarsson Þorbergur Hjalti Jónsson Helga Skúladóttir og fjölskyldur Ástkær sonur minn, Ísak Ólafsson sem lést 11. desember sl., verður jarðsunginn frá Lindakirkju 20. desember kl. 15.00. Fyrir hönd nánustu aðstandenda, Guðbjörg Guðjónsdóttir Pokémon-æðið sprakk út undir lok síðustu aldar. Þau voru upphaflega hönnuð fyrir Gameboy-tölvuleik og dreifðu Pokémon, eða vasaskrímslin eins og þau voru íslenskuð, sér eins og eldur í sinu yfir á aðra miðla. Skrímslin voru alls staðar og mátti sjá þau á safnspilum, myndasögum, litabókum og umbúðum þurrmatar. Pokémon-æðið, sem má segja að standi yfir enn þann dag í dag, var enn í frumbernsku sinni árið 1997 þegar upprunalegu teiknimyndirnar tengdar skrímslunum voru sýndar í fyrsta sinn í japönsku sjónvarpi. Það var í þrítugasta og sjöunda þætti teiknimyndaraðarinnar, þegar rafhlaðna músin Pik achu gefur frá sér eldingu, sem skjárinn blikkaði rautt og hvítt, ótt og títt. Senan hafði hræðileg áhrif á hátt í sjö hundruð japönsk börn. Einhver þeirra féllu í yfirlið, önnur fundu fyrir svima og ógleði og enn önnur fengu flogakast. Atvikið varð umdeilt í Jap- an og hafði skammvinn áhrif á velgengni æðisins þar í landi. Þátturinn var í kjölfarið tekinn úr umferð og hefur aldrei verið sýndur í opinni dagskrá, né gefinn út síðan þá, þótt hægt sé að nálgast senuna sem olli öllum þessum usla í sinni upphaflegu mynd á vefnum. Þá hefur vasa- skrímslið Porygon, sem þátturinn umræddi var nefndur eftir, heldur ekki sést á skjánum í teiknimyndunum síðan þá. n Þetta gerðist: 16. desember 1997 Vasaskrímslin senda börn á spítala Norræna húsið stendur fyrir dag­ skrá í dag þar sem lagt verður upp með að skapa jólastund að hætti Úkraínumanna. arnartomas@frettabladid.is Í dag fer fram í Norræna húsinu sér­ stök jólastund helguð Úkraínu þar sem farið verður yfir hefðir frá mismunandi svæðum landsins og bragðað á góm­ sætum jólabakstri. Þá verða sungin jóla­ lög undir spili úkraínska fiðluleikarans Katerynu Mysechko sem hefur útbúið sérstaka jóladagskrá. Yuliia Sapiga, sýn­ ingarstjóri og verkefnastjóri úkraínskra verkefna hjá Norræna húsinu, segir ýmislegt ólíkt með jólunum á Íslandi og í Úkraínu. „Fyrir jólin í Úkraínu er fjörutíu daga fasta, sem stendur yfir frá 28. nóvem­ ber til 7. janúar,“ segir hún. „Við höldum samt upp á aðalhátíðina 24. desember alveg eins og Íslendingar. Samkvæmt þjóðtrú er mikilvægt að þrífa húsið frá toppi til táar fyrir hátíðina.“ Þegar kemur að jólamatnum er aðal­ hefðin sú að bornir séu fram tólf réttir, einn fyrir hvern mánuð ársins. „Réttirnir eru ólíkir milli svæða í Úkraínu en fyrsti rétturinn er alltaf kutia, sem er soðinn úr hveitikorni eða byggi með hunangi og grænmeti,“ útskýrir Yuliia. „Upphaflega var réttur­ inn eins konar táknræn fórn fyrir mátt guðs sem átti að veita ríkulega uppskeru á komandi ári.“ Rétt eins og á Íslandi eru kerti mikil­ vægur hluti af jólunum. „Við erum alltaf með kveikt á kerti á borðinu sem lýsir fyrir minningu for­ feðra okkar.“ Eftir kvöldmatinn segir Yuliia svo að gengið sé á milli húsa og sungið. Söng­ hópurinn gengur þar með stjörnu úr gylltum pappír á priki sem tákni Betle­ hemsstjörnuna. „Sönghóparnir þurfa að fá leyfi frá húseigendum, en ef það fæst þá er sungið og brugðið á leik,“ segir hún. „Gestgjaf­ arnir gefa þá söngvurunum góðgæti, svo þetta er á vissan hátt svipað og hrekkja­ vakan hérna.“ Aðspurð hvort það séu einhverjar vörur sem tengist jólunum sem sé erf­ itt að fá hér á landi er Yuliia ekki viss. „Kannski hráefnin í kutia, en ég ætla samt að reyna,“ segir hún. Jólastundin í dag er hluti af við burða­ röð sem Yuliia segir ætlaða til þess að skapa samstöðu með Úkraínufólki á Íslandi. „Á þessu ári höfum við haft þrjá fundi í þessari röð. Á þeim fyrsta fengum við til okkar sálfræðinga til að hjálpa fólki að takast á við trauma stríðsins, annan þar sem við ræddum við rithöfunda um úkraínskar bókmenntir,“ útskýrir hún. „Meginmarkmiðið er að skapa sterkt samfélag af fólki frá Úkraínu hér og að reyna að veita því tilfinninguna að það sé komið heim.“ Jólastundin í dag hefst klukkan 15.30 og er fólk beðið að skrá sig í gegnum hlekk á Facebook­síðu viðburðarins. n Jólin í Úkraínu Yuliia segir kutia sérstak- lega táknrænan rétt fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Yuliia hóf störf sem sýningarstjóri hjá Norræna húsinu í sumar. MYND/KRISTMUNDUR ELÍAS GISSURARSON Við erum alltaf með kveikt á kerti á borðinu sem lýsir fyrir minningu forfeðra okkar. Yuliia Sapiha, sýningarstjóri og verk- efnastjóri úkraínskra verkefna hjá Norræna húsinu 1707 Eldgos í Fuji-fjalli í Japan sem hefur ekki gosið síðan. 1916 Framsóknarflokkurinn er stofnaður. 1961 Bandaríski grínistinn Bill Hicks er fæddur. 1963 Kópavogskirkja er vígð af Sigurbirni Einarssyni biskupi. 1991 Kasakstan fær sjálfstæði frá Sovétríkjunum. 1992 Þjóðarráð Tékklands samþykkir nýja stjórnarskrá Tékklands. 2006 Fjölmenn mótmæli eiga sér stað á Nørrebro í Kaup- mannahöfn eftir að lögregla hyggst ryðja félags- miðstöðina Ungdomshuset. 2008 Jarðskjálfti upp á 4,2 á Richter ríður yfir Eyrarsund. 2009 Stjörnufræðingar uppgötva GJ 1214 b, fyrstu fjar- reikistjörnuna þar sem vatn gæti fundist. Merkisatburðir Fuji TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 16. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.